40 ár frá upphafi Kröfluelda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2015 18:52 Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. Þarna gerðist það í fyrsta sinn að íslenskir vísindamenn sáu með nokkrum fyrirvara að eldgos væri í aðsigi. Fyrsta Kröflugosið hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jól árið 1975, laust fyrir hádegi þann 20. desember. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda.Eiríkur Jónsson verkfræðingur náði þó svarthvítum ljósmyndum í flugi á vegum Kröflunefndar en fyrstu ljósmyndina af gosinu tók Helgi Jósefsson úr flugvél á leið frá Vopnafirði til Akureyrar og birtist hún í Tímanum þremur dögum síðar. Það voru hins vegar íbúar Kópaskers og nágrennis sem fengu að kenna harkalegast á upphafi umbrotanna, með Kópaskerskjálftanum, sem reið yfir þremur vikum eftir fyrsta Kröflugosið, þann 13. janúar árið 1976. Eldgosin urðu alls níu talsins á árunum frá 1975 til 1984. Fyrsta gossprungan opnaðist aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem þá var í smíðum. Jarðgufuöflun fór úr skorðum og urðu miklar deilur um virkjunina enda gekk illa að koma raforkuframleiðslunni af stað. Í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 fyrr á árinu voru þessir atburðir rifjaðir upp með heimamönnum en þáttinn má sjá hér fyrir neðan og á sjónvarpsvef Vísis. Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. Þarna gerðist það í fyrsta sinn að íslenskir vísindamenn sáu með nokkrum fyrirvara að eldgos væri í aðsigi. Fyrsta Kröflugosið hófst við Leirhnjúk fjórum dögum fyrir jól árið 1975, laust fyrir hádegi þann 20. desember. Þetta var hins vegar lítið gos, stóð aðeins yfir í nokkrar klukkustundir, og er því lítið til af myndum af þessum upphafsatburði Kröfluelda.Eiríkur Jónsson verkfræðingur náði þó svarthvítum ljósmyndum í flugi á vegum Kröflunefndar en fyrstu ljósmyndina af gosinu tók Helgi Jósefsson úr flugvél á leið frá Vopnafirði til Akureyrar og birtist hún í Tímanum þremur dögum síðar. Það voru hins vegar íbúar Kópaskers og nágrennis sem fengu að kenna harkalegast á upphafi umbrotanna, með Kópaskerskjálftanum, sem reið yfir þremur vikum eftir fyrsta Kröflugosið, þann 13. janúar árið 1976. Eldgosin urðu alls níu talsins á árunum frá 1975 til 1984. Fyrsta gossprungan opnaðist aðeins um þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem þá var í smíðum. Jarðgufuöflun fór úr skorðum og urðu miklar deilur um virkjunina enda gekk illa að koma raforkuframleiðslunni af stað. Í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 fyrr á árinu voru þessir atburðir rifjaðir upp með heimamönnum en þáttinn má sjá hér fyrir neðan og á sjónvarpsvef Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Skútustaðahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00