Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2015 07:00 Thelma Rut Hermannsdóttir mun örugglega eiga metið yfir flesta titla næstu árin. Vísir/Ernir „Það er rosalega góð tilfinning að koma til baka og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það kom smá klúður hjá mér í fyrra en í ár var ég bara sterkari,“ sagði Thelma Rut Hermannsdóttir sem varð um helgina Íslandsmeistari í fimleikum í sjötta sinn. Thelma Rut átti möguleika á því að vinna titilinn fimmta árið í röð fyrir ári en gerði stór mistök á slá sem kostuðu hana titilinn. Nú gerði hún hins vegar engin mistök. Thelma náði metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með henni. „Ég held að ég eigi örugglega eftir að eiga þetta met svolítið lengi. Það verður ekkert auðveldlega leikið eftir að vinna þennan titil svona oft,“ segir Thelma Rut og það er vel hægt að taka undir þau orð. Hún vann fyrsta titilinn 2008 og hefur síðan unnið hann á hverju ári fyrir utan 2009 og 2014. Thelma Rut varð líka Íslandsmeistari á gólfi og hún var í miklum ham í gólfæfingunum um helgina. En hvað rekur hana áfram? „Mér finnst þetta bara ótrúlega skemmtileg íþrótt og mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingu. Ef manni gengur vel að æfa sig þá langar mann að keppa og sýna hvað maður getur,“ segir Thelma Rut. En fórnar hún öllu fyrir fimleikana?Vill ekki kalla þetta fórnir „Ég vil ekki kalla það fórnir. Fimleikarnir eru að leyfa mér að gera svo marga hluti sem aðrir geta ekki ímyndað sér að gera. Ég er sem dæmi búin að fara til bæði Tókýó og Kína og rosalega víða. Það eru ekki allir sem eiga kost á því,“ segir Thelma Rut. Það fór vel á með henni að stelpunum sem börðust hvað harðast við hana um titilinn. „Þetta er rosaleg samkeppni en við erum samt rosalega góðar vinkonur,“ segir hún en líkt og áður er það Gerplufólk sem stendur uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu. „Við hjá Gerplu þekkjumst vel og þetta er eins og fjölskylda númer tvö. Þetta er fjölskyldan manns því við erum eins og systkini,“ sagði Thelma Rut að lokum.Amma og afi geyma alla bikarana Valgarð Reinhardsson sigraði með yfirburðum hjá körlunum og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Valgarð sem er átján ára býr og æfir í Kanada en kom til Íslands til að taka þátt í mótinu. „Það er stefnan að ná langt. Ég er ennþá bara átján ára þannig að ég á nokkur ár inni,“ sagði Valgarð. Gerpla missti karlatitilinn til Ármanns í fyrra en endurheimti hann í ár. „Ég fann fyrir smá pressu en eftir fyrsta áhaldið þá var hún bara farin. Eftir fyrsta áhaldið sem var örugglega besta gólfæfing sem ég hef gert á ævinni þá vissi ég að dagurinn yrði góður,“ sagði Valgarð. „Það er að reynast mjög vel að æfa úti í Kanada. Ég er búinn að eiga heima þar í tvö og hálft ár og hef bætt mig helling þar. Ég reyni allavega að koma einu sinni á ári og keppa á móti á Íslandi til að sýna það hvað maður er að gera,“ sagði Valgarð. Hann kom bara í stutta heimsókn til Íslands. „Það er verst að maður getur ekki tekið bikarinn með til Kanada en hann fer bara til ömmu og afa. Þar eru allir bikararnir sem ég er búinn að vinna síðustu ár. Það er farið að vera frekar fullt hjá þeim og ég held að þau þurfi jafnvel að fara að stækka við bikarherbergið,“ segir Valgarð í léttum tón og hann er ekki hættur. „Þetta er bara annað árið mitt í fullorðinsflokki og það er sagt að fimleikamenn toppi 23 ára. Vonandi á ég eftir góð fimm ár þangað til að ég toppa mig. Næstu ár verða vonandi mjög skemmtileg,“ sagði Valgarð að lokum. Valgarð, Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll gullverðlaun á tveimur áhöldum þegar keppt var til úrslita á þeim í gær. Fimleikar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
„Það er rosalega góð tilfinning að koma til baka og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það kom smá klúður hjá mér í fyrra en í ár var ég bara sterkari,“ sagði Thelma Rut Hermannsdóttir sem varð um helgina Íslandsmeistari í fimleikum í sjötta sinn. Thelma Rut átti möguleika á því að vinna titilinn fimmta árið í röð fyrir ári en gerði stór mistök á slá sem kostuðu hana titilinn. Nú gerði hún hins vegar engin mistök. Thelma náði metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með henni. „Ég held að ég eigi örugglega eftir að eiga þetta met svolítið lengi. Það verður ekkert auðveldlega leikið eftir að vinna þennan titil svona oft,“ segir Thelma Rut og það er vel hægt að taka undir þau orð. Hún vann fyrsta titilinn 2008 og hefur síðan unnið hann á hverju ári fyrir utan 2009 og 2014. Thelma Rut varð líka Íslandsmeistari á gólfi og hún var í miklum ham í gólfæfingunum um helgina. En hvað rekur hana áfram? „Mér finnst þetta bara ótrúlega skemmtileg íþrótt og mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingu. Ef manni gengur vel að æfa sig þá langar mann að keppa og sýna hvað maður getur,“ segir Thelma Rut. En fórnar hún öllu fyrir fimleikana?Vill ekki kalla þetta fórnir „Ég vil ekki kalla það fórnir. Fimleikarnir eru að leyfa mér að gera svo marga hluti sem aðrir geta ekki ímyndað sér að gera. Ég er sem dæmi búin að fara til bæði Tókýó og Kína og rosalega víða. Það eru ekki allir sem eiga kost á því,“ segir Thelma Rut. Það fór vel á með henni að stelpunum sem börðust hvað harðast við hana um titilinn. „Þetta er rosaleg samkeppni en við erum samt rosalega góðar vinkonur,“ segir hún en líkt og áður er það Gerplufólk sem stendur uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu. „Við hjá Gerplu þekkjumst vel og þetta er eins og fjölskylda númer tvö. Þetta er fjölskyldan manns því við erum eins og systkini,“ sagði Thelma Rut að lokum.Amma og afi geyma alla bikarana Valgarð Reinhardsson sigraði með yfirburðum hjá körlunum og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Valgarð sem er átján ára býr og æfir í Kanada en kom til Íslands til að taka þátt í mótinu. „Það er stefnan að ná langt. Ég er ennþá bara átján ára þannig að ég á nokkur ár inni,“ sagði Valgarð. Gerpla missti karlatitilinn til Ármanns í fyrra en endurheimti hann í ár. „Ég fann fyrir smá pressu en eftir fyrsta áhaldið þá var hún bara farin. Eftir fyrsta áhaldið sem var örugglega besta gólfæfing sem ég hef gert á ævinni þá vissi ég að dagurinn yrði góður,“ sagði Valgarð. „Það er að reynast mjög vel að æfa úti í Kanada. Ég er búinn að eiga heima þar í tvö og hálft ár og hef bætt mig helling þar. Ég reyni allavega að koma einu sinni á ári og keppa á móti á Íslandi til að sýna það hvað maður er að gera,“ sagði Valgarð. Hann kom bara í stutta heimsókn til Íslands. „Það er verst að maður getur ekki tekið bikarinn með til Kanada en hann fer bara til ömmu og afa. Þar eru allir bikararnir sem ég er búinn að vinna síðustu ár. Það er farið að vera frekar fullt hjá þeim og ég held að þau þurfi jafnvel að fara að stækka við bikarherbergið,“ segir Valgarð í léttum tón og hann er ekki hættur. „Þetta er bara annað árið mitt í fullorðinsflokki og það er sagt að fimleikamenn toppi 23 ára. Vonandi á ég eftir góð fimm ár þangað til að ég toppa mig. Næstu ár verða vonandi mjög skemmtileg,“ sagði Valgarð að lokum. Valgarð, Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll gullverðlaun á tveimur áhöldum þegar keppt var til úrslita á þeim í gær.
Fimleikar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira