Fullkomið ár KR-inga í Vesturbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 06:00 Grafík/Fréttablaðið Karlalið KR-inga hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár og þar býr þetta frábæra lið að því að eiga afar öflugan heimavöll í DHL-höllinni við Frostaskjól. KR-ingar töpuðu ekki heimaleik á almanaksárinu 2015 og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins síðan lið þurftu að fara í gegnum úrslitakeppni til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. KR-liðið vann ekki aðeins alla 17 heimaleiki ársins 2015 því liðið vann einnig síðustu átta heimaleiki ársins 2014. KR-ingar hafa því unnið 25 heimaleiki í röð á Íslandsmótinu eða alla leiki síðan liðið tapaði 76-95 á móti Stjörnunni í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna 2014. KR komst í lokaúrslitin með sigri í Garðabæ í næsta leik á eftir og hefur unnið alla heimaleiki sína á Íslandsmóti á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir síðan.Fimm framlengingar í þremur leikjum KR-liðið hefur unnið 11 af þessum 17 leikjum með meira en tíu stigum þar af sex með tuttugu stigum eða meira. Þrír sigranna stóðu hins vegar ansi tæpt og KR-ingar þurftu þá fimm framlengingar í þessum þremur leikjum til þess að landa sigri. KR vann þannig 113-110 sigur á ÍR í fyrsta heimaleik ársins 2015 eftir tvíframlengdan leik þar sem ÍR-ingar komust mest 19 stig yfir. KR-ingar þurftu einnig tvær framlengingar til þess að vinna Njarðvíkinga í oddaleik í undanúrslitum í úrslitakeppninni síðasta vor og unnu síðan Tindastól eftir framlengdan leik í deildarkeppninni á dögunum. KR-ingar eru aðeins sjötta liðið sem nær að vinna alla heimaleiki ársins í deild og úrslitakeppni síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984. Engin af hinum fimm liðunum hafa aftur á móti leikið jafnmarga taplausa heimaleiki á árinu. Síðasta lið til að ná fullkomnu ári á heimavelli var lið Njarðvíkinga sem vann alla 15 heimaleiki sína undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar árið 2006. Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar þetta ár en töpuðu í lokaúrslitunum árið eftir. Keflavíkurliðið frá árinu 2004 er síðan eina annað liðið á þessari öld (frá 2000) sem hefur unnið alla heimaleiki sína á einu ári en Keflvíkingar unnu alla sextán heimaleiki sína fyrir ellefu árum. Keflavík varð Íslandsmeistari vorið 2004 og vann titilinn einnig vorið eftir og þá þriðja árið í röð.50 sigrar Finns Freys Keflavík og Njarðvík eiga einnig hin þrjú liðin sem hafa náð fullkomnu ári á heimavelli því Keflavíkurliðið frá 1998 og Njarðvíkurliðin frá 1986 og 1987 afrekuðu þetta einnig. Njarðvíkingar voru þarna ósigraðir tvö ár í röð í Ljónagryfjunni á Íslandsmóti og eina tapið árið eftir (1988) kom í tvíframlengdum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Haukum. Haukar bundu þá enda á fjögurra ára sigurgöngu Njarðvíkur á Íslandsmóti en Njarðvíkurliðið hafði þá unnið 29 af 30 Íslandsmótsleikjum í Ljónagryfjunni frá 1986 til 1988. Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson er á sínu þriðja tímabili með KR-liðið og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir árangrinum. KR hefur unnið 50 af 55 deildarleikjum undir hans stjórn og hefur enn ekki tapað seríu í úrslitakeppninni. Þegar kemur að leikjum í DHL-höllinni sprengir KR-liðið hins vegar flesta skala með því að hafa unnið 38 af 40 heimaleikjum í deild og í úrslitakeppni undir stjórn Finns. Dominos-deild karla Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Karlalið KR-inga hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár og þar býr þetta frábæra lið að því að eiga afar öflugan heimavöll í DHL-höllinni við Frostaskjól. KR-ingar töpuðu ekki heimaleik á almanaksárinu 2015 og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins síðan lið þurftu að fara í gegnum úrslitakeppni til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. KR-liðið vann ekki aðeins alla 17 heimaleiki ársins 2015 því liðið vann einnig síðustu átta heimaleiki ársins 2014. KR-ingar hafa því unnið 25 heimaleiki í röð á Íslandsmótinu eða alla leiki síðan liðið tapaði 76-95 á móti Stjörnunni í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna 2014. KR komst í lokaúrslitin með sigri í Garðabæ í næsta leik á eftir og hefur unnið alla heimaleiki sína á Íslandsmóti á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir síðan.Fimm framlengingar í þremur leikjum KR-liðið hefur unnið 11 af þessum 17 leikjum með meira en tíu stigum þar af sex með tuttugu stigum eða meira. Þrír sigranna stóðu hins vegar ansi tæpt og KR-ingar þurftu þá fimm framlengingar í þessum þremur leikjum til þess að landa sigri. KR vann þannig 113-110 sigur á ÍR í fyrsta heimaleik ársins 2015 eftir tvíframlengdan leik þar sem ÍR-ingar komust mest 19 stig yfir. KR-ingar þurftu einnig tvær framlengingar til þess að vinna Njarðvíkinga í oddaleik í undanúrslitum í úrslitakeppninni síðasta vor og unnu síðan Tindastól eftir framlengdan leik í deildarkeppninni á dögunum. KR-ingar eru aðeins sjötta liðið sem nær að vinna alla heimaleiki ársins í deild og úrslitakeppni síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984. Engin af hinum fimm liðunum hafa aftur á móti leikið jafnmarga taplausa heimaleiki á árinu. Síðasta lið til að ná fullkomnu ári á heimavelli var lið Njarðvíkinga sem vann alla 15 heimaleiki sína undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar árið 2006. Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar þetta ár en töpuðu í lokaúrslitunum árið eftir. Keflavíkurliðið frá árinu 2004 er síðan eina annað liðið á þessari öld (frá 2000) sem hefur unnið alla heimaleiki sína á einu ári en Keflvíkingar unnu alla sextán heimaleiki sína fyrir ellefu árum. Keflavík varð Íslandsmeistari vorið 2004 og vann titilinn einnig vorið eftir og þá þriðja árið í röð.50 sigrar Finns Freys Keflavík og Njarðvík eiga einnig hin þrjú liðin sem hafa náð fullkomnu ári á heimavelli því Keflavíkurliðið frá 1998 og Njarðvíkurliðin frá 1986 og 1987 afrekuðu þetta einnig. Njarðvíkingar voru þarna ósigraðir tvö ár í röð í Ljónagryfjunni á Íslandsmóti og eina tapið árið eftir (1988) kom í tvíframlengdum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Haukum. Haukar bundu þá enda á fjögurra ára sigurgöngu Njarðvíkur á Íslandsmóti en Njarðvíkurliðið hafði þá unnið 29 af 30 Íslandsmótsleikjum í Ljónagryfjunni frá 1986 til 1988. Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson er á sínu þriðja tímabili með KR-liðið og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir árangrinum. KR hefur unnið 50 af 55 deildarleikjum undir hans stjórn og hefur enn ekki tapað seríu í úrslitakeppninni. Þegar kemur að leikjum í DHL-höllinni sprengir KR-liðið hins vegar flesta skala með því að hafa unnið 38 af 40 heimaleikjum í deild og í úrslitakeppni undir stjórn Finns.
Dominos-deild karla Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira