Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2015 06:30 Kolbeinn er hér til vinstri ásamt Finnanum Helenius. Mynd/aðsend „Ég gæti ekki verið meira tilbúinn eftir fínan undirbúning,“ segir boxarinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson, iðulega kallaður Kolli, en hann heyr sinn annan atvinnumannabardaga í hnefaleikum í Finnlandi um helgina. Í nóvember í fyrra lagði Gunnar hinn lettneska Janis Ginters í fjórum lotum. Nú mætir hann lettneska þungavigtarmeistaranum Edgar Kalnars, en sá kappi er afar reyndur og hefur meðal annars æft með Klitschko-bræðrunum. Þessi bardagi verður númer 60 hjá honum en okkar maður er að keppa í annað sinn. „Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig. Ég hugsa samt ekki þannig. Ég hugsa að vinni ég hann ekki þá eigi ég kannski ekkert að vera að þessu. Það eru til mun öflugri menn en hann þótt hann sé öflugur,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann er engin smásmíði. 198 sentimetrar að hæð og ein 113 kíló. Gunnar er 27 ára Garðbæingur og háði 37 áhugamannabardaga áður en hann gerðist atvinnumaður. Gunnar hefur meðal annars verið að æfa með Finnanum Robert Helenius upp á síðkastið en hann er fyrrverandi Evrópumeistari. Helenius er ósigraður í 19 bardögum og þar af kláraði hann ellefu bardaga með rothöggi. „Ég var heila helgi hjá Helenius og það var rosalega flott. Ég lærði mikið af honum enda er hann með þeim bestu í heimi. Ég átti helling í hann og það segir mikið,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann var óhræddur við að taka á Finnanum. „Mér var hrósað fyrir að taka á honum því venjulega er það þannig að hann tekur menn í gegn.“ Gunnar Kolbeinn hefur sett sér háleit markmið fyrir árið. „Stefnan er að vera 6-0 í lok ársins. Það væri mjög flott því þá kæmist ég inn á Evrópulistann á næsta ári og þá gætu hlutirnir farið almennilega í gang hjá mér,“ segir Kolli ákveðinn, en þetta ævintýri hans hefur kostað skildinginn en menn hafa verið hagsýnir. Fundið ódýr flug og komist í fría gistingu. Hann æfir mest heima en vantar meiri samkeppni á æfingum þar sem það eru fáir eins og hann hér heima. „Það endar með því að ég þarf að fara meira út enda ekki nóg af stórum strákum í boxinu heima. Ég er nú kominn í samstarf við Helenius og það verður vonandi framhald á því,“ segir Gunnar en hann setti sér það markmið að verða atvinnuboxari árið 2010. „Þegar ég var á mínu öðru ári fór ég til Bandaríkjanna og þá sá ég að reyndari menn sem höfðu æft lengur voru bara ekkert betri en ég. Þá sá ég að ég ætti fullt erindi í þetta og hef verið í þessu af fullum krafti síðan. Þetta er búið að vera ævintýri og það er vonandi rétt að byrja.“ Box Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Sjá meira
„Ég gæti ekki verið meira tilbúinn eftir fínan undirbúning,“ segir boxarinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson, iðulega kallaður Kolli, en hann heyr sinn annan atvinnumannabardaga í hnefaleikum í Finnlandi um helgina. Í nóvember í fyrra lagði Gunnar hinn lettneska Janis Ginters í fjórum lotum. Nú mætir hann lettneska þungavigtarmeistaranum Edgar Kalnars, en sá kappi er afar reyndur og hefur meðal annars æft með Klitschko-bræðrunum. Þessi bardagi verður númer 60 hjá honum en okkar maður er að keppa í annað sinn. „Það er möguleiki á því að þetta sé of mikið fyrir mig. Ég hugsa samt ekki þannig. Ég hugsa að vinni ég hann ekki þá eigi ég kannski ekkert að vera að þessu. Það eru til mun öflugri menn en hann þótt hann sé öflugur,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann er engin smásmíði. 198 sentimetrar að hæð og ein 113 kíló. Gunnar er 27 ára Garðbæingur og háði 37 áhugamannabardaga áður en hann gerðist atvinnumaður. Gunnar hefur meðal annars verið að æfa með Finnanum Robert Helenius upp á síðkastið en hann er fyrrverandi Evrópumeistari. Helenius er ósigraður í 19 bardögum og þar af kláraði hann ellefu bardaga með rothöggi. „Ég var heila helgi hjá Helenius og það var rosalega flott. Ég lærði mikið af honum enda er hann með þeim bestu í heimi. Ég átti helling í hann og það segir mikið,“ segir Gunnar Kolbeinn, en hann var óhræddur við að taka á Finnanum. „Mér var hrósað fyrir að taka á honum því venjulega er það þannig að hann tekur menn í gegn.“ Gunnar Kolbeinn hefur sett sér háleit markmið fyrir árið. „Stefnan er að vera 6-0 í lok ársins. Það væri mjög flott því þá kæmist ég inn á Evrópulistann á næsta ári og þá gætu hlutirnir farið almennilega í gang hjá mér,“ segir Kolli ákveðinn, en þetta ævintýri hans hefur kostað skildinginn en menn hafa verið hagsýnir. Fundið ódýr flug og komist í fría gistingu. Hann æfir mest heima en vantar meiri samkeppni á æfingum þar sem það eru fáir eins og hann hér heima. „Það endar með því að ég þarf að fara meira út enda ekki nóg af stórum strákum í boxinu heima. Ég er nú kominn í samstarf við Helenius og það verður vonandi framhald á því,“ segir Gunnar en hann setti sér það markmið að verða atvinnuboxari árið 2010. „Þegar ég var á mínu öðru ári fór ég til Bandaríkjanna og þá sá ég að reyndari menn sem höfðu æft lengur voru bara ekkert betri en ég. Þá sá ég að ég ætti fullt erindi í þetta og hef verið í þessu af fullum krafti síðan. Þetta er búið að vera ævintýri og það er vonandi rétt að byrja.“
Box Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Sjá meira