Plútó innan seilingar 18. janúar 2015 09:00 Geimkanninn New Horizon verður í návígi við Plútó í júlí á þessu ári. mynd/nasa Eins og allir áhugamenn um sólkerfið okkar ágæta vita þá hefur Plútó ekki átt sjö dagana sæla frá því að hann var uppgötvaður árið 1930. Stjörnufræðingar hópast reglulega saman á fjölmennum ráðstefnum til að endurskilgreina dvergreikistjörnuna (og djamma, auðvitað). Þannig hefur eðli Plútós ávallt verið á reiki – hann er nánast orðin að óræðum hlut. Uppgötvun stjörnufræðingsins Clydes W. Tombaugh árið 1930 var auðvitað stórmerkileg. Skyndilega fjölgaði plánetunum í sólkerfinu um eina og voru nú níu talsins. Sjálft nafnið kom stuttu seinna. Ellefu ára gömul stúlka, Venetia Burney, á heiðurinn af því. Venetia var hrifin af klassískri goðafræði og skýrði reikistjörnuna Plútó í höfuðið á undirheimaguðinum. Ekkert Disney-kjaftæði hjá Venetiu litlu. Plútó: Brothætt sál Plútó var uppáhald allra og naut sín í faðmi stóru systkina sinna. Þessu James Dean-tímabili Plútós lauk endanlega árið 2007 þegar stjörnufræðingar færðu hann í nýjan flokk. Plútó varð fyrsta dvergreikistjarnan, mikið feimnismál meðal himintunglanna. Þó svo að deilt sé um skilgreiningar þá er Plútó einstaklega áhugavert fyrirbæri. Dvergreikistjarnan er, líkt og plánetur sólkerfisins, á sporöskjulaga braut um sólu og uppfyllir þar með fyrsta af þremur skilyrðum fyrir skilgreiningunni pláneta. Þegar mest lætur er Plútó í 7,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá Jörðu. Það tekur Plútó 248 ár að fara einn hring um sólu. Plútó hefur farið þriðjung þeirrar leiðar síðan hann var uppgötvaður fyrir 85 árum. Plútó uppfyllir síðan annað skilyrðið sem tekur til massa, þyngdarkrafts og lögunar. Þó svo að massi Plútós sé í kringum 1,31 x 1.022 kg (0,24% af massa Jarðar) þá er hann sannarlega hnöttur. Þrátt fyrir að hafa nægilegan massa til að taka á sig hefðbundna mynd reikistjörnu hefur Plútó ekki getað „hreinsað“ umhverfi sitt og fellur þar með á prófi stjörnufræðinga. Þessi staðreynd og uppgötvun Kuiper-beltisins árið 1992 gefur til kynna að Plútó sé í raun reikisteinn, einn af útvörðum sólkerfisins og á rætur að rekja til hnullunga sem mynduðust þegar efnisþokur tóku að þéttast og mynda reikistjörnur á árdögum sólkerfisins. Ísilögð veröld Vegna fjarlægðar Plútós frá Jörðu hefur reynst erfitt að skera úr um stærð hans og aðra eiginleika. Líklega er þvermál Plútós einn þriðji af þvermáli Jarðar. Yfirborðið ísilagt og meðalhitastig þægilegar 225°C (alkul er 273,15°C). Svo það gæti verið að flóknar lífrænar sameindir séu til staðar á Plútó og andrúmsloft, þótt ótrúlegt megi virðast, sem samanstendur af köfnunarefni, metani og koltvísýringi. „Þegar rannsóknir á plánetum eru annars vegar þá er Plútó Everestfjall,“ sagði Alan Stern, yfirmaður rannsókna hjá New Horizons-verkefninu, á blaðamannafundi fyrr í þessum mánuði. „Þetta verkefni markar endalok fyrstu rannsókna á reikistjörnunum. Við erum komin á fjarlægasta áfangastaðinn með hraðskreiðasta geimfar sögunnar.“ Þegar New Horizons var skotið á loft þurfti geimfarið að ná rúmlega 58 þúsund kílómetra hraða á klukkustund til að sleppa frá Jörðu. Um leið og það gerðist var slökkt á vélunum og geimfarið þaut í átt að Plútó. Þannig að New Horizons æðir nú í átt að Plútó á 47-földum hljóðhraða og hefur ferðast 4,8 milljarða kílómetra á 0 krónum á lítrann, þökk sé Newton. Kostnaður verkefnisins nemur reyndar 91 milljarði króna. New Horizon skotið á loft í janúar 2006mynd/nasa Tímamót Þann 14. júlí næstkomandi mun New Horizons æða fram hjá Plútó og taka ljósmyndir í návígi (í 10 þúsund kílómetra fjarlægð frá Plútó) og í kjölfarið halda á vit ævintýranna í Kuiper-beltinu. Plútó og Kuiper-beltið eru dularfull fyrirbæri en líkur eru á að gögnin frá New Horizons muni varpa ljósi á uppruna þeirra og þar með uppruna sólkerfisins. Litlar, ísilagðar dvergreikistjörnur eru líklega algengustu plánetur alheimsins. „New Horizons-verkefnið mun bylta skilningi okkar á hvernig reikistjörnur haga sér í Kuiperbeltinu,“ sagði William McKinnon hjá Washington-háskóla. „Við erum á leiðinni að hinni dæmigerði plánetu í Kuiper-beltinu.“ Eftir náin kynni við Plútó mun New Horizons halda í átt að öðrum dvergreikistjörnum í Kuiperbeltinu. Hvort það verkefni verði að veruleika veltur á því hvort fjármagn fáist frá NASA. „Frá vísindalegum sjónarhóli er þetta verkefni ekki ólíkt því sem við höfum gert með geimkanna á sporbraut um aðrar plánetur. Þó svo að New Horizons yfirgefi Plútó mun hann halda áfram að senda okkur gögn. Þau munu í raun halda áfram að koma í 16 mánuði,“ sagði McKinnon. Plútó Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Eins og allir áhugamenn um sólkerfið okkar ágæta vita þá hefur Plútó ekki átt sjö dagana sæla frá því að hann var uppgötvaður árið 1930. Stjörnufræðingar hópast reglulega saman á fjölmennum ráðstefnum til að endurskilgreina dvergreikistjörnuna (og djamma, auðvitað). Þannig hefur eðli Plútós ávallt verið á reiki – hann er nánast orðin að óræðum hlut. Uppgötvun stjörnufræðingsins Clydes W. Tombaugh árið 1930 var auðvitað stórmerkileg. Skyndilega fjölgaði plánetunum í sólkerfinu um eina og voru nú níu talsins. Sjálft nafnið kom stuttu seinna. Ellefu ára gömul stúlka, Venetia Burney, á heiðurinn af því. Venetia var hrifin af klassískri goðafræði og skýrði reikistjörnuna Plútó í höfuðið á undirheimaguðinum. Ekkert Disney-kjaftæði hjá Venetiu litlu. Plútó: Brothætt sál Plútó var uppáhald allra og naut sín í faðmi stóru systkina sinna. Þessu James Dean-tímabili Plútós lauk endanlega árið 2007 þegar stjörnufræðingar færðu hann í nýjan flokk. Plútó varð fyrsta dvergreikistjarnan, mikið feimnismál meðal himintunglanna. Þó svo að deilt sé um skilgreiningar þá er Plútó einstaklega áhugavert fyrirbæri. Dvergreikistjarnan er, líkt og plánetur sólkerfisins, á sporöskjulaga braut um sólu og uppfyllir þar með fyrsta af þremur skilyrðum fyrir skilgreiningunni pláneta. Þegar mest lætur er Plútó í 7,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá Jörðu. Það tekur Plútó 248 ár að fara einn hring um sólu. Plútó hefur farið þriðjung þeirrar leiðar síðan hann var uppgötvaður fyrir 85 árum. Plútó uppfyllir síðan annað skilyrðið sem tekur til massa, þyngdarkrafts og lögunar. Þó svo að massi Plútós sé í kringum 1,31 x 1.022 kg (0,24% af massa Jarðar) þá er hann sannarlega hnöttur. Þrátt fyrir að hafa nægilegan massa til að taka á sig hefðbundna mynd reikistjörnu hefur Plútó ekki getað „hreinsað“ umhverfi sitt og fellur þar með á prófi stjörnufræðinga. Þessi staðreynd og uppgötvun Kuiper-beltisins árið 1992 gefur til kynna að Plútó sé í raun reikisteinn, einn af útvörðum sólkerfisins og á rætur að rekja til hnullunga sem mynduðust þegar efnisþokur tóku að þéttast og mynda reikistjörnur á árdögum sólkerfisins. Ísilögð veröld Vegna fjarlægðar Plútós frá Jörðu hefur reynst erfitt að skera úr um stærð hans og aðra eiginleika. Líklega er þvermál Plútós einn þriðji af þvermáli Jarðar. Yfirborðið ísilagt og meðalhitastig þægilegar 225°C (alkul er 273,15°C). Svo það gæti verið að flóknar lífrænar sameindir séu til staðar á Plútó og andrúmsloft, þótt ótrúlegt megi virðast, sem samanstendur af köfnunarefni, metani og koltvísýringi. „Þegar rannsóknir á plánetum eru annars vegar þá er Plútó Everestfjall,“ sagði Alan Stern, yfirmaður rannsókna hjá New Horizons-verkefninu, á blaðamannafundi fyrr í þessum mánuði. „Þetta verkefni markar endalok fyrstu rannsókna á reikistjörnunum. Við erum komin á fjarlægasta áfangastaðinn með hraðskreiðasta geimfar sögunnar.“ Þegar New Horizons var skotið á loft þurfti geimfarið að ná rúmlega 58 þúsund kílómetra hraða á klukkustund til að sleppa frá Jörðu. Um leið og það gerðist var slökkt á vélunum og geimfarið þaut í átt að Plútó. Þannig að New Horizons æðir nú í átt að Plútó á 47-földum hljóðhraða og hefur ferðast 4,8 milljarða kílómetra á 0 krónum á lítrann, þökk sé Newton. Kostnaður verkefnisins nemur reyndar 91 milljarði króna. New Horizon skotið á loft í janúar 2006mynd/nasa Tímamót Þann 14. júlí næstkomandi mun New Horizons æða fram hjá Plútó og taka ljósmyndir í návígi (í 10 þúsund kílómetra fjarlægð frá Plútó) og í kjölfarið halda á vit ævintýranna í Kuiper-beltinu. Plútó og Kuiper-beltið eru dularfull fyrirbæri en líkur eru á að gögnin frá New Horizons muni varpa ljósi á uppruna þeirra og þar með uppruna sólkerfisins. Litlar, ísilagðar dvergreikistjörnur eru líklega algengustu plánetur alheimsins. „New Horizons-verkefnið mun bylta skilningi okkar á hvernig reikistjörnur haga sér í Kuiperbeltinu,“ sagði William McKinnon hjá Washington-háskóla. „Við erum á leiðinni að hinni dæmigerði plánetu í Kuiper-beltinu.“ Eftir náin kynni við Plútó mun New Horizons halda í átt að öðrum dvergreikistjörnum í Kuiperbeltinu. Hvort það verkefni verði að veruleika veltur á því hvort fjármagn fáist frá NASA. „Frá vísindalegum sjónarhóli er þetta verkefni ekki ólíkt því sem við höfum gert með geimkanna á sporbraut um aðrar plánetur. Þó svo að New Horizons yfirgefi Plútó mun hann halda áfram að senda okkur gögn. Þau munu í raun halda áfram að koma í 16 mánuði,“ sagði McKinnon.
Plútó Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira