Jólatónleikar Hymnodiu í Akureyrarkirkju Magnús Guðmundsson skrifar 21. desember 2015 10:45 Hymnodia. Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri fara fram í Akureyrarkirkju annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember, en þeir hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir eru á milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það tenórinn Jón Þorsteinsson sem syngur með kórnum. Söngferill Jóns er stórglæsilegur, en hann hefur staðið á óperusviði og í tónleikasölum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Við Ríkisóperuna í Amsterdam söng hann yfir 50 hlutverk. Jón starfar sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Í nóvember sl. kom út geisladiskur þar sem Jón og Eyþór Ingi, stjórnandi Hymnodiu, fluttu saman jóla- og áramótasálma. Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frumflutt, Börn Jarðar eftir þá Michael Jón Clarke og Hannes Sigurðsson og Jólaljóð eftir þau Gísla Jóhann Grétarsson og Steinunni P. Hafstað. Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, lög eftir Sigurð Flosason, ensk jólatónlist, verk eftir Hafliða Hallgrímsson og að sjálfsögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi mun leika á gamalt fótstigið orgel og önnur hljóðfæri.Miðaverð er 2000 kr. og er forsala hafin í Eymundsson, Hafnarstræti. Menning Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri fara fram í Akureyrarkirkju annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember, en þeir hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir eru á milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það tenórinn Jón Þorsteinsson sem syngur með kórnum. Söngferill Jóns er stórglæsilegur, en hann hefur staðið á óperusviði og í tónleikasölum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Við Ríkisóperuna í Amsterdam söng hann yfir 50 hlutverk. Jón starfar sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Í nóvember sl. kom út geisladiskur þar sem Jón og Eyþór Ingi, stjórnandi Hymnodiu, fluttu saman jóla- og áramótasálma. Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frumflutt, Börn Jarðar eftir þá Michael Jón Clarke og Hannes Sigurðsson og Jólaljóð eftir þau Gísla Jóhann Grétarsson og Steinunni P. Hafstað. Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, lög eftir Sigurð Flosason, ensk jólatónlist, verk eftir Hafliða Hallgrímsson og að sjálfsögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi mun leika á gamalt fótstigið orgel og önnur hljóðfæri.Miðaverð er 2000 kr. og er forsala hafin í Eymundsson, Hafnarstræti.
Menning Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning