Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir þá sem þáðu aðstoð í ár hafa getað valið úr glæsilegum fatnaði og gjöfum frá sjálfboðaliðum. Fréttablaðið/GVA „Náungakærleikur hefur aukist mikið eftir hrun, fjöldi einstaklinga og hópa býður fram aðstoð sína til efnalítils fólks,“ segir Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. Markmið Hjálparstarfsins með sérstakri desemberaðstoð við efnalitlar fjölskyldur er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem styrkt eru með framlagi pokasjóðs. Í ár afhenti stjórn Pokasjóðs verslunarinnar Hjálparstarfinu tíu milljóna króna styrk í formi inneignarkorta. Að auki koma fjölmargir sjálfboðaliðar færandi hendi. „Svona var þetta ekki fyrir hrun, þá voru þetta fáir góðir einstaklingar. Eftir hrun varð til náungakærleikur og samkennd sem linnir ekki og heldur bara áfram. Flestir þeirra sem hjálpa vilja ekki láta nafns síns getið. Við höfðum rætt það að það vantaði gjafir fyrir unglingsstráka fyrir þessi jól. Kona ein brást við ákallinu, safnaði fyrir gjöfum og keyrði svo hingað með fullan bíl af gjöfum fyrir stráka.“ Vilborg segir gjafmildi fólks hafa verið einstaklega ríkulega í ár hvað varðar fatnað. „Við fengum ótrúlega mikið gefins af fallegum fötum fyrir jólin og fólk gat valið úr flíkum. Það hefur sjaldan verið eins gott. Þá eru margir sem prjóna fyrir okkur. Nú rétt fyrir jól er mestri aðstoð lokið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vilborg segist halda að færri hafi sótt um aðstoð fyrir jólin en síðustu ár en vanalega fá tæplega fjögur þúsund manns aðstoð. „Aðeins brot af þeim sem þiggja aðstoð um jólin biðja um aðstoð á öðrum tímum ársins. Jólin eru sérstaklega erfiður tími fyrir marga.“ Í dag geta þeir sem hafa sótt um aðstoð sótt sér jólatré. „Skógrækt Reykjavíkur gefur íslensk jólatré í ár. Það eru ekki margir sem sækjast eftir því en alltaf einhverjir, margir í okkar hópi eru með gervitré.“ Jólafréttir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Náungakærleikur hefur aukist mikið eftir hrun, fjöldi einstaklinga og hópa býður fram aðstoð sína til efnalítils fólks,“ segir Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. Markmið Hjálparstarfsins með sérstakri desemberaðstoð við efnalitlar fjölskyldur er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem styrkt eru með framlagi pokasjóðs. Í ár afhenti stjórn Pokasjóðs verslunarinnar Hjálparstarfinu tíu milljóna króna styrk í formi inneignarkorta. Að auki koma fjölmargir sjálfboðaliðar færandi hendi. „Svona var þetta ekki fyrir hrun, þá voru þetta fáir góðir einstaklingar. Eftir hrun varð til náungakærleikur og samkennd sem linnir ekki og heldur bara áfram. Flestir þeirra sem hjálpa vilja ekki láta nafns síns getið. Við höfðum rætt það að það vantaði gjafir fyrir unglingsstráka fyrir þessi jól. Kona ein brást við ákallinu, safnaði fyrir gjöfum og keyrði svo hingað með fullan bíl af gjöfum fyrir stráka.“ Vilborg segir gjafmildi fólks hafa verið einstaklega ríkulega í ár hvað varðar fatnað. „Við fengum ótrúlega mikið gefins af fallegum fötum fyrir jólin og fólk gat valið úr flíkum. Það hefur sjaldan verið eins gott. Þá eru margir sem prjóna fyrir okkur. Nú rétt fyrir jól er mestri aðstoð lokið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vilborg segist halda að færri hafi sótt um aðstoð fyrir jólin en síðustu ár en vanalega fá tæplega fjögur þúsund manns aðstoð. „Aðeins brot af þeim sem þiggja aðstoð um jólin biðja um aðstoð á öðrum tímum ársins. Jólin eru sérstaklega erfiður tími fyrir marga.“ Í dag geta þeir sem hafa sótt um aðstoð sótt sér jólatré. „Skógrækt Reykjavíkur gefur íslensk jólatré í ár. Það eru ekki margir sem sækjast eftir því en alltaf einhverjir, margir í okkar hópi eru með gervitré.“
Jólafréttir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira