Bíó og sjónvarp

Eintökum af The Revenant og The Hateful Eight lekið á netið

Birgir Olgeirsson skrifar
Leonardi DiCaprio leikur í The Revenant en Samuel L. Jackson í The Hateful Eight.
Leonardi DiCaprio leikur í The Revenant en Samuel L. Jackson í The Hateful Eight. Vísir/IMDb
Kvikmyndunum The Hateful Eight og The Revenant hefur verið lekið á skrárskiptasíður eftir að eintök af myndinni höfðu verið send á gagnrýnendur. Um var að ræða kynningareintök af myndunum sem ætluð voru meðlimum Óskarsverðlaunaakademíunnar svo þeir gætu kynnt sér þær myndir sem berjast um að vera tilnefndar til Óskarsverðlauna.



Á vef bandaríska tímaritsins Variety
 kemur fram að 739 þúsund notendur hafi nú þegar sótt sér eintak af The Revenant, sem skartar Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki,  á skráarskiptasíðum á síðastliðnum sólarhring.  Kvikmynd Quentins Tarantino, The Hateful Eight, hefur verið sótt 560 þúsund sinnum.

Í þriðja sæti á þessum skrárskiptasíðum, samkvæmt Variety, er hnefaleikamyndin Creed sem hefur verið sótt 499 þúsund sinnum.

The Hateful Eight var forsýnd í Bandaríkjunum 7. desember og verður sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum, sem búa yfir sýningarvélum sem geta sýnt 70 millimetra filmur, þar í landi á jóladag.

Hún verður þó ekki tekin til almennra sýninga vestanhafs fyrr en 1. janúar. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi 8. janúar næstkomandi. The Revenant var forsýnd í Bandaríkjunum fyrir fimm dögum og verður sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum á jóladag. Myndin verður þó ekki tekin til almennra sýninga þar í landi fyrr en 8. janúar, sama dag og á Íslandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.