Ég var hér Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. mars 2015 07:00 Við Leistikowstraße 1 í Potsdam í Þýskalandi stendur bygging sem lítur út eins og afturganga. Málning flagnar af veggjum, flakandi minnisvarði um uppgjöf fegurðarinnar fyrir skuggahliðum tilverunnar. Gluggarnir snúa út í veröldina eins og tómar augntóftir. Húðlituð steypan er blettótt, marin eftir barning tímans. Húsið var byggt árið 1916 og hýsti samtök á vegum evangelísku kirkjunnar. En í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar var húsið tekið yfir af sovéska hernámsliðinu og því breytt í fangelsi. Ekki leið á löngu uns KGB-fangelsið svokallaða við Leistikowstraße varð alræmt fyrir illa meðferð á föngum, misnotkun og pyntingar. Húsið var varðveitt eins og Sovétmenn skildu við það í lok kalda stríðsins. Fyrir nokkrum árum var það opnað gestum sem minnisvarði um þá sem þar voru í haldi og áminning um grimmd sovésku leyniþjónustunnar. Fangaklefarnir eru á sínum stað, ósnertir, í kjallaranum, kaldir og þröngir. Lyktin af örvæntingu og blóði er enn í loftinu. En í gegnum drungann glittir í mennsku, jafnvel von. Veggi klefanna þekja skilaboð frá föngunum til umheimsins. Sumir ristu nöfn sín í steininn, aðrir skrifuðu ljóð og teiknuðu myndir, enn aðrir útbjuggu á veggina dagatöl sem þeir notuðu til að henda reiður á dvalartímanum í fangelsinu. Þegar unnið var að því að opna húsið við Leistikowstraße fyrir almenning voru fyrrum fangar teknir tali. Erika Sagert hafði verið handtekin 19. mars 1953 og sökuð um að vera njósnari. Erika hafði rist fjölda skilaboða á veggi fangelsisins meðan hún dvaldi þar. Hún var spurð að því hvers vegna hún og samfangar hennar hefðu tekið upp á að skilja eftir sig slík ummerki. „Við vorum viss um að við værum að fara að hverfa af yfirborði jarðarinnar…Við gerðum það svo einhver myndi sjá þau.“„Ég vil lifa eftir að ég dey“ Þessi mannlega þörf til að skilja eftir sig spor, til að segja „ég var hér“, birtist skýrt í Dagbók Önnu Frank. Ári áður en Anna lét lífið í útrýmingarbúðum nasista velti hún fyrir sér í dagbók sinni áhrifamætti orða og lét sig dreyma um að gerast rithöfundur þegar hún yxi úr grasi. Hún taldi að með orðum gæti hún öðlast ódauðleika. „Ég vil lifa eftir að ég dey,“ ritaði hún þann 4. apríl 1944. Við Íslendingar eigum okkar eigin útgáfu af þessari frómu ósk – og það í bundnu máli. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Flest viljum við skilja eftir okkur ummerki í þessu lífi. Með því að láta til okkar taka, breyta rétt, leggja okkar af mörkum vonumst við til að orðstírinn verði til þess að við lifum eftir að við deyjum. Svo virðist hins vegar sem einn hópur fólks kæri sig kollóttan um fótsporið sem tilvist þess markar.Ríkisstjórn hinna fáu útvöldu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í upphafi vikunnar ekki útiloka að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem bankastjórum yrði fjölgað úr einum í þrjá. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sagði í kjölfarið óþarft að hafa seðlabankastjórana svo marga og sagði hann breytinguna lykta af pólitískri skiptingu. Þetta nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar þarf ekki að koma neinum á óvart. Svo virðist sem varla líði sú vika þar sem ekki er tilkynnt um ráðstafanir sem ætlað er að auka hag vina eða ættingja sitjandi stjórnar. Í þessari voru það flauelsmjúk sæti í Seðlabankanum handa stjórnmálamönnum sem komnir eru fram yfir síðasta söludag. Í síðustu viku voru það skattaívilnanir til handa ættingjum fjármálaráðherra. Hvað verður það í þeirri næstu? Svona hafa áherslur ríkisstjórnarinnar verið allt frá fyrsta degi. Vöfflurnar sem formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gæddu sér á yfir stjórnarmyndunarviðræðum höfðu vart lokið vegferð sinni gegnum meltingarveg kappanna þegar búið var að úthluta fyrstu bitlingunum. Veiðigjöld á útgerðir landsins voru snarlækkuð. Lagt var fram frumvarp um breytingar á skipun stjórnar RÚV þar sem fela átti Alþingi aftur að kjósa stjórn yfir stofnunina. Stjórn LÍN var fyllt af fólki sem uppfyllti það faglega skilyrði að hafa tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sýndi allt frá upphafi að hún var ríkisstjórn hinna fáu útvöldu.Kámug fingraför sérhagsmunagæslu Í Chauvet-Pont-d'Arc hellinum í Suður-Frakklandi má finna 30.000 ára gamlar útlínur sem dregnar hafa verið eftir hendi. Þarna reyndi einhver að segja – rétt eins og fangarnir við Leistikowstraße, rétt eins og Anna Frank – „ég var hér“. Ríkisstjórn Íslands virðist ætla að skilja lítið annað eftir sig á þessari jörðu en kámug fingraför sérhagsmunagæslu og spillingar. Eigið orðspor virðist skipta hana jafn litlu og hagur fjöldans. Hún skilur ekki eftir sig létt fótspor, „ég var hér“, heldur svöðusár, „hér lét ég greipar sópa“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Við Leistikowstraße 1 í Potsdam í Þýskalandi stendur bygging sem lítur út eins og afturganga. Málning flagnar af veggjum, flakandi minnisvarði um uppgjöf fegurðarinnar fyrir skuggahliðum tilverunnar. Gluggarnir snúa út í veröldina eins og tómar augntóftir. Húðlituð steypan er blettótt, marin eftir barning tímans. Húsið var byggt árið 1916 og hýsti samtök á vegum evangelísku kirkjunnar. En í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar var húsið tekið yfir af sovéska hernámsliðinu og því breytt í fangelsi. Ekki leið á löngu uns KGB-fangelsið svokallaða við Leistikowstraße varð alræmt fyrir illa meðferð á föngum, misnotkun og pyntingar. Húsið var varðveitt eins og Sovétmenn skildu við það í lok kalda stríðsins. Fyrir nokkrum árum var það opnað gestum sem minnisvarði um þá sem þar voru í haldi og áminning um grimmd sovésku leyniþjónustunnar. Fangaklefarnir eru á sínum stað, ósnertir, í kjallaranum, kaldir og þröngir. Lyktin af örvæntingu og blóði er enn í loftinu. En í gegnum drungann glittir í mennsku, jafnvel von. Veggi klefanna þekja skilaboð frá föngunum til umheimsins. Sumir ristu nöfn sín í steininn, aðrir skrifuðu ljóð og teiknuðu myndir, enn aðrir útbjuggu á veggina dagatöl sem þeir notuðu til að henda reiður á dvalartímanum í fangelsinu. Þegar unnið var að því að opna húsið við Leistikowstraße fyrir almenning voru fyrrum fangar teknir tali. Erika Sagert hafði verið handtekin 19. mars 1953 og sökuð um að vera njósnari. Erika hafði rist fjölda skilaboða á veggi fangelsisins meðan hún dvaldi þar. Hún var spurð að því hvers vegna hún og samfangar hennar hefðu tekið upp á að skilja eftir sig slík ummerki. „Við vorum viss um að við værum að fara að hverfa af yfirborði jarðarinnar…Við gerðum það svo einhver myndi sjá þau.“„Ég vil lifa eftir að ég dey“ Þessi mannlega þörf til að skilja eftir sig spor, til að segja „ég var hér“, birtist skýrt í Dagbók Önnu Frank. Ári áður en Anna lét lífið í útrýmingarbúðum nasista velti hún fyrir sér í dagbók sinni áhrifamætti orða og lét sig dreyma um að gerast rithöfundur þegar hún yxi úr grasi. Hún taldi að með orðum gæti hún öðlast ódauðleika. „Ég vil lifa eftir að ég dey,“ ritaði hún þann 4. apríl 1944. Við Íslendingar eigum okkar eigin útgáfu af þessari frómu ósk – og það í bundnu máli. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Flest viljum við skilja eftir okkur ummerki í þessu lífi. Með því að láta til okkar taka, breyta rétt, leggja okkar af mörkum vonumst við til að orðstírinn verði til þess að við lifum eftir að við deyjum. Svo virðist hins vegar sem einn hópur fólks kæri sig kollóttan um fótsporið sem tilvist þess markar.Ríkisstjórn hinna fáu útvöldu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í upphafi vikunnar ekki útiloka að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem bankastjórum yrði fjölgað úr einum í þrjá. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sagði í kjölfarið óþarft að hafa seðlabankastjórana svo marga og sagði hann breytinguna lykta af pólitískri skiptingu. Þetta nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar þarf ekki að koma neinum á óvart. Svo virðist sem varla líði sú vika þar sem ekki er tilkynnt um ráðstafanir sem ætlað er að auka hag vina eða ættingja sitjandi stjórnar. Í þessari voru það flauelsmjúk sæti í Seðlabankanum handa stjórnmálamönnum sem komnir eru fram yfir síðasta söludag. Í síðustu viku voru það skattaívilnanir til handa ættingjum fjármálaráðherra. Hvað verður það í þeirri næstu? Svona hafa áherslur ríkisstjórnarinnar verið allt frá fyrsta degi. Vöfflurnar sem formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gæddu sér á yfir stjórnarmyndunarviðræðum höfðu vart lokið vegferð sinni gegnum meltingarveg kappanna þegar búið var að úthluta fyrstu bitlingunum. Veiðigjöld á útgerðir landsins voru snarlækkuð. Lagt var fram frumvarp um breytingar á skipun stjórnar RÚV þar sem fela átti Alþingi aftur að kjósa stjórn yfir stofnunina. Stjórn LÍN var fyllt af fólki sem uppfyllti það faglega skilyrði að hafa tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sýndi allt frá upphafi að hún var ríkisstjórn hinna fáu útvöldu.Kámug fingraför sérhagsmunagæslu Í Chauvet-Pont-d'Arc hellinum í Suður-Frakklandi má finna 30.000 ára gamlar útlínur sem dregnar hafa verið eftir hendi. Þarna reyndi einhver að segja – rétt eins og fangarnir við Leistikowstraße, rétt eins og Anna Frank – „ég var hér“. Ríkisstjórn Íslands virðist ætla að skilja lítið annað eftir sig á þessari jörðu en kámug fingraför sérhagsmunagæslu og spillingar. Eigið orðspor virðist skipta hana jafn litlu og hagur fjöldans. Hún skilur ekki eftir sig létt fótspor, „ég var hér“, heldur svöðusár, „hér lét ég greipar sópa“.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun