Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópransöngkona og Antonía Hevesi píanóleikari flytja ljóð, bænir og aríur sem tengjast heilagri Maríu á hádegistónleikum í Laugarneskirkju á morgun, föstudag. Einnig flytja þær aríu eftir Mozart.
Hanna Þóra og Antonía hlaupa í skarðið fyrir Bylgju Dís Gunnarsdóttur sópran og Díönu Lind Monzon gítarleikara sem urðu að hætta við boðaða dagskrá vegna veikinda.
Tónleikarnir hefjast klukkan tólf og standa yfir í um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er fimmtán hundruð krónur og ekki er posi á staðnum.
