Á hátíðinni verða veittar alls 28 Eddustyttur og eru verðlaunin veitt til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransanum en tilnefningarnar voru kynntar í Bíó Paradís í gær.
Kynnir hátíðarinnar í fyrra var leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, en eftirminnilegt þótti þegar Ólafía hrasaði á sviðinu undir lok kvöldsins er leið hennar lá að trommusetti sem ætlað var að slá botninn í kvöldið.
Hér má sjá myndskeið af umræddu atviki: