Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Konan verður í vikulöngu gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Fréttablaðið/Stefán Rannsóknarlögreglumenn og tæknideild lögreglu voru enn að rannsaka vettvang morðs í kjallaraíbúð á Skúlaskeiði 24 snemma á mánudag, þar sem kona á sextugsaldri er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana. Tilkynning um málið barst lögreglu um þrjúleytið á laugardag í gegnum Neyðarlínuna. Á manninum var djúpt stungusár við hjartastað og strax vaknaði grunur um að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Ekki hafa fengist skýringar á ástæðum þess að svo langur tími leið.Í einhverri óreglu Parið flutti í kjallaraíbúðina fyrir tveimur mánuðum. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. „Þau voru í einhverri óreglu en ég varð annars lítið var við þau því ég er mikið fjarri vegna ferðalaga. Þau höfðu búið í íbúðinni í skamman tíma.“Tæknideild lögreglunnar fór vandlega yfir vettvang morðsins. Þetta er annað morðið í götunni á fáum árum.Fréttablaðið/VilhelmLeigusali íbúðarinnar vissi ekki annað en að konan byggi ein í íbúðinni. Konan leigði kjallara hússins, sem er ósamþykkt íbúð, og er ekki skráð hjá Fasteignamati ríkisins. Aðeins tvær íbúðir eru skráðar í húsinu, hvor með sinn eigandann og á hvor þeirra sinn eignarhlut í kjallara hússins. Þar er þvottahús og lítið rými sem er nýtt sem íbúð. „Ég geri ráð fyrir því að rannsókn málsins taki ekki mjög langan tíma,“ sagði Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og sagði ótímabært að skýra nánar frá því sem vitað er um atburðarásina. Hann segist ekki kannast við það að lögregla hafi áður verið kölluð á staðinn.Lengi á vettvangi Margt er óljóst hvað varðar tildrög málsins. Ekki hefur verið skýrt frá því hvert morðvopnið er, þótt ljóst sé að um einhvers konar stunguvopn sé að ræða. Þá hefur ekki enn verið greint frá því hvort konan sjálf hringdi í Neyðarlínuna eftir aðstoð og hvers vegna svo langur tími leið frá því að lögregla mætti á vettvang og þar til hún var leidd út í járnum.Sjá einnig: Hefur hvorki játað né neitað Konan var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á grundvelli rannsóknarhagsmuna og dvelur á Litla-Hrauni. Hún hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, en gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi.Annað morðið í götunni Skúlaskeið í Hafnarfirði er róleg og gamalgróin gata. Hún sveigist utan um Hellisgerði, fallegan lystigarð Hafnfirðinga. Rúm þrjú ár eru frá því annað morð var framið í sömu götu en nokkur hús skilja að húsin tvö þar sem fólkið lést. Árið 2012 banaði Hlífar Vatnar Stefánsson vinkonu sinni, Þóru Eyjalín Gísladóttur. Þau Hlífar Vatnar og Þóra höfðu neytt fíkniefna um allnokkurt skeið áður en hann myrti hana. Talið er að maðurinn sem lést á laugardaginn hafi látist af völdum hnífstungu. Það var einnig tilfellið í málinu fyrir þremur árum. Hlífar var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Faðir Hlífars var skráður eigandi hússins en enginn var skráður til heimilis þar. Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn og tæknideild lögreglu voru enn að rannsaka vettvang morðs í kjallaraíbúð á Skúlaskeiði 24 snemma á mánudag, þar sem kona á sextugsaldri er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana. Tilkynning um málið barst lögreglu um þrjúleytið á laugardag í gegnum Neyðarlínuna. Á manninum var djúpt stungusár við hjartastað og strax vaknaði grunur um að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Ekki hafa fengist skýringar á ástæðum þess að svo langur tími leið.Í einhverri óreglu Parið flutti í kjallaraíbúðina fyrir tveimur mánuðum. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. „Þau voru í einhverri óreglu en ég varð annars lítið var við þau því ég er mikið fjarri vegna ferðalaga. Þau höfðu búið í íbúðinni í skamman tíma.“Tæknideild lögreglunnar fór vandlega yfir vettvang morðsins. Þetta er annað morðið í götunni á fáum árum.Fréttablaðið/VilhelmLeigusali íbúðarinnar vissi ekki annað en að konan byggi ein í íbúðinni. Konan leigði kjallara hússins, sem er ósamþykkt íbúð, og er ekki skráð hjá Fasteignamati ríkisins. Aðeins tvær íbúðir eru skráðar í húsinu, hvor með sinn eigandann og á hvor þeirra sinn eignarhlut í kjallara hússins. Þar er þvottahús og lítið rými sem er nýtt sem íbúð. „Ég geri ráð fyrir því að rannsókn málsins taki ekki mjög langan tíma,“ sagði Kristján Ingi Kristjánsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og sagði ótímabært að skýra nánar frá því sem vitað er um atburðarásina. Hann segist ekki kannast við það að lögregla hafi áður verið kölluð á staðinn.Lengi á vettvangi Margt er óljóst hvað varðar tildrög málsins. Ekki hefur verið skýrt frá því hvert morðvopnið er, þótt ljóst sé að um einhvers konar stunguvopn sé að ræða. Þá hefur ekki enn verið greint frá því hvort konan sjálf hringdi í Neyðarlínuna eftir aðstoð og hvers vegna svo langur tími leið frá því að lögregla mætti á vettvang og þar til hún var leidd út í járnum.Sjá einnig: Hefur hvorki játað né neitað Konan var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á grundvelli rannsóknarhagsmuna og dvelur á Litla-Hrauni. Hún hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, en gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi.Annað morðið í götunni Skúlaskeið í Hafnarfirði er róleg og gamalgróin gata. Hún sveigist utan um Hellisgerði, fallegan lystigarð Hafnfirðinga. Rúm þrjú ár eru frá því annað morð var framið í sömu götu en nokkur hús skilja að húsin tvö þar sem fólkið lést. Árið 2012 banaði Hlífar Vatnar Stefánsson vinkonu sinni, Þóru Eyjalín Gísladóttur. Þau Hlífar Vatnar og Þóra höfðu neytt fíkniefna um allnokkurt skeið áður en hann myrti hana. Talið er að maðurinn sem lést á laugardaginn hafi látist af völdum hnífstungu. Það var einnig tilfellið í málinu fyrir þremur árum. Hlífar var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Faðir Hlífars var skráður eigandi hússins en enginn var skráður til heimilis þar.
Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira