„Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. mars 2015 07:00 Vígamenn Íslamska ríkisins lögðu safnið í Mosul í rúst. Samfélag fræðimanna og fornleifafræðinga fordæmir aðgerðir Íslamska ríkisins í hinni ævafornu borg Nimrud í Írak. Að sögn talsmanna írösku ríkisstjórnarinnar hafa öfgamenn samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki hafið viðamikla eyðileggingarstarfsemi í borginni sem er meira en 3.000 ára gömul. „Þeir eru ekki bara að eyðileggja nútímalega lifnaðarhætti okkar eða hernema þorp, kirkjur eða heimili, eða uppræta framtíð okkar. Þeir vilja þurrka út menningu okkar, fortíð og siðmenningu,“ sagði Habib Afram, formaður Sýrlendingafélagsins í Líbanon, við The Guardian í gær. Hermenn Íslamska ríkisins hafa eyðilagt ævafornar minjar í borginni, brotið styttur og rutt húsum úr vegi með vinnuvélum. Irina Bokova, forstöðukona mennta- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, fordæmdi aðgerðir Íslamska ríkisins í yfirlýsingu í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að eyðilegging menningarverðmæta flokkist sem stríðsglæpur og að UNESCO kalli eftir samhentu átaki trúar- og stjórnmálaleiðtoga í Mið-Austurlöndum til að binda enda á þennan glæp gegn siðmenningunni. Í síðustu viku sendi Íslamska ríkið frá sér myndband frá eyðileggingu á fornminjum í fornminjasafninu í Mosul í Írak. Þar má sjá vígamenn samtakanna hrinda styttum af stöllum, brjóta þær með sleggjum og saga sundur fornminjar. Í myndbandinu kemur ásetningur Íslamska ríkisins fram en í augum meðlima þess eru fornminjarnar arfleifð fjölgyðistrúar og því guðlast og að guð þeirra hafi fyrirskipað að þær skyldu fjarlægðar. Borgin Nimrud, sem liggur í norðurhluta Írak, var byggð árið 1250 fyrir Krist og átti síðar eftir að verða höfuðborg Assyríu, stórveldis sem á hápunkti sínum teygði sig yfir nær allt landsvæði Mið-Austurlanda, eða allt frá Tyrklandi til Írans. Íslamska ríkið náði tökum á stórum svæðum í Norður-Írak síðasta sumar og hefur síðan hrakið á brott stóra hópa kristinna manna, Yazidi-fólks og annarra minnihlutahópa. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak. 27. febrúar 2015 08:15 Fóru á jarðýtum yfir forna borg Vígamenn ISIS skemmdu meira en þrjú þúsund ára gamlar rústir í Írak. 5. mars 2015 23:26 ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul. 26. febrúar 2015 15:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Samfélag fræðimanna og fornleifafræðinga fordæmir aðgerðir Íslamska ríkisins í hinni ævafornu borg Nimrud í Írak. Að sögn talsmanna írösku ríkisstjórnarinnar hafa öfgamenn samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki hafið viðamikla eyðileggingarstarfsemi í borginni sem er meira en 3.000 ára gömul. „Þeir eru ekki bara að eyðileggja nútímalega lifnaðarhætti okkar eða hernema þorp, kirkjur eða heimili, eða uppræta framtíð okkar. Þeir vilja þurrka út menningu okkar, fortíð og siðmenningu,“ sagði Habib Afram, formaður Sýrlendingafélagsins í Líbanon, við The Guardian í gær. Hermenn Íslamska ríkisins hafa eyðilagt ævafornar minjar í borginni, brotið styttur og rutt húsum úr vegi með vinnuvélum. Irina Bokova, forstöðukona mennta- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, fordæmdi aðgerðir Íslamska ríkisins í yfirlýsingu í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að eyðilegging menningarverðmæta flokkist sem stríðsglæpur og að UNESCO kalli eftir samhentu átaki trúar- og stjórnmálaleiðtoga í Mið-Austurlöndum til að binda enda á þennan glæp gegn siðmenningunni. Í síðustu viku sendi Íslamska ríkið frá sér myndband frá eyðileggingu á fornminjum í fornminjasafninu í Mosul í Írak. Þar má sjá vígamenn samtakanna hrinda styttum af stöllum, brjóta þær með sleggjum og saga sundur fornminjar. Í myndbandinu kemur ásetningur Íslamska ríkisins fram en í augum meðlima þess eru fornminjarnar arfleifð fjölgyðistrúar og því guðlast og að guð þeirra hafi fyrirskipað að þær skyldu fjarlægðar. Borgin Nimrud, sem liggur í norðurhluta Írak, var byggð árið 1250 fyrir Krist og átti síðar eftir að verða höfuðborg Assyríu, stórveldis sem á hápunkti sínum teygði sig yfir nær allt landsvæði Mið-Austurlanda, eða allt frá Tyrklandi til Írans. Íslamska ríkið náði tökum á stórum svæðum í Norður-Írak síðasta sumar og hefur síðan hrakið á brott stóra hópa kristinna manna, Yazidi-fólks og annarra minnihlutahópa.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak. 27. febrúar 2015 08:15 Fóru á jarðýtum yfir forna borg Vígamenn ISIS skemmdu meira en þrjú þúsund ára gamlar rústir í Írak. 5. mars 2015 23:26 ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul. 26. febrúar 2015 15:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak. 27. febrúar 2015 08:15
Fóru á jarðýtum yfir forna borg Vígamenn ISIS skemmdu meira en þrjú þúsund ára gamlar rústir í Írak. 5. mars 2015 23:26
ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul. 26. febrúar 2015 15:30