Hentistefna Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. janúar 2015 07:00 Stjórnarskráin kveður á um þrískiptingu ríkisvaldsins, það er að segja löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Hjá siðuðum þjóðum er passað upp á aðgreiningu og sjálfstæði hvers valds fyrir sig. Hér má segja að svona og svona hafi gengið að koma skikk á hlutina og þurfti raunar inngrip frá siðaðri þjóðum í Evrópu til þess að hér kæmist að fullu á aðskilnaður framkvæmdarvalds og dómsvalds. Fram til 1989 fóru nefnilega sýslumenn með dómsvald og sátu beggja vegna borðs í rannsókn og dómi. Þrískiptingin á að koma í veg fyrir spillingu og valdníðslu. Og jafnvel þótt valdið hafi verið takmarkað er ekki öllum gefið að kunna með það að fara. Koma þarf í veg fyrir spillingu innan hvers sviðs. Hvað dómsvaldið áhrærir eru til dæmis reglur dómstólaráðs um birtingu dóma á netinu skref í rétta átt. Almenna reglan er sú að þinghald fyrir dómi skuli vera öllum opið. Fyrir lögunum eiga allir að vera jafnir og ekkert hægt að pukrast með það jafnræði. Enda segir í reglum um birtingu dóma og úrskurði héraðsdómstólanna að með ákveðnum takmörkunum skuli þeir birtir á heimasíðu dómstólanna. „Dómsúrlausn skal að jafnaði birt innan tveggja daga frá uppkvaðningu dóms eða úrskurðar. Úrlausn skal þó ekki birt fyrr en liðin er ein klukkustund frá uppkvaðningu þannig að lögmanni/verjanda gefist ráðrúm til að upplýsa skjólstæðing sinn um niðurstöðu máls,“ segir þar. Dómar í málum sem snerta deilur um börn, brot á barnaverndarlögum og hjúskapardeilur eru til dæmis ekki birtir. Hvað nafnbirtingar varðar eru dómstólar og fjölmiðlar líka samstíga í að hafa vaðið fyrir neðan sig og gæta þess að auka ekki á áþján þeirra sem orðið hafa fyrir ofbeldisglæpum. Undan þessum reglum grefur svo að hverjum og einum dómara virðist í sjálfsvald sett hverju þeir fara eftir í þessum reglum og hafa sína hentisemi um birtingu einstakra dóma og jafnvel eru dæmi um að mál hafi ekki ratað í dagskrá dómstólanna þar sem einhverjum hefur þótt ástæða til að hlífa sakborningi við slíkri birtingu. Í slíku framferði eru ekki allir jafnir. Í gær birtist á Vísi viðtal við Halldór Halldórsson, dómstjóra við Héraðsdóm Norðurlands vestra. Þar er hraksmánarlega staðið að birtingu dóma og dagskrá dómsins og virðist dómarinn líta svo á að þessi mál komi engum við nema þeim sem að hverju máli koma. „Það eru alltaf vandræði í fásinninu í sveitinni ef maður setur eitthvað inn,“ segir Halldór við Vísi. Þar þekki allir alla og því valdi birting dóma einstaklingum vandkvæðum jafnvel þótt fólk sé ekki nafngreint. Þá sé galli við birtingu dóma á netinu að þar lifi allt um aldur og ævi. „Ég hef verið talsmaður þess að menn fari gætilega í birtingum því Google gleymir engu,“ ber hann fyrir sig. Hentistefna dómara við birtingu dóma getur hins vegar ekki verið til góðs og grefur undan trausti á dómstólum. Furðulegt að ekki sé hægt að koma þarna á samræmingu þannig að allir sitji við sama borð. Hvort birtingartregða í Héraðsdómi Norðurlands vestra er um að kenna sérreglum skagfirska efnahagssvæðisins, tregðulögmálum smákóngahugarfarsins eða einhverju allt öðru er erfitt um að spá. Sérviskuleg vinnubrögð eru hins vegar ekki einsdæmi nyrðra. Við því þarf að bregðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Dómstjóri fer varlega í birtingu dóma því Google gleymir engu „Maður fær að heyra spurninguna hvort það sé ekkert um að vera hjá mér,“ segir Halldór Halldórsson dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands vestra. 5. janúar 2015 09:30 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun
Stjórnarskráin kveður á um þrískiptingu ríkisvaldsins, það er að segja löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Hjá siðuðum þjóðum er passað upp á aðgreiningu og sjálfstæði hvers valds fyrir sig. Hér má segja að svona og svona hafi gengið að koma skikk á hlutina og þurfti raunar inngrip frá siðaðri þjóðum í Evrópu til þess að hér kæmist að fullu á aðskilnaður framkvæmdarvalds og dómsvalds. Fram til 1989 fóru nefnilega sýslumenn með dómsvald og sátu beggja vegna borðs í rannsókn og dómi. Þrískiptingin á að koma í veg fyrir spillingu og valdníðslu. Og jafnvel þótt valdið hafi verið takmarkað er ekki öllum gefið að kunna með það að fara. Koma þarf í veg fyrir spillingu innan hvers sviðs. Hvað dómsvaldið áhrærir eru til dæmis reglur dómstólaráðs um birtingu dóma á netinu skref í rétta átt. Almenna reglan er sú að þinghald fyrir dómi skuli vera öllum opið. Fyrir lögunum eiga allir að vera jafnir og ekkert hægt að pukrast með það jafnræði. Enda segir í reglum um birtingu dóma og úrskurði héraðsdómstólanna að með ákveðnum takmörkunum skuli þeir birtir á heimasíðu dómstólanna. „Dómsúrlausn skal að jafnaði birt innan tveggja daga frá uppkvaðningu dóms eða úrskurðar. Úrlausn skal þó ekki birt fyrr en liðin er ein klukkustund frá uppkvaðningu þannig að lögmanni/verjanda gefist ráðrúm til að upplýsa skjólstæðing sinn um niðurstöðu máls,“ segir þar. Dómar í málum sem snerta deilur um börn, brot á barnaverndarlögum og hjúskapardeilur eru til dæmis ekki birtir. Hvað nafnbirtingar varðar eru dómstólar og fjölmiðlar líka samstíga í að hafa vaðið fyrir neðan sig og gæta þess að auka ekki á áþján þeirra sem orðið hafa fyrir ofbeldisglæpum. Undan þessum reglum grefur svo að hverjum og einum dómara virðist í sjálfsvald sett hverju þeir fara eftir í þessum reglum og hafa sína hentisemi um birtingu einstakra dóma og jafnvel eru dæmi um að mál hafi ekki ratað í dagskrá dómstólanna þar sem einhverjum hefur þótt ástæða til að hlífa sakborningi við slíkri birtingu. Í slíku framferði eru ekki allir jafnir. Í gær birtist á Vísi viðtal við Halldór Halldórsson, dómstjóra við Héraðsdóm Norðurlands vestra. Þar er hraksmánarlega staðið að birtingu dóma og dagskrá dómsins og virðist dómarinn líta svo á að þessi mál komi engum við nema þeim sem að hverju máli koma. „Það eru alltaf vandræði í fásinninu í sveitinni ef maður setur eitthvað inn,“ segir Halldór við Vísi. Þar þekki allir alla og því valdi birting dóma einstaklingum vandkvæðum jafnvel þótt fólk sé ekki nafngreint. Þá sé galli við birtingu dóma á netinu að þar lifi allt um aldur og ævi. „Ég hef verið talsmaður þess að menn fari gætilega í birtingum því Google gleymir engu,“ ber hann fyrir sig. Hentistefna dómara við birtingu dóma getur hins vegar ekki verið til góðs og grefur undan trausti á dómstólum. Furðulegt að ekki sé hægt að koma þarna á samræmingu þannig að allir sitji við sama borð. Hvort birtingartregða í Héraðsdómi Norðurlands vestra er um að kenna sérreglum skagfirska efnahagssvæðisins, tregðulögmálum smákóngahugarfarsins eða einhverju allt öðru er erfitt um að spá. Sérviskuleg vinnubrögð eru hins vegar ekki einsdæmi nyrðra. Við því þarf að bregðast.
Dómstjóri fer varlega í birtingu dóma því Google gleymir engu „Maður fær að heyra spurninguna hvort það sé ekkert um að vera hjá mér,“ segir Halldór Halldórsson dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands vestra. 5. janúar 2015 09:30
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun