Allir sem komu að björgunaraðgerðum í Hafnarfirði munu fá áfallahjálp Sveinn Arnarsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 Þeir sem komu að björguninni í gær höfðu á orði hversu erfiðar aðstæður voru á slysstað. vísir/ernir Alvarlegt slys varð við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði um miðjan dag í gær þegar tveir drengir féllu í foss sem fellur af stíflunni. Stíflan er við Lækjarkinn í Hafnarfirði, steinsnar frá Lækjarskóla. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 14.33. Erfiðlega gekk að koma drengjunum til bjargar vegna þess hversu mikill straumur var í rennunni neðan við fossinn. Annar drengjanna komst til meðvitundar fljótlega eftir að endurlífgunartilraunir hófust. Hinum drengnum var samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Karlmaður á þrítugsaldri reyndi að koma drengjunum tveimur til bjargar. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn aðframkominn. Lögregluþjónn var einnig hætt kominn við björgunarstörf þegar hann reyndi að bjarga drengjunum. Að mati lögreglunnar voru þeir báðir í bráðri hættu enda aðstæður á vettvangi afar erfiðar. Fór svo að þeir náðu drengjunum upp á bakkann og hófust þá endurlífgunartilraunir. Fljótlega eftir slysið voru starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komnir á vettvang til að kanna aðstæður á slysstað. Tæknideild lögreglu var einnig við störf á vettvangi í gær. Markmið þeirrar vinnu er að fyrirbyggja að slys sem þessi gerist aftur við lækinn. Stíflan og slysstaðurinn eru ekki girt af. Maðurinn sem kom að björgun drengjanna var einnig fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Honum, auk allra viðbragðsaðila sem komu að málinu, mun verða veitt áfallahjálp vegna slyssins. Ákveðið var að ráðast í endurbyggingu Reykdalsstíflu árið 2006 til að minnast 100 ára afmælis Rafveitu Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Sjá meira
Alvarlegt slys varð við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði um miðjan dag í gær þegar tveir drengir féllu í foss sem fellur af stíflunni. Stíflan er við Lækjarkinn í Hafnarfirði, steinsnar frá Lækjarskóla. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 14.33. Erfiðlega gekk að koma drengjunum til bjargar vegna þess hversu mikill straumur var í rennunni neðan við fossinn. Annar drengjanna komst til meðvitundar fljótlega eftir að endurlífgunartilraunir hófust. Hinum drengnum var samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum haldið sofandi í öndunarvél þegar Fréttablaðið fór í prentun. Karlmaður á þrítugsaldri reyndi að koma drengjunum tveimur til bjargar. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn aðframkominn. Lögregluþjónn var einnig hætt kominn við björgunarstörf þegar hann reyndi að bjarga drengjunum. Að mati lögreglunnar voru þeir báðir í bráðri hættu enda aðstæður á vettvangi afar erfiðar. Fór svo að þeir náðu drengjunum upp á bakkann og hófust þá endurlífgunartilraunir. Fljótlega eftir slysið voru starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komnir á vettvang til að kanna aðstæður á slysstað. Tæknideild lögreglu var einnig við störf á vettvangi í gær. Markmið þeirrar vinnu er að fyrirbyggja að slys sem þessi gerist aftur við lækinn. Stíflan og slysstaðurinn eru ekki girt af. Maðurinn sem kom að björgun drengjanna var einnig fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Honum, auk allra viðbragðsaðila sem komu að málinu, mun verða veitt áfallahjálp vegna slyssins. Ákveðið var að ráðast í endurbyggingu Reykdalsstíflu árið 2006 til að minnast 100 ára afmælis Rafveitu Hafnarfjarðar.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51 Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Sjá meira
Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði. 14. apríl 2015 14:51
Öðrum haldið sofandi í öndunarvél Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. 14. apríl 2015 18:47
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent