Skrillex kom sérstaklega til Íslands til að hlusta á Diktu Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Atli Kjartansson skrifa 11. febrúar 2015 08:00 „Dikta, kannastu við þá hljómsveit? Bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex er á leið til landsins. Hann er einn af fjölmörgum listamönnum sem koma til með að leika á Sónar Reykjavík hátíðinni sem hefst á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skrillex heimsækir landið. Árið 2007 kom hann hingað gagngert í þeim tilgangi að hlusta á hljómsveitina Diktu. „Dikta, kannastu við þá hljómsveit?“ er svar Skrillex þegar blaðamaður spyr hvort hann hafi heimsótt Ísland áður. Því var að sjálfsögðu játað enda Dikta sæmilega stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. „Ég vann með manni sem var að velta þeim fyrir sér og við fórum að hlusta á þá spila,“ segir Skrillex. „Ég man ágætlega eftir þeim, þeir voru fínir.“ Dvöl hans á Íslandi hafi ekki verið löng en hann hafi þó náð að dýfa sér í Bláa Lónið. Skrillex lendir hér á landi seint á laugardag og ætlar að verja hér eins miklum tíma og hann getur. „Ég vona að ég nái þremur dögum. Ég ætla aftur í Bláa Lónið og heilsa upp á íslenska vini mína.“ Meðal þeirra sem þar eru nefndir til sögunnar eru Björk, Sigtryggur Baldursson og meðlimir Diktu.Haukur Heiðar HaukssonHaukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, man vel eftir heimsókn Skrillex hingað til lands. „Já, við fengum skilaboð frá upptökustjóra sem heitir Ross Robinson. Hann var maðurinn á bakvið Korn, Limp Bizkit og Slipknot, svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar. Hann hafði áhuga á að vinna með okkur og kom hingað til lands gagngert til þess að sjá okkur spila,“ rifjar Haukur upp og bætir við: „Og hann var með aðstoðarmann með sér að nafni Sonny Johnny More, sem kallar sig Skrillex í dag.“ Hann segir þá Skrillex og Ross Robinson hafa lagt á sig mikið ferðalag til að sjá og hlusta á Diktu. „Þeir ferðuðust í sjötíu og eitthvað klukkustundir bara til þess að vera með okkur í einhverjar sjö klukkustundir. Þeir komu með okkur í æfingahúsnæðið okkar og við fórum út að borða með þeim,“ útskýrir Haukur. Hann segir að ekkert hafi orðið af samstarfinu með Ross Robinson því þegar gengi krónunnar hrundi hafi sveitin ekki haft efni á Robinson, þrátt fyrir að hann gæfi þeim ríflegan afslátt. Haukur segir jafnframt þeir hafi verið í sambandi við og við síðan Skrillex heimsótti strákana í Diktu. „Við ætlum að hittast á laugardaginn þegar hann er búinn að spila og ég er búinn að taka þátt í undankeppni Eurovision,“ útskýrir Haukur en hann er kominn í lokakeppni Eurovision með lagið Milljón augnablik. Ítarlegra viðtal við Skrillex birtist á Vísi síðar í dag. Sónar Tengdar fréttir Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13 Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00 Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26 Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex er á leið til landsins. Hann er einn af fjölmörgum listamönnum sem koma til með að leika á Sónar Reykjavík hátíðinni sem hefst á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skrillex heimsækir landið. Árið 2007 kom hann hingað gagngert í þeim tilgangi að hlusta á hljómsveitina Diktu. „Dikta, kannastu við þá hljómsveit?“ er svar Skrillex þegar blaðamaður spyr hvort hann hafi heimsótt Ísland áður. Því var að sjálfsögðu játað enda Dikta sæmilega stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. „Ég vann með manni sem var að velta þeim fyrir sér og við fórum að hlusta á þá spila,“ segir Skrillex. „Ég man ágætlega eftir þeim, þeir voru fínir.“ Dvöl hans á Íslandi hafi ekki verið löng en hann hafi þó náð að dýfa sér í Bláa Lónið. Skrillex lendir hér á landi seint á laugardag og ætlar að verja hér eins miklum tíma og hann getur. „Ég vona að ég nái þremur dögum. Ég ætla aftur í Bláa Lónið og heilsa upp á íslenska vini mína.“ Meðal þeirra sem þar eru nefndir til sögunnar eru Björk, Sigtryggur Baldursson og meðlimir Diktu.Haukur Heiðar HaukssonHaukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, man vel eftir heimsókn Skrillex hingað til lands. „Já, við fengum skilaboð frá upptökustjóra sem heitir Ross Robinson. Hann var maðurinn á bakvið Korn, Limp Bizkit og Slipknot, svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar. Hann hafði áhuga á að vinna með okkur og kom hingað til lands gagngert til þess að sjá okkur spila,“ rifjar Haukur upp og bætir við: „Og hann var með aðstoðarmann með sér að nafni Sonny Johnny More, sem kallar sig Skrillex í dag.“ Hann segir þá Skrillex og Ross Robinson hafa lagt á sig mikið ferðalag til að sjá og hlusta á Diktu. „Þeir ferðuðust í sjötíu og eitthvað klukkustundir bara til þess að vera með okkur í einhverjar sjö klukkustundir. Þeir komu með okkur í æfingahúsnæðið okkar og við fórum út að borða með þeim,“ útskýrir Haukur. Hann segir að ekkert hafi orðið af samstarfinu með Ross Robinson því þegar gengi krónunnar hrundi hafi sveitin ekki haft efni á Robinson, þrátt fyrir að hann gæfi þeim ríflegan afslátt. Haukur segir jafnframt þeir hafi verið í sambandi við og við síðan Skrillex heimsótti strákana í Diktu. „Við ætlum að hittast á laugardaginn þegar hann er búinn að spila og ég er búinn að taka þátt í undankeppni Eurovision,“ útskýrir Haukur en hann er kominn í lokakeppni Eurovision með lagið Milljón augnablik. Ítarlegra viðtal við Skrillex birtist á Vísi síðar í dag.
Sónar Tengdar fréttir Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13 Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00 Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26 Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13
Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00
Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26