Bestu stjörnuljósmyndir ársins: Geimurinn gegnum linsuna Svavar Hávarðsson skrifar 20. desember 2015 13:00 Stjörnufræði er myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélvæddum sendifulltrúum jarðarbúa í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru gullfallegar, oft hreinustu listaverk, sem verðskulda að sem flestir fái notið. Svo komast aðstandendur Stjörnufræðivefsins [stjornufraedi.is] að orði en þeir hafa sjötta árið í röð valið nokkrar af bestu stjörnuljósmyndum ársins 2015. Þær eru valdar út frá fegurð en ekki síður vísindalegu mikilvægi. PlútóMynd: NASA/JHUAPL/SRI Hinn 14. júlí 2015 var Plútó heimsóttur í fyrsta sinn þegar New Horizons þaut framhjá dvergreikistjörnunni fjarlægu. Ótrúlegar nærmyndir sýndu rúmlega 3 km há fjöll úr vatnsís, jökla úr nitri, nitursléttur með frosttíglum. Plútó reyndist rauðleitur vegna kolefnasambanda sem brotna niður í lofthjúpnum í útfjólubláa ljósinu frá sólinni . Stjörnustólpar í ArnarþokunniMynd: NASA/ESA/Hubble & Hubble Heritage Team Tuttugu árum eftir að Hubble geimsjónaukinn tók eina frægustu mynd sína af gas- og rykstólpunum í Arnarþokunni beindi sjónaukinn myndavélum sínum að stólpunum á ný. Í þeim eru stjörnur að fæðast og sólkerfi að myndast. Full jörð: Fullt tunglMynd: NASA/NOAA Móðir Jörð og Máninn hennar. Þessi óvenjulega mynd var tekin með EPIC myndavélinni í DSCOVR gervitungli NASA 16. júlí 2015. Jörðin er að fullu upplýst sem og fjærhlið tunglsins, svo myndin er tekin í kringum nýtt tungl. Dökki bletturinn ofarlega á tunglinu er kallaður Moskvuhafið en á Jörðinni sést í norðurpólinn, Kyrrahaf og Norður- og Suður-Ameríku. BlæjanMynd: NASA/ESA og Hubble Heritage Team Fyrir um 8.000 árum sprakk stjarna í 2.100 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Svaninum. Leifar hennar dreifðust um geiminn og rákust síðan á efni milli stjarnanna á 1,5 milljóna km hraða á klukkustund og tóku þá að glóa. Litadýrðin í þessum gasþráðum stafar af mismunandi og misheitu efni. Rósrauði svanurinnMynd: ESO Stjörnur fæðast í stórum gas- og rykskýjum eða geimþokum í Vetrarbrautinni okkar. Hér sést stjörnuverksmiðja sem heitir Messier 17 en er stundum kölluð Svansþokan eða Omegaþokan og stundum Humarþokan. Rauði bjarminn stafar af glóandi vetnisgasi, aðalhráefnið í nýjar stjörnur. Á myndinni eru yngstu stjörnurnar bláleitar. Fréttir ársins 2015 Geimurinn Ljósmyndun Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Stjörnufræði er myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélvæddum sendifulltrúum jarðarbúa í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru gullfallegar, oft hreinustu listaverk, sem verðskulda að sem flestir fái notið. Svo komast aðstandendur Stjörnufræðivefsins [stjornufraedi.is] að orði en þeir hafa sjötta árið í röð valið nokkrar af bestu stjörnuljósmyndum ársins 2015. Þær eru valdar út frá fegurð en ekki síður vísindalegu mikilvægi. PlútóMynd: NASA/JHUAPL/SRI Hinn 14. júlí 2015 var Plútó heimsóttur í fyrsta sinn þegar New Horizons þaut framhjá dvergreikistjörnunni fjarlægu. Ótrúlegar nærmyndir sýndu rúmlega 3 km há fjöll úr vatnsís, jökla úr nitri, nitursléttur með frosttíglum. Plútó reyndist rauðleitur vegna kolefnasambanda sem brotna niður í lofthjúpnum í útfjólubláa ljósinu frá sólinni . Stjörnustólpar í ArnarþokunniMynd: NASA/ESA/Hubble & Hubble Heritage Team Tuttugu árum eftir að Hubble geimsjónaukinn tók eina frægustu mynd sína af gas- og rykstólpunum í Arnarþokunni beindi sjónaukinn myndavélum sínum að stólpunum á ný. Í þeim eru stjörnur að fæðast og sólkerfi að myndast. Full jörð: Fullt tunglMynd: NASA/NOAA Móðir Jörð og Máninn hennar. Þessi óvenjulega mynd var tekin með EPIC myndavélinni í DSCOVR gervitungli NASA 16. júlí 2015. Jörðin er að fullu upplýst sem og fjærhlið tunglsins, svo myndin er tekin í kringum nýtt tungl. Dökki bletturinn ofarlega á tunglinu er kallaður Moskvuhafið en á Jörðinni sést í norðurpólinn, Kyrrahaf og Norður- og Suður-Ameríku. BlæjanMynd: NASA/ESA og Hubble Heritage Team Fyrir um 8.000 árum sprakk stjarna í 2.100 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Svaninum. Leifar hennar dreifðust um geiminn og rákust síðan á efni milli stjarnanna á 1,5 milljóna km hraða á klukkustund og tóku þá að glóa. Litadýrðin í þessum gasþráðum stafar af mismunandi og misheitu efni. Rósrauði svanurinnMynd: ESO Stjörnur fæðast í stórum gas- og rykskýjum eða geimþokum í Vetrarbrautinni okkar. Hér sést stjörnuverksmiðja sem heitir Messier 17 en er stundum kölluð Svansþokan eða Omegaþokan og stundum Humarþokan. Rauði bjarminn stafar af glóandi vetnisgasi, aðalhráefnið í nýjar stjörnur. Á myndinni eru yngstu stjörnurnar bláleitar.
Fréttir ársins 2015 Geimurinn Ljósmyndun Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira