Fríverslun og samkeppnisumhverfi Auður Jóhannesdóttir skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Um áramótin var aflögð sérstök skattlagning ýmissar munaðarvöru, s.s. ísskápa og eldavéla, þegar vörugjöldin voru felld úr gildi. Íslenskir neytendur höfðu þegar byrjað að njóta umtalsverðra kjarabóta á haustmánuðum í boði íslenskrar verslunar sem þjófstartaði á skattalækkunina þegar ljóst þótti að hún yrði samþykkt á Alþingi. Við kaupmenn erum almennt í skýjunum yfir þessari breytingu og jafnvel enn glaðari nú þegar óskattlagðar vörur eru byrjaðar að streyma til landsins, enda voru vörugjöldin ógegnsæ með eindæmum og skekktu verulega samkeppnisstöðu okkar við erlenda verslun. En það voru fleiri gleðileg tíðindi fyrir íslenska verslun og íslenska neytendur á síðasta ári því langþráður fríverslunarsamningur við Kína tók gildi og var kynntur með pompi og prakt og byggðar upp væntingar um bætta tíð hjá heimilunum og blóm í haga. En veruleikinn er ekki alveg jafn ljúfur því stærstur hluti þeirrar kínverskt framleiddu vöru sem seld er hér á landi kemur ekki frá kínverskum fyrirtækjum heldur evrópskum/alþjóðlegum og algengast er að vörur hafi millilendingu í evrópskum vöruhúsum áður en þær rata í íslenskar verslanir. Þá gildir fríverslunarsamningurinn einfaldlega ekki þar sem hann á einungis við ef vörur fara beina leið á milli samningslandanna og með þeim fylgi rétta sérprentaða eyðublaðið með rétta stimplinum. Nú má halda því fram að vel sé hægt að komast hjá millilendingu í Evrópu, og vissulega leyfa sumir framleiðendur slíkt þótt algengast sé að miðstýra allri vörudreifingu innan álfunnar, en þá kemur annað til, nefnilega smæð íslenska markaðarins því framleiðslulotur í Kína miðast iðulega við annan raunveruleika en flest verslunarfyrirtæki á örmarkaðinum Íslandi búa við og því verður beinn innflutningur seint fýsilegur nema hjá stærstu verslunarkeðjunum. Svo vörur sem koma til Íslands frá landi innan evrópska efnahagssvæðisins, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, framleiddar í Kína, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, bera enn tvöfaldan toll, fyrst inn í EES og svo aftur við komuna hingað. Lógískt ekki satt? En hver er þá lausnin? Einfaldast væri að leyfa séráritun framleiðanda á reikningi þar sem evrópskur seljandi ábyrgist uppruna vöru í Kína, líkt og gert er með vörur sem framleiddar eru á EES-svæðinu. Afnám þessarar tvítollheimtu er hagsmunamál fyrir íslenska verslun sem á í síaukinni samkeppni við útlönd og er á sama tíma að glíma við hressilega hækkun húsnæðiskostnaðar vegna endurskoðunar á fasteignamati og kröfu um almennar launahækkanir – og væri á sama tíma veruleg búbót fyrir íslenska neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Um áramótin var aflögð sérstök skattlagning ýmissar munaðarvöru, s.s. ísskápa og eldavéla, þegar vörugjöldin voru felld úr gildi. Íslenskir neytendur höfðu þegar byrjað að njóta umtalsverðra kjarabóta á haustmánuðum í boði íslenskrar verslunar sem þjófstartaði á skattalækkunina þegar ljóst þótti að hún yrði samþykkt á Alþingi. Við kaupmenn erum almennt í skýjunum yfir þessari breytingu og jafnvel enn glaðari nú þegar óskattlagðar vörur eru byrjaðar að streyma til landsins, enda voru vörugjöldin ógegnsæ með eindæmum og skekktu verulega samkeppnisstöðu okkar við erlenda verslun. En það voru fleiri gleðileg tíðindi fyrir íslenska verslun og íslenska neytendur á síðasta ári því langþráður fríverslunarsamningur við Kína tók gildi og var kynntur með pompi og prakt og byggðar upp væntingar um bætta tíð hjá heimilunum og blóm í haga. En veruleikinn er ekki alveg jafn ljúfur því stærstur hluti þeirrar kínverskt framleiddu vöru sem seld er hér á landi kemur ekki frá kínverskum fyrirtækjum heldur evrópskum/alþjóðlegum og algengast er að vörur hafi millilendingu í evrópskum vöruhúsum áður en þær rata í íslenskar verslanir. Þá gildir fríverslunarsamningurinn einfaldlega ekki þar sem hann á einungis við ef vörur fara beina leið á milli samningslandanna og með þeim fylgi rétta sérprentaða eyðublaðið með rétta stimplinum. Nú má halda því fram að vel sé hægt að komast hjá millilendingu í Evrópu, og vissulega leyfa sumir framleiðendur slíkt þótt algengast sé að miðstýra allri vörudreifingu innan álfunnar, en þá kemur annað til, nefnilega smæð íslenska markaðarins því framleiðslulotur í Kína miðast iðulega við annan raunveruleika en flest verslunarfyrirtæki á örmarkaðinum Íslandi búa við og því verður beinn innflutningur seint fýsilegur nema hjá stærstu verslunarkeðjunum. Svo vörur sem koma til Íslands frá landi innan evrópska efnahagssvæðisins, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, framleiddar í Kína, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, bera enn tvöfaldan toll, fyrst inn í EES og svo aftur við komuna hingað. Lógískt ekki satt? En hver er þá lausnin? Einfaldast væri að leyfa séráritun framleiðanda á reikningi þar sem evrópskur seljandi ábyrgist uppruna vöru í Kína, líkt og gert er með vörur sem framleiddar eru á EES-svæðinu. Afnám þessarar tvítollheimtu er hagsmunamál fyrir íslenska verslun sem á í síaukinni samkeppni við útlönd og er á sama tíma að glíma við hressilega hækkun húsnæðiskostnaðar vegna endurskoðunar á fasteignamati og kröfu um almennar launahækkanir – og væri á sama tíma veruleg búbót fyrir íslenska neytendur.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun