Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 13:20 Hægrimenn hafa óskaplega gaman af því að vitna í Margréti Thatcher sem einhvern tímann mun hafa sagt að gallinn við sósíalisma væri að á endanum verði maður uppiskroppa með annarra manna peninga til að sólunda. Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna. Sameiginlegir sjóðir landsmanna eru ekki „annarra manna peningar“. Þeir eru peningar okkar allra. Þeim ber að verja í þágu okkar allra. Þrátt fyrir að þetta sé augljóst vex þeirri möntru jafnt og þétt fiskur um hrygg að „ríkisútgjöld“ séu einhver meinsemd í eðli sínu sem halda beri í algjöru lágmarki. Á Íslandi hefur óhemju mikill auður safnast á fárra hendur. Þessum auði fylgja völd, til að mynda ógnarvald yfir atvinnuöryggi heilla byggðarlaga. Þetta bitnar á lýðræðinu þar sem fólk óttast að styggja nútímalénsherrann með óvinsælum skoðunum eða jafnvel verða fyrir félagslegri útskúfun fyrir að vera ógn við afkomuöryggið á staðnum. Í krafti þessa auðs hefur líka verið seilst til valda í fjölmiðlum til að komast yfir dagskrárvaldið sem því fylgir. Auðvaldinu er sama þótt það tapi stórfé á fjölmiðlum í sinni eigu, valdið sem það fær yfir umræðunni er hverrar krónu virði. Og umræðan fer allt of oft í það far sem auðvaldinu hentar. Þannig er því nú þannig varið að hver sá sem tekur undir möntruna um hin illu „ríkisútgjöld“ er álitinn góður og gegn og enginn spyr hvar eigi að skera niður í velferðarkerfi sem þegar liggur í ræmum eftir niðurskurðaræði stjórnvalda. En segist einhver ætla að stórauka ríkisútgjöld er viðkomandi stillt upp við vegg og yfirheyrður í þaula um það hvar hann ætli að fá hverja krónu í þá ósvinnu, eins og hann sé að mæta spænska rannsóknarréttinum. Við sósíalistar höfum á hinn bóginn svör á reiðum höndum varðandi það hvernig við viljum stækka sameiginlega sjóði okkar. Við viljum lækka skatta á lægstu tekjur og millitekjur en stórauka þá á það sem aflögufærastir eru. Við tölum fyrir auðlegðarskatti sem leggjast mun á ríkasta 1% landsmanna. Spyrjum þá sem eru andvígir því hverjum þeir séu eiginlega að þjóna, almenningi eða auðvaldinu. Við tölum fyrir framfærsluviðmiði sem lægstu laun og bætur skuli aldrei fara niður fyrir. Við tölum fyrir því að fjármagnstekjur séu skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur (með sams konar frítekjumarki). Við tölum fyrir þrepaskiptum eignaskatti með eðlilegu frí-eignamarki og hækkandi álagi eftir því sem eignirnar verða fleiri og stærri. Og loks tölum við fyrir því að arðurinn af sameiginlegum auðlindum okkar, gæðum lands og sjávar, renni í sameiginlega sjóði okkar en ekki í vasa þeirra ríkustu. Undanfarna áratugi hafa stjórnvöld grímulaust gengið erinda auðvaldsins gagnvart almenningi. Skattar hafa lækkað á hæstu tekjur en stóraukist á þær lægstu með þeim afleiðingum að í Reykjavík alast 10.000 börn upp í fátækt, tæp 20% níu ára barna hafa reynslu af því að fara svöng í rúmið af því að það var ekki til matur á heimilinu og 15.000 eldri borgarar hafa um 100.000 krónum minna á mánuði en lágmarkslaun til ráðstöfunar til að halda sér á lífi. Þessu verður að breyta. Efist einhver um að ríkisvaldið sé í rassvasanum á auðvaldinu skulum við rifja upp viðbrögð þáverandi sjávarútvegsráðherra þegar upp komst um stórfelldar mútur Samherja í Namibíu. Þá hringdi hann ekki í namibísk stjórnvöld til að bjóða aðstoð íslenskra stjórnvalda við að upplýsa málið. Nei, hann hringdi í vin sinn hjá Samherja, þar sem hann sjálfur hafði gegnt stöðu stjórnarformanns, og spurði hvernig honum liði. Stjórnsýslulegt vanhæfi hans til að gegna embættinu vegna vinatengsla og skýrra hagsmunaárekstra er augljóslega hafið yfir allan vafa. En auðvaldið sér það hvorki né skilur. Bjarni Benediktsson lét einhvern tímann hafa það eftir sér að kakan væri ekki nógu stór og greip þar til myndlíkingar úr eftirlætis áhugamáli sínu; kökuskreytingum. Bakarinn veit hins vegar að ef kakan er ekki nógu stór til að allir fái nóg þá bakar maður aðra stærri. Hagsýna húsmóðirin áttar sig hins vegar á því að kakan er alveg nógu stór, henni er bara skipt með ranglátum hætti. Sósíalistar vilja baka nógu stóra köku til að allir fá nóg og skipta henni á réttlátan hátt. Við viljum stórauka það fjármagn varið er úr sameiginlegum sjóðum okkar í að byggja hér aftur upp öflugt velferðarkerfi eftir skemmdarverka- og eyðileggingarstarfsemi stjórnvalda sl. 30 ár eða þar um bil. Við teljum sameiginlegum fjármunum okkar allra betur varið í það en í að múta Namibíumönnum. Ríkisvaldið á að þjóna almenningi gagnvart auðvaldinu, ekki öfugt eins og nú er. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Suðversturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Hægrimenn hafa óskaplega gaman af því að vitna í Margréti Thatcher sem einhvern tímann mun hafa sagt að gallinn við sósíalisma væri að á endanum verði maður uppiskroppa með annarra manna peninga til að sólunda. Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna. Sameiginlegir sjóðir landsmanna eru ekki „annarra manna peningar“. Þeir eru peningar okkar allra. Þeim ber að verja í þágu okkar allra. Þrátt fyrir að þetta sé augljóst vex þeirri möntru jafnt og þétt fiskur um hrygg að „ríkisútgjöld“ séu einhver meinsemd í eðli sínu sem halda beri í algjöru lágmarki. Á Íslandi hefur óhemju mikill auður safnast á fárra hendur. Þessum auði fylgja völd, til að mynda ógnarvald yfir atvinnuöryggi heilla byggðarlaga. Þetta bitnar á lýðræðinu þar sem fólk óttast að styggja nútímalénsherrann með óvinsælum skoðunum eða jafnvel verða fyrir félagslegri útskúfun fyrir að vera ógn við afkomuöryggið á staðnum. Í krafti þessa auðs hefur líka verið seilst til valda í fjölmiðlum til að komast yfir dagskrárvaldið sem því fylgir. Auðvaldinu er sama þótt það tapi stórfé á fjölmiðlum í sinni eigu, valdið sem það fær yfir umræðunni er hverrar krónu virði. Og umræðan fer allt of oft í það far sem auðvaldinu hentar. Þannig er því nú þannig varið að hver sá sem tekur undir möntruna um hin illu „ríkisútgjöld“ er álitinn góður og gegn og enginn spyr hvar eigi að skera niður í velferðarkerfi sem þegar liggur í ræmum eftir niðurskurðaræði stjórnvalda. En segist einhver ætla að stórauka ríkisútgjöld er viðkomandi stillt upp við vegg og yfirheyrður í þaula um það hvar hann ætli að fá hverja krónu í þá ósvinnu, eins og hann sé að mæta spænska rannsóknarréttinum. Við sósíalistar höfum á hinn bóginn svör á reiðum höndum varðandi það hvernig við viljum stækka sameiginlega sjóði okkar. Við viljum lækka skatta á lægstu tekjur og millitekjur en stórauka þá á það sem aflögufærastir eru. Við tölum fyrir auðlegðarskatti sem leggjast mun á ríkasta 1% landsmanna. Spyrjum þá sem eru andvígir því hverjum þeir séu eiginlega að þjóna, almenningi eða auðvaldinu. Við tölum fyrir framfærsluviðmiði sem lægstu laun og bætur skuli aldrei fara niður fyrir. Við tölum fyrir því að fjármagnstekjur séu skattlagðar eins og hverjar aðrar tekjur (með sams konar frítekjumarki). Við tölum fyrir þrepaskiptum eignaskatti með eðlilegu frí-eignamarki og hækkandi álagi eftir því sem eignirnar verða fleiri og stærri. Og loks tölum við fyrir því að arðurinn af sameiginlegum auðlindum okkar, gæðum lands og sjávar, renni í sameiginlega sjóði okkar en ekki í vasa þeirra ríkustu. Undanfarna áratugi hafa stjórnvöld grímulaust gengið erinda auðvaldsins gagnvart almenningi. Skattar hafa lækkað á hæstu tekjur en stóraukist á þær lægstu með þeim afleiðingum að í Reykjavík alast 10.000 börn upp í fátækt, tæp 20% níu ára barna hafa reynslu af því að fara svöng í rúmið af því að það var ekki til matur á heimilinu og 15.000 eldri borgarar hafa um 100.000 krónum minna á mánuði en lágmarkslaun til ráðstöfunar til að halda sér á lífi. Þessu verður að breyta. Efist einhver um að ríkisvaldið sé í rassvasanum á auðvaldinu skulum við rifja upp viðbrögð þáverandi sjávarútvegsráðherra þegar upp komst um stórfelldar mútur Samherja í Namibíu. Þá hringdi hann ekki í namibísk stjórnvöld til að bjóða aðstoð íslenskra stjórnvalda við að upplýsa málið. Nei, hann hringdi í vin sinn hjá Samherja, þar sem hann sjálfur hafði gegnt stöðu stjórnarformanns, og spurði hvernig honum liði. Stjórnsýslulegt vanhæfi hans til að gegna embættinu vegna vinatengsla og skýrra hagsmunaárekstra er augljóslega hafið yfir allan vafa. En auðvaldið sér það hvorki né skilur. Bjarni Benediktsson lét einhvern tímann hafa það eftir sér að kakan væri ekki nógu stór og greip þar til myndlíkingar úr eftirlætis áhugamáli sínu; kökuskreytingum. Bakarinn veit hins vegar að ef kakan er ekki nógu stór til að allir fái nóg þá bakar maður aðra stærri. Hagsýna húsmóðirin áttar sig hins vegar á því að kakan er alveg nógu stór, henni er bara skipt með ranglátum hætti. Sósíalistar vilja baka nógu stóra köku til að allir fá nóg og skipta henni á réttlátan hátt. Við viljum stórauka það fjármagn varið er úr sameiginlegum sjóðum okkar í að byggja hér aftur upp öflugt velferðarkerfi eftir skemmdarverka- og eyðileggingarstarfsemi stjórnvalda sl. 30 ár eða þar um bil. Við teljum sameiginlegum fjármunum okkar allra betur varið í það en í að múta Namibíumönnum. Ríkisvaldið á að þjóna almenningi gagnvart auðvaldinu, ekki öfugt eins og nú er. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Suðversturkjördæmi.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun