Tvær konur, tvennir tímar, tvær sýningar Magnús Guðmundsson skrifar 16. janúar 2015 13:00 Áhorfandinn tekur þátt í ferðalagi segir Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarkona sem opnar sýningu í Hafnarborg á morgun. Vísir/Pjetur Á morgun verða tvær afar ólíkar en þó skyldar sýningar opnaðar í Hafnarborg. Í aðalsal Hafnarborgar verður opnuð stór innsetning eftir Heklu Dögg Jónsdóttur sem ber yfirskriftina Framköllun og felur í sér bæði ferli, gjörning og samstarf við aðra listamenn. Sýningarsal Hafnarborgar hefur verið umbreytt í kvikmyndaver, upptöku- og vinnslurými þar sem 16 mm kvikmynd er unnin, sett saman og sýnd. Inn í þetta rými býður Hekla Dögg listamönnum að koma og taka þátt í sköpuninni og þannig er verkið í stöðugri mótun og ekki hið sama við upphaf sýningar og lok. „Sköpunarferlið fer fram hér innan hússins og hingað inn fæ ég kraft annarra listamanna. Eina skilyrðið sem ég set listamönnunum er að hér sé allt svarthvítt. Hér er notuð svarthvít 16 mm filma til þess að taka upp og allir leikmunir þurfa að vera svarthvítir líka. Þannig leitast ég við að brúa bilið á milli gjörnings og filmu og skapa svarthvíta veröld þar sem allt getur gerst. Við tökum upp í okkar stúdíórými á daginn, framköllum á kvöldin og handklippum filmuna þannig að þessi heimur er í raun sjálfbær töfrasmiðja.“Svarthvít töfraveröld „Þegar ég var í mínu námi fékk ég aðeins að kynnast filmunni. Við það varð í raun til allt önnur hugsun en ég hafði haft áður og það er magnað að sjá hvernig heil töfraveröld getur myndast á svarthvíta filmu. Ólíkt t.d. vídeóinu er ég ekki lengur með möguleikana á endurtekningunni heldur bara ákveðið marga metra af uppteknu myndefni svo dæmi sé tekið.“Allt lagt að jöfnu „Í raun upplifir viðtakandinn verkið í þremur liðum. Í fyrsta lagi skúlptúrinn sem er allt það rými sem við höfum búið til, bæði upptöku- og sýningarrýmið. Í öðru lagi gjörningurinn sem felst í þátttöku og samvinnu listamanna og ferlinu öllu. Og loks að endingu afurðin. Allt er þetta lagt að jöfnu. Áhorfandinn er þátttakandi í ferðalagi þar sem lokaáfanginn er alvörubíósalur með þægilegum sætum, teppalögðu gólfi og öllu því sem maður vill fá í bíó. Allt hefur þetta verið skapað með ómetanlegri aðstoð þess frábæra fólks sem starfar hér í Hafnarborg.“Hanna Davíðsson var á meðal fárra kvenna sem lögðu stund á myndlist nánast allt sitt líf snemma á síðustu öld.Mynd/úr einkasafniNeisti eftir Hönnu Davíðsson Í Sverrissal safnsins verður opnuð sýningin Neisti með málverkum og teikningum eftir Hönnu Davíðsson (1888–1966) sem nánast allt sitt líf lagði stund á myndlist mótaða af aðstæðum kvenna við upphaf 20. aldar. Á sýningunni eru teikningar og málverk frá ýmsum tímum, litlar myndir sem sýna viðfangsefni úr næsta nágrenni, einkum blóm, fólk og umhverfið í Hafnarfirði auk ljósmynda sem varðveittar eru í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Ljósmyndirnar hafa fæstar verið sýndar áður og eru af filmum sem fundust undir gólfi Sívertsenhúss í Hafnarfirði. Hanna bjó um tíma í Sívertsenhúsi en það er nú hluti af Byggðasafninu. Á meðal þess sem liggur eftir Hönnu eru skreytingar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á morgun verða tvær afar ólíkar en þó skyldar sýningar opnaðar í Hafnarborg. Í aðalsal Hafnarborgar verður opnuð stór innsetning eftir Heklu Dögg Jónsdóttur sem ber yfirskriftina Framköllun og felur í sér bæði ferli, gjörning og samstarf við aðra listamenn. Sýningarsal Hafnarborgar hefur verið umbreytt í kvikmyndaver, upptöku- og vinnslurými þar sem 16 mm kvikmynd er unnin, sett saman og sýnd. Inn í þetta rými býður Hekla Dögg listamönnum að koma og taka þátt í sköpuninni og þannig er verkið í stöðugri mótun og ekki hið sama við upphaf sýningar og lok. „Sköpunarferlið fer fram hér innan hússins og hingað inn fæ ég kraft annarra listamanna. Eina skilyrðið sem ég set listamönnunum er að hér sé allt svarthvítt. Hér er notuð svarthvít 16 mm filma til þess að taka upp og allir leikmunir þurfa að vera svarthvítir líka. Þannig leitast ég við að brúa bilið á milli gjörnings og filmu og skapa svarthvíta veröld þar sem allt getur gerst. Við tökum upp í okkar stúdíórými á daginn, framköllum á kvöldin og handklippum filmuna þannig að þessi heimur er í raun sjálfbær töfrasmiðja.“Svarthvít töfraveröld „Þegar ég var í mínu námi fékk ég aðeins að kynnast filmunni. Við það varð í raun til allt önnur hugsun en ég hafði haft áður og það er magnað að sjá hvernig heil töfraveröld getur myndast á svarthvíta filmu. Ólíkt t.d. vídeóinu er ég ekki lengur með möguleikana á endurtekningunni heldur bara ákveðið marga metra af uppteknu myndefni svo dæmi sé tekið.“Allt lagt að jöfnu „Í raun upplifir viðtakandinn verkið í þremur liðum. Í fyrsta lagi skúlptúrinn sem er allt það rými sem við höfum búið til, bæði upptöku- og sýningarrýmið. Í öðru lagi gjörningurinn sem felst í þátttöku og samvinnu listamanna og ferlinu öllu. Og loks að endingu afurðin. Allt er þetta lagt að jöfnu. Áhorfandinn er þátttakandi í ferðalagi þar sem lokaáfanginn er alvörubíósalur með þægilegum sætum, teppalögðu gólfi og öllu því sem maður vill fá í bíó. Allt hefur þetta verið skapað með ómetanlegri aðstoð þess frábæra fólks sem starfar hér í Hafnarborg.“Hanna Davíðsson var á meðal fárra kvenna sem lögðu stund á myndlist nánast allt sitt líf snemma á síðustu öld.Mynd/úr einkasafniNeisti eftir Hönnu Davíðsson Í Sverrissal safnsins verður opnuð sýningin Neisti með málverkum og teikningum eftir Hönnu Davíðsson (1888–1966) sem nánast allt sitt líf lagði stund á myndlist mótaða af aðstæðum kvenna við upphaf 20. aldar. Á sýningunni eru teikningar og málverk frá ýmsum tímum, litlar myndir sem sýna viðfangsefni úr næsta nágrenni, einkum blóm, fólk og umhverfið í Hafnarfirði auk ljósmynda sem varðveittar eru í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Ljósmyndirnar hafa fæstar verið sýndar áður og eru af filmum sem fundust undir gólfi Sívertsenhúss í Hafnarfirði. Hanna bjó um tíma í Sívertsenhúsi en það er nú hluti af Byggðasafninu. Á meðal þess sem liggur eftir Hönnu eru skreytingar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp