Uppsveitamenn fara utan að skoða vindmyllur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. mars 2015 08:00 Búrfell Landsvirkjun hefur þegar sett upp vindmyllur ofan Búrfellsvirkjunar og er með fleiri myllur á öðrum stöðum á teikniborðinu. Fréttablaðið/Valli Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, segir nauðsynlegt að vinna að sameiginlegri stefnu sveitarfélaga vegna vaxandi áhuga á orkuvinnslu úr vindafli. „Í nágrannalöndum Íslands hefur verið að byggjast upp töluverð reynsla í þessum málaflokki og hefur vindmyllum, bæði stökum og vindmyllugörðum, fjölgað mikið á undanförnum árum. Fyrsta skref í vinnu við stefnumörkun gæti því verið að kynna sér hvernig staðið er að þessum málum í löndum sem eru „sambærileg“ Íslandi,“ skrifar Pétur til sveitarfélaganna sex á Suðurlandi sem hafa hann sem sameiginlegan skipulagsfulltrúa. Að sögn Péturs er nú, í gegnum Skipulagsstofnun, verið að kanna möguleika á heimsóknum fulltrúa sveitarfélaganna til Noregs eða Skotlands, eða jafnvel til beggja landanna. „Í kjölfar ferðarinnar yrði sett í gang vinna við stefnumörkun um vindmyllur á svæðinu,“ segir í bréfi Péturs þar sem hann rekur að á undanförnum mánuðum hafi komið upp tvö mál sem tengjast mögulegri vinnslu vindorku. Fyrra málið varði vindmyllur sem Landsvirkjun hafi sett upp vestan við Bjarnalón ofan Búrfellsvirkjunar og hið síðara snerti beiðni um uppsetningu tveggja stórra vindmylla í landi Vorsabæjar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi hafnað beiðninni í Vorsabæ þar sem stefnumörkun um myllur af þeirri stærðargráðu lægi ekki fyrir. „Þegar þetta lá fyrir leituðu umsækjendur til nágrannasveitarfélags og hafa tvær vindmyllur nú verið reistar í Þykkvabæ,“ bendir Pétur á. Til viðbótar sé Landsvirkjun að marka stefnu um frekari uppbyggingu vindmylla í Búrfellslundi norðan Búrfells. Óskað hafi verið eftir að setja upp stóra vindmyllu í landi Bergsstaða í Bláskógabyggð. „Þá hafa borist nokkrar óformlegar fyrirspurnir um möguleikann á uppbyggingu á öðrum svæðum, til dæmis í Flóahreppi, án þess að formleg erindi hafi verið send inn,“ segir skipulagsfulltrúinn. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, segir nauðsynlegt að vinna að sameiginlegri stefnu sveitarfélaga vegna vaxandi áhuga á orkuvinnslu úr vindafli. „Í nágrannalöndum Íslands hefur verið að byggjast upp töluverð reynsla í þessum málaflokki og hefur vindmyllum, bæði stökum og vindmyllugörðum, fjölgað mikið á undanförnum árum. Fyrsta skref í vinnu við stefnumörkun gæti því verið að kynna sér hvernig staðið er að þessum málum í löndum sem eru „sambærileg“ Íslandi,“ skrifar Pétur til sveitarfélaganna sex á Suðurlandi sem hafa hann sem sameiginlegan skipulagsfulltrúa. Að sögn Péturs er nú, í gegnum Skipulagsstofnun, verið að kanna möguleika á heimsóknum fulltrúa sveitarfélaganna til Noregs eða Skotlands, eða jafnvel til beggja landanna. „Í kjölfar ferðarinnar yrði sett í gang vinna við stefnumörkun um vindmyllur á svæðinu,“ segir í bréfi Péturs þar sem hann rekur að á undanförnum mánuðum hafi komið upp tvö mál sem tengjast mögulegri vinnslu vindorku. Fyrra málið varði vindmyllur sem Landsvirkjun hafi sett upp vestan við Bjarnalón ofan Búrfellsvirkjunar og hið síðara snerti beiðni um uppsetningu tveggja stórra vindmylla í landi Vorsabæjar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi hafnað beiðninni í Vorsabæ þar sem stefnumörkun um myllur af þeirri stærðargráðu lægi ekki fyrir. „Þegar þetta lá fyrir leituðu umsækjendur til nágrannasveitarfélags og hafa tvær vindmyllur nú verið reistar í Þykkvabæ,“ bendir Pétur á. Til viðbótar sé Landsvirkjun að marka stefnu um frekari uppbyggingu vindmylla í Búrfellslundi norðan Búrfells. Óskað hafi verið eftir að setja upp stóra vindmyllu í landi Bergsstaða í Bláskógabyggð. „Þá hafa borist nokkrar óformlegar fyrirspurnir um möguleikann á uppbyggingu á öðrum svæðum, til dæmis í Flóahreppi, án þess að formleg erindi hafi verið send inn,“ segir skipulagsfulltrúinn.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira