Einelti er á ábyrgð fullorðinna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 20. janúar 2015 07:00 Reglulega koma fram einstaklingar sem segja sögu sína af skelfilegu einelti, jafnvel einstaklingar sem enn eru á barnsaldri og hafa þurft að þola einelti árum saman, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Að loknum skóladegi hefur netið svo séð til þess að heimilið er ekki lengur griðastaður. Jafnvel þó einelti sé algengast á miðstigi grunnskóla, geta rætur þess legið alveg niður í leikskóla og afleiðingarnar þurrkast svo sannarlega ekki út þegar eineltið hættir. Eftir situr einstaklingur með brotna sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem getur tekið mörg ár eða áratugi að líma saman. Ábyrgð okkar sem fullorðin eru, foreldra og þeirra sem vinna með börnum, er mikil. Komum í veg fyrir einelti Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Á því byggjast gildi Vináttuverkefnis Barnaheilla, forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum. Í Vináttu er unnið með tilfinningar, samkennd, góðan skólabrag, umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki. Börn eru þjálfuð í að setja sér og öðrum mörk og bregðast við órétti sem þau eða félagar þeirra verða fyrir. Verkefnið byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og hefur frá árinu 2007 verið notað í leikskólum í Danmörku og víðar og nefnist Fri for mobberi á dönsku. Rannsóknir í Danmörku sýna mikla ánægju og árangur af efninu. Foreldrar barnanna þrýsta gjarnan á grunnskólana að taka það upp. Nokkrir leikskólar á Íslandi vinna nú með Vináttu. Það er stefna okkar hjá Barnaheillum að geta boðið öllum leikskólum landsins að vinna með verkefnið og stuðla þannig að samfélagi þar sem einelti fær ekki þrifist. Þá muni frásagnir af skelfilegu einelti brátt heyra sögunni til. Það er hægt með breyttu hugarfari, nýjum vinnubrögðum og samstarfi. Hvar þrífst einelti? Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein sem þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum og þar sem ákveðin viðmið eru um hvað sé rétt eða rangt, hvað má og hvað ekki. Reglurnar eigi þó bara við um suma og er jafnvel breytt eftir hentugleika. Skortur er á samhygð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Sumir fá að vera hluti hópsins en aðrir eru óæskilegir eða útilokaðir. Þeir sem standa hjá þora ekki að bregðast við af ótta við að hljóta sömu örlög. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd. Börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Ábyrgð hinna fullorðnu Vinátta leggur mikla áherslu á vinnu með foreldrum og starfsfólki til að auka færni þeirra við að styrkja barnahópinn. Hinir fullorðnu þurfa að vera góðar fyrirmyndir barnanna í orði og verki. Þeir þurfa jafnframt að skoða viðhorf sín til annarra barna og foreldra þeirra og gæta þess hvernig þeir tala um þá. Börnin verða að geta treyst þeim og vera viss um að þeir bregðist við á réttan hátt ef þau segja frá órétti. Það er á ábyrgð hinna fullorðnu að koma í veg fyrir einelti, að tryggja góðan félagsanda og skólabrag, að börnin eigi eitthvað sameiginlegt og að hver og einn geti alltaf reynst góður félagi. Þannig finna börnin fyrir öryggi og vellíðan, þroskast og byggja upp sjálfstraust. Því er mikilvægt að foreldrar og starfsfólk skóla vinni markvisst að því að samfélag barnanna sé öllum börnum vinveitt, að öll börn fái að njóta sín og þroskast á eigin forsendum. Einelti er ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Reglulega koma fram einstaklingar sem segja sögu sína af skelfilegu einelti, jafnvel einstaklingar sem enn eru á barnsaldri og hafa þurft að þola einelti árum saman, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Að loknum skóladegi hefur netið svo séð til þess að heimilið er ekki lengur griðastaður. Jafnvel þó einelti sé algengast á miðstigi grunnskóla, geta rætur þess legið alveg niður í leikskóla og afleiðingarnar þurrkast svo sannarlega ekki út þegar eineltið hættir. Eftir situr einstaklingur með brotna sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem getur tekið mörg ár eða áratugi að líma saman. Ábyrgð okkar sem fullorðin eru, foreldra og þeirra sem vinna með börnum, er mikil. Komum í veg fyrir einelti Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Á því byggjast gildi Vináttuverkefnis Barnaheilla, forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum. Í Vináttu er unnið með tilfinningar, samkennd, góðan skólabrag, umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki. Börn eru þjálfuð í að setja sér og öðrum mörk og bregðast við órétti sem þau eða félagar þeirra verða fyrir. Verkefnið byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og hefur frá árinu 2007 verið notað í leikskólum í Danmörku og víðar og nefnist Fri for mobberi á dönsku. Rannsóknir í Danmörku sýna mikla ánægju og árangur af efninu. Foreldrar barnanna þrýsta gjarnan á grunnskólana að taka það upp. Nokkrir leikskólar á Íslandi vinna nú með Vináttu. Það er stefna okkar hjá Barnaheillum að geta boðið öllum leikskólum landsins að vinna með verkefnið og stuðla þannig að samfélagi þar sem einelti fær ekki þrifist. Þá muni frásagnir af skelfilegu einelti brátt heyra sögunni til. Það er hægt með breyttu hugarfari, nýjum vinnubrögðum og samstarfi. Hvar þrífst einelti? Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein sem þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum og þar sem ákveðin viðmið eru um hvað sé rétt eða rangt, hvað má og hvað ekki. Reglurnar eigi þó bara við um suma og er jafnvel breytt eftir hentugleika. Skortur er á samhygð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Sumir fá að vera hluti hópsins en aðrir eru óæskilegir eða útilokaðir. Þeir sem standa hjá þora ekki að bregðast við af ótta við að hljóta sömu örlög. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd. Börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Ábyrgð hinna fullorðnu Vinátta leggur mikla áherslu á vinnu með foreldrum og starfsfólki til að auka færni þeirra við að styrkja barnahópinn. Hinir fullorðnu þurfa að vera góðar fyrirmyndir barnanna í orði og verki. Þeir þurfa jafnframt að skoða viðhorf sín til annarra barna og foreldra þeirra og gæta þess hvernig þeir tala um þá. Börnin verða að geta treyst þeim og vera viss um að þeir bregðist við á réttan hátt ef þau segja frá órétti. Það er á ábyrgð hinna fullorðnu að koma í veg fyrir einelti, að tryggja góðan félagsanda og skólabrag, að börnin eigi eitthvað sameiginlegt og að hver og einn geti alltaf reynst góður félagi. Þannig finna börnin fyrir öryggi og vellíðan, þroskast og byggja upp sjálfstraust. Því er mikilvægt að foreldrar og starfsfólk skóla vinni markvisst að því að samfélag barnanna sé öllum börnum vinveitt, að öll börn fái að njóta sín og þroskast á eigin forsendum. Einelti er ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar