Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 16:02 Suðurkjördæmi er með víðfemari kjördæmum landsins og það býr við hvað mestu umferðina. Við í Miðflokknum sjáum að staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og aukningar á umferð. Það er augljóst að mikilvægt er að verja raunverulegum skatttekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og rjúfa kyrrstöðuna á landsbyggðinni þegar kemur að vegamálum. Miðflokkurinn ætlar að bregðast við þessari stöðu á þjóðvegunum og fara að framkvæma fær hann brautargengi til þess. Við viljum til dæmis gera staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæmda innan þeirra með heildstæðum hætti. Það er ein leið til þess að koma hlutunum hratt áfram. Þar skiptir miklu fyrir okkur sem ferðumst um svæðið frá Vík að Höfn að fá nýjan láglendisveg um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Slík framkvæmd myndi ekki aðeins stuðla að umferðaröryggi og greiðfærni heldur líka nýtast fólk sem er að ferðast alla leið austur á firði sem og stuðla að uppbyggingu hringvegarins um Mýrdal. Fjármagn ríkisins á ekki að fara í kostnaðarsama borgarlínu, Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um hana eins og þær liggja fyrir. Það sem þarf eru einfaldar og hagkvæmar útfærslur á almenningssamgöngum. Það minnkar rask og fer betur með annarri umferð sem er þegar til staðar. Við í Miðflokkum viljum sjá að flugstarfsemi geti blómstrað í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar en jafnframt að Keflavíkurflugvöllur verði meginflugvöllur landsins. Miðflokkurinn mun beita skynsemi í samgöngumálum. Til þess að Miðflokkurinn komist í aðstöðu til þess að breyta þessu er mikilvægt að greiða honum atkvæði 30. nóvember nk. Við vonumst eftir þínum stuðning! Hér má kynna sér stefnu Miðflokksins í samgöngumálum og aðrar kosningaráherslur. Höfundur er áhugakona um samgöngubætur og situr í 5.sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Suðurkjördæmi er með víðfemari kjördæmum landsins og það býr við hvað mestu umferðina. Við í Miðflokknum sjáum að staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og aukningar á umferð. Það er augljóst að mikilvægt er að verja raunverulegum skatttekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og rjúfa kyrrstöðuna á landsbyggðinni þegar kemur að vegamálum. Miðflokkurinn ætlar að bregðast við þessari stöðu á þjóðvegunum og fara að framkvæma fær hann brautargengi til þess. Við viljum til dæmis gera staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæmda innan þeirra með heildstæðum hætti. Það er ein leið til þess að koma hlutunum hratt áfram. Þar skiptir miklu fyrir okkur sem ferðumst um svæðið frá Vík að Höfn að fá nýjan láglendisveg um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Slík framkvæmd myndi ekki aðeins stuðla að umferðaröryggi og greiðfærni heldur líka nýtast fólk sem er að ferðast alla leið austur á firði sem og stuðla að uppbyggingu hringvegarins um Mýrdal. Fjármagn ríkisins á ekki að fara í kostnaðarsama borgarlínu, Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um hana eins og þær liggja fyrir. Það sem þarf eru einfaldar og hagkvæmar útfærslur á almenningssamgöngum. Það minnkar rask og fer betur með annarri umferð sem er þegar til staðar. Við í Miðflokkum viljum sjá að flugstarfsemi geti blómstrað í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar en jafnframt að Keflavíkurflugvöllur verði meginflugvöllur landsins. Miðflokkurinn mun beita skynsemi í samgöngumálum. Til þess að Miðflokkurinn komist í aðstöðu til þess að breyta þessu er mikilvægt að greiða honum atkvæði 30. nóvember nk. Við vonumst eftir þínum stuðning! Hér má kynna sér stefnu Miðflokksins í samgöngumálum og aðrar kosningaráherslur. Höfundur er áhugakona um samgöngubætur og situr í 5.sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar