Skemmtiferðaskip á leiðinni heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2015 08:00 Eyjamenn taka við bikarnum. Vísir/Þórdís Inga Eyjamenn voru búnir að bíða í 24 ár eftir bikarmeistaratitlinum í karlahandboltanum þegar þeir tryggðu sér bikarinn í Höllinni á laugardaginn. ÍBV vann þá FH 23-22 í öðrum endurkomusigri á innan við sólarhring og Eyjamenn geta nú kynnt sig sem Íslands- og bikarmeistara. Grétar Þór Eyþórsson, fyrirliði ÍBV, fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana þessa helgi, allt frá því að fá rauða spjaldið og horfa upp á sitt lið lenda sex mörkum undir í undanúrslitum til þess að lyfta bikarnum innan við sólarhring seinna.Þá horfir þú bara upp í stúku „Ég var alveg farinn í stöðunni 18-12 í undanúrslitaleiknum og horfði bara á bikardrauminn fjara út. Strákarnir eru geðveikir, það eru allir tilbúnir að koma inn á og allir að skila sínu. Ef þú ert eitthvað stressaður þá horfir þú bara upp í stúku og veist að þú ert maðurinn,“ sagði Grétar. „Við kunnum ekkert annað en að hafa gaman. Við erum ekki bestu leikmennirnir en við erum frábær liðsheild og það er öll Eyjan sem er í þessu saman,“ sagði Grétar. En hvað með leikinn frá 1991? „Ég man ekki eftir honum því ég var bara fimm ára en ég er búinn að sjá hann hundrað sinnum og gæti lýst hverju einasta atriði,“ sagði Grétar aðspurður um bikarúrslitaleikinn á móti Víkingum sem ÍBV vann fyrir 24 árum. Gunnari Magnússyni hefur tekist það ótrúlega; að gera ÍBV-liðið að Íslands- og bikarmeisturum. Hann talaði um það eftir leikinn að það hefði verið besta ákvörðunin á ferlinum að taka við ÍBV. „Þetta eru mest allt heimamenn í liðinu og alveg ótrúlegir strákar. Fólkið líka sem er á bak við þetta og fólkið sem fylgir okkur er einstakt. Þetta er bara ein stór liðsheild. Þegar við hópum okkur saman er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Andri Heimir Friðriksson kom með mikla orku inn í ÍBV-liðið í stöðunni 10-6 fyrir FH og auk þess að vinna marga bolta sem fremsti maður í vörninni þá var hann einnig markahæstur í liðinu. „Ég er búinn að vera svolítið á hælunum eftir áramót en þetta var helgin til að rífa sig upp,“ sagði Andri Heimir. „Við vorum bara allir frábærir. Það þurfti að koma annar bikartitill. Þeir eru búnir að eigna sér þennan titil í 24 ár og það er ekki hægt að láta þá eigna sér þetta endalaust. Núna er bara komið nýtt draumalið,“ sagði Andri Heimir hlæjandi. „Þetta lið í stúkunni á svo mikið hrós skilið. Það er að leggja á sig sex tíma Herjólfsferð til að sjá einn handboltaleik. Núna verður bara partý á leiðinni heim, þetta verður bara skemmtiferðaskip á leiðinni heim,“ sagði Andri. Kolbeinn Aron Arnarson var frábær í markinu og varði mörg dauðafæri, bæði víti og hraðaupphlaup. Líkt og markvörðurinn (og fyrirliðinn) Sigmar Þröstur Óskarsson var maðurinn á bak við bikarsigurinn 1991 átti Kolbeinn rosalega mikið í sigrinum á laugardaginn. „Ég var svolítið smeykur um það í hálfleik í undanúrslitaleiknum að ég væri að fara að klúðra þessu með því að vera eitthvað kaldur. Svo hitnaði ég í seinni hálfleik og byrjaði sem betur fer að verja í fyrri hálfleiknum í dag,“ sagði Kolbeinn. „Þetta er ódýrasta víman sem maður fær. Það er bara víma að koma til baka og vinna með einu. Það er ekki hægt að tapa með heilt þorp á eftir sér. Við erum búnir að vinna titil þrjú ár í röð, þetta eru æðislegir tímar hjá okkur í Eyjum og vonandi kemur meira,“ sagði Kolbeinn. Olís-deild karla Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Eyjamenn voru búnir að bíða í 24 ár eftir bikarmeistaratitlinum í karlahandboltanum þegar þeir tryggðu sér bikarinn í Höllinni á laugardaginn. ÍBV vann þá FH 23-22 í öðrum endurkomusigri á innan við sólarhring og Eyjamenn geta nú kynnt sig sem Íslands- og bikarmeistara. Grétar Þór Eyþórsson, fyrirliði ÍBV, fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana þessa helgi, allt frá því að fá rauða spjaldið og horfa upp á sitt lið lenda sex mörkum undir í undanúrslitum til þess að lyfta bikarnum innan við sólarhring seinna.Þá horfir þú bara upp í stúku „Ég var alveg farinn í stöðunni 18-12 í undanúrslitaleiknum og horfði bara á bikardrauminn fjara út. Strákarnir eru geðveikir, það eru allir tilbúnir að koma inn á og allir að skila sínu. Ef þú ert eitthvað stressaður þá horfir þú bara upp í stúku og veist að þú ert maðurinn,“ sagði Grétar. „Við kunnum ekkert annað en að hafa gaman. Við erum ekki bestu leikmennirnir en við erum frábær liðsheild og það er öll Eyjan sem er í þessu saman,“ sagði Grétar. En hvað með leikinn frá 1991? „Ég man ekki eftir honum því ég var bara fimm ára en ég er búinn að sjá hann hundrað sinnum og gæti lýst hverju einasta atriði,“ sagði Grétar aðspurður um bikarúrslitaleikinn á móti Víkingum sem ÍBV vann fyrir 24 árum. Gunnari Magnússyni hefur tekist það ótrúlega; að gera ÍBV-liðið að Íslands- og bikarmeisturum. Hann talaði um það eftir leikinn að það hefði verið besta ákvörðunin á ferlinum að taka við ÍBV. „Þetta eru mest allt heimamenn í liðinu og alveg ótrúlegir strákar. Fólkið líka sem er á bak við þetta og fólkið sem fylgir okkur er einstakt. Þetta er bara ein stór liðsheild. Þegar við hópum okkur saman er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Andri Heimir Friðriksson kom með mikla orku inn í ÍBV-liðið í stöðunni 10-6 fyrir FH og auk þess að vinna marga bolta sem fremsti maður í vörninni þá var hann einnig markahæstur í liðinu. „Ég er búinn að vera svolítið á hælunum eftir áramót en þetta var helgin til að rífa sig upp,“ sagði Andri Heimir. „Við vorum bara allir frábærir. Það þurfti að koma annar bikartitill. Þeir eru búnir að eigna sér þennan titil í 24 ár og það er ekki hægt að láta þá eigna sér þetta endalaust. Núna er bara komið nýtt draumalið,“ sagði Andri Heimir hlæjandi. „Þetta lið í stúkunni á svo mikið hrós skilið. Það er að leggja á sig sex tíma Herjólfsferð til að sjá einn handboltaleik. Núna verður bara partý á leiðinni heim, þetta verður bara skemmtiferðaskip á leiðinni heim,“ sagði Andri. Kolbeinn Aron Arnarson var frábær í markinu og varði mörg dauðafæri, bæði víti og hraðaupphlaup. Líkt og markvörðurinn (og fyrirliðinn) Sigmar Þröstur Óskarsson var maðurinn á bak við bikarsigurinn 1991 átti Kolbeinn rosalega mikið í sigrinum á laugardaginn. „Ég var svolítið smeykur um það í hálfleik í undanúrslitaleiknum að ég væri að fara að klúðra þessu með því að vera eitthvað kaldur. Svo hitnaði ég í seinni hálfleik og byrjaði sem betur fer að verja í fyrri hálfleiknum í dag,“ sagði Kolbeinn. „Þetta er ódýrasta víman sem maður fær. Það er bara víma að koma til baka og vinna með einu. Það er ekki hægt að tapa með heilt þorp á eftir sér. Við erum búnir að vinna titil þrjú ár í röð, þetta eru æðislegir tímar hjá okkur í Eyjum og vonandi kemur meira,“ sagði Kolbeinn.
Olís-deild karla Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira