Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, skrifuðu í gær undir samstarfssamninga um Smáþjóðaleikana 2015.
Um er að ræða íþróttakeppni með þátttöku smáþjóða í Evrópu í Reykjavík dagana 1. til 6. júní næstkomandi. Þjóðirnar sem taka þátt eru Ísland, San Marínó, Andorra, Mónakó, Malta, Liechtenstein, Kýpur, Svartfjallaland og Lúxemborg.
