Jafnréttið byrjar heima Dóra Magnúsdóttir skrifar 1. apríl 2015 10:57 „Ég er anti-femínisti, má ég vera það?“ hrópar ung stúlka í myndbandi á ótilgreindri fréttasíðu sem ég sá nýlega. Mér fannst skelfilegt að heyra þetta, svona rétt eins og hún hefði sagt: „Ég er algert fífl, má ég vera það?“ Hugsaði líka með mér að kannski gæti einhver skynsamur sest niður með þessari stúlku og sýnt henni ljósið. Spurt hana hvort henni fyndist sanngjarnt að fá lægri laun fyrir sömu vinnu og strákurinn við hliðina? Eða hvað henni fyndist um þá staðreynd að fleiri konur deyja eða örkumlast árlega vegna kynbundins ofbeldis en vegna algengra sjúkdóma og slysa – samanlagt! Og að konur vinni töluvert lengri vinnudag vegna þess að vinna innan heimilis leggst af meiri þunga á þær, og svona mætti áfram telja. Kannski væri hægt að benda þessum unga anti-femínista á þessar staðreyndir (og fleiri) og telja honum trú um að barátta femínista er fyrst og fremst mannréttindabarátta. Á Íslandi hafa konur náð mun lengra í sinni jafnréttisbaráttu en víða annars staðar í veröldinni. Hins vegar er óréttlæti alltaf vont og það á alltaf að berjast gegn því, þótt það sé mun verra víða annars staðar. VR hefur reiknað út að konur í félaginu vinni einn mánuð frítt þegar laun þeirra eru borin saman við karla, og að það muni taka konur í VR tuttugu ár að ná sömu launum fyrir sömu vinnu. En þetta er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og allra annarra þátta sem hafa áhrif á launin. Tuttugu ár takk fyrir. Glerþakið er erfitt að skilgreina en flestir þekkja hugtakið. Konur verða sjaldnar yfirmenn og færri konur sitja í stjórnum fyrirtækja. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur þó farið vaxandi og er núna orðið um 25% en þessari aukningu má þakka lögum um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja.Kynbundin verkaskipting Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, kynnti nýlega niðurstöður rannsóknar sinnar um samspil heimilis og vinnu meðal íslenskra hjóna. Samkvæmt rannsóknum hennar er heildarvinnuálag íslenskra foreldra í fullu starfi mest af Norðurlandaþjóðunum en sé horft til greiddrar vinnu, heimilisstarfa og umönnunar heimilismeðlima s.s. barna en íslenskar mæður vinna um 86 tíma á viku meðan íslenskir feður vinna um 77 tíma á viku. Hér virðist kynbundin verkaskipting setja töluvert meira álag á konurnar en karlana. Það kom mér á óvart að sjá að þættir eins og eldamennska og þvottastúss leggst af mun meiri þunga á konur, þrátt fyrir að báðir foreldrar vinni fullan vinnudag. Karlar sinna oftar ýmiss konar viðhaldi sem er alla jafna minni vinna og síður tímafrek en þvottur, eldamennska og frágangur. Einu þættirnir sem virðast deilast nokkuð jafnt á kynin í barnafjölskyldum er aðstoð við heimanám barna og tómstundaskutl. Það er margt í umhverfinu sem þarf að laga til að ná jafnrétti kynjanna og það eru til allskyns hjálpleg verkfæri á þeirri vegferð, svo sem jafnlaunavottun, lagasetningar, fræðsla og fleira. En fólk verður einnig að átta sig á og viðurkenna þegar ójafnrétti er til staðar og berjast gegn því í smáu og stóru. Það er ágætt að byrja inn á heimilunum og skoða hvort hjóna eyðir meiri tíma í heimilisstörfin. Þannig verðum við góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Auk þess erum við í betri stöðu til að sinna jafnrétti kynjanna í atvinnulífinu og víðar ef við sinnum því af natni innan veggja heimilisins. Grein þessi er skrifuð í tilefni af kvennafundi í borgarstjórn Reykjavíkur 31. mars 2015 til að fagna 100 ára kosningarafmæli kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
„Ég er anti-femínisti, má ég vera það?“ hrópar ung stúlka í myndbandi á ótilgreindri fréttasíðu sem ég sá nýlega. Mér fannst skelfilegt að heyra þetta, svona rétt eins og hún hefði sagt: „Ég er algert fífl, má ég vera það?“ Hugsaði líka með mér að kannski gæti einhver skynsamur sest niður með þessari stúlku og sýnt henni ljósið. Spurt hana hvort henni fyndist sanngjarnt að fá lægri laun fyrir sömu vinnu og strákurinn við hliðina? Eða hvað henni fyndist um þá staðreynd að fleiri konur deyja eða örkumlast árlega vegna kynbundins ofbeldis en vegna algengra sjúkdóma og slysa – samanlagt! Og að konur vinni töluvert lengri vinnudag vegna þess að vinna innan heimilis leggst af meiri þunga á þær, og svona mætti áfram telja. Kannski væri hægt að benda þessum unga anti-femínista á þessar staðreyndir (og fleiri) og telja honum trú um að barátta femínista er fyrst og fremst mannréttindabarátta. Á Íslandi hafa konur náð mun lengra í sinni jafnréttisbaráttu en víða annars staðar í veröldinni. Hins vegar er óréttlæti alltaf vont og það á alltaf að berjast gegn því, þótt það sé mun verra víða annars staðar. VR hefur reiknað út að konur í félaginu vinni einn mánuð frítt þegar laun þeirra eru borin saman við karla, og að það muni taka konur í VR tuttugu ár að ná sömu launum fyrir sömu vinnu. En þetta er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og allra annarra þátta sem hafa áhrif á launin. Tuttugu ár takk fyrir. Glerþakið er erfitt að skilgreina en flestir þekkja hugtakið. Konur verða sjaldnar yfirmenn og færri konur sitja í stjórnum fyrirtækja. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur þó farið vaxandi og er núna orðið um 25% en þessari aukningu má þakka lögum um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja.Kynbundin verkaskipting Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, kynnti nýlega niðurstöður rannsóknar sinnar um samspil heimilis og vinnu meðal íslenskra hjóna. Samkvæmt rannsóknum hennar er heildarvinnuálag íslenskra foreldra í fullu starfi mest af Norðurlandaþjóðunum en sé horft til greiddrar vinnu, heimilisstarfa og umönnunar heimilismeðlima s.s. barna en íslenskar mæður vinna um 86 tíma á viku meðan íslenskir feður vinna um 77 tíma á viku. Hér virðist kynbundin verkaskipting setja töluvert meira álag á konurnar en karlana. Það kom mér á óvart að sjá að þættir eins og eldamennska og þvottastúss leggst af mun meiri þunga á konur, þrátt fyrir að báðir foreldrar vinni fullan vinnudag. Karlar sinna oftar ýmiss konar viðhaldi sem er alla jafna minni vinna og síður tímafrek en þvottur, eldamennska og frágangur. Einu þættirnir sem virðast deilast nokkuð jafnt á kynin í barnafjölskyldum er aðstoð við heimanám barna og tómstundaskutl. Það er margt í umhverfinu sem þarf að laga til að ná jafnrétti kynjanna og það eru til allskyns hjálpleg verkfæri á þeirri vegferð, svo sem jafnlaunavottun, lagasetningar, fræðsla og fleira. En fólk verður einnig að átta sig á og viðurkenna þegar ójafnrétti er til staðar og berjast gegn því í smáu og stóru. Það er ágætt að byrja inn á heimilunum og skoða hvort hjóna eyðir meiri tíma í heimilisstörfin. Þannig verðum við góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Auk þess erum við í betri stöðu til að sinna jafnrétti kynjanna í atvinnulífinu og víðar ef við sinnum því af natni innan veggja heimilisins. Grein þessi er skrifuð í tilefni af kvennafundi í borgarstjórn Reykjavíkur 31. mars 2015 til að fagna 100 ára kosningarafmæli kvenna.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun