Fyrst og fremst er ég Magnús Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2015 14:30 Sigga Ella sýnir portrettmyndir af tuttugu og einum einstaklingi með Downs-heilkenni. Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Þar sýnir Sigga Ella portrettmyndir af tuttugu og einum einstaklingi á aldrinum 9 mánaða til 60 ára með Downs-heilkenni undir yfirskriftinni „Fyrst og fremst er ég“. Í þessari sýningu veltir Sigga Ella upp siðferðislegum álitamálum þess að nýta sér tæknina til þess að velja einstaklinga, einn frekar en annan til þess að vera til. Hún leggur áherslu á að sér finnist þessar siðferðisspurningar umhugsunarverðar. „Hvert stefnum við? Er hugsanlega stefnt að því að útrýma fólki með Downs-heilkenni?“ Þá vakti grein eftir Halldóru Jónsdóttur sérstakan áhuga hjá Siggu Ellu. Hún hafði uppi á Halldóru, sem er 30 ára kona með Downs-heilkenni, nemi, starfsmaður á bókasafni, áhugaleikari, tónlistarmaður og fleira. Halldóra vildi vera með í verkefninu en yfirskrift sýningarinnar er sótt í grein Halldóru þar sem hún segir meðal annars: „Ég var að lesa grein í blaði um daginn sem vakti áhuga minn og gerði mig um leið reiða og leiða. Það var kona sem skrifaði eitthvað um það, að það ætti að útrýma öllum sem eru með Downs-heilkenni. Því langar mig að segja mína skoðun. Ég er sjálf með Downs-heilkenni, en FYRST OG FREMST ER ÉG Halldóra. Því hugsa ég: Hver er fullkominn? Hver getur sagt það, að við með Downs-heilkennið séum minna virði en einhver annar. Við erum öll ólík og er það best að allir séu eins?“ Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Þar sýnir Sigga Ella portrettmyndir af tuttugu og einum einstaklingi á aldrinum 9 mánaða til 60 ára með Downs-heilkenni undir yfirskriftinni „Fyrst og fremst er ég“. Í þessari sýningu veltir Sigga Ella upp siðferðislegum álitamálum þess að nýta sér tæknina til þess að velja einstaklinga, einn frekar en annan til þess að vera til. Hún leggur áherslu á að sér finnist þessar siðferðisspurningar umhugsunarverðar. „Hvert stefnum við? Er hugsanlega stefnt að því að útrýma fólki með Downs-heilkenni?“ Þá vakti grein eftir Halldóru Jónsdóttur sérstakan áhuga hjá Siggu Ellu. Hún hafði uppi á Halldóru, sem er 30 ára kona með Downs-heilkenni, nemi, starfsmaður á bókasafni, áhugaleikari, tónlistarmaður og fleira. Halldóra vildi vera með í verkefninu en yfirskrift sýningarinnar er sótt í grein Halldóru þar sem hún segir meðal annars: „Ég var að lesa grein í blaði um daginn sem vakti áhuga minn og gerði mig um leið reiða og leiða. Það var kona sem skrifaði eitthvað um það, að það ætti að útrýma öllum sem eru með Downs-heilkenni. Því langar mig að segja mína skoðun. Ég er sjálf með Downs-heilkenni, en FYRST OG FREMST ER ÉG Halldóra. Því hugsa ég: Hver er fullkominn? Hver getur sagt það, að við með Downs-heilkennið séum minna virði en einhver annar. Við erum öll ólík og er það best að allir séu eins?“
Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira