Hillary og repúblikanarnir Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. apríl 2015 12:00 Hillary Clinton yrði fyrsta konan sem settist á forsetastól í Bandaríkjunum, og á eftir Barack Obama, sem varð fyrsti þeldökki maðurinn til að hreppa þetta valdamesta embætti heims. Hillary Clinton virðist nokkuð örugg með að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningum í Bandaríkjunum haustið 2006. Langt er að vísu til kosninga þannig að enn er ekki hægt að útiloka neitt í þeim efnum. Mikil óvissa ríkir hins vegar í herbúðum repúblikana. Enginn sterkur frambjóðandi virðist í boði, nema þá helst Jeb Bush, Scott Walker eða jafnvel Chris Christie. Bush er vel þekktur, bæði sem fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída og sem bróðir og sonur tveggja fyrrverandi forseta. Walker hefur vakið athygli meðal eindreginna íhaldsmanna fyrir baráttu sína gegn verkalýðshreyfingunni, en Christie þykir mikill dugnaðarforkur þótt ekki sé hann allra. Þrír repúblikanar eru strax búnir að tilkynna um framboð, þeir Ted Cruz, Paul Rand og Marco Rubio. Allir hafa þeir tengst hinni herskáu teboðshreyfingu innan Repúblikanaflokksins, sem virðist þó hafa verið að missa flugið undanfarið. Rick Santorum hefur sömuleiðis lýst yfir framboði og náði þokkalegum árangri í forkosningum flokksins árið 2012. Rick Perry þykir afar líklegur til að taka slaginn aftur, en hann náði sömuleiðis býsna langt síðast. Óvíst er hins vegar hvort Mike Huckabee láti reyna á gæfuna í þetta sinn, en hann var ekki með árið 2012 þótt hann hafi náð góðum árangri 2008, þegar hann tapaði á endanum fyrir John McCain.Yfirburðastaða Clinton Hvað demókratana varðar þá hafa nokkrir verið nefndir sem líklegir mótframbjóðendur Clinton. Á meðal þeirra er hin skelegga Elizabeth Warren, sem hefur þó fyrir löngu tekið af skarið og útilokað framboð. Clinton hefur borið mikið lof á Warren og vonast væntanlega eftir stuðningi hennar. Joe Biden, sem er varaforseti Baracks Obama, hefur ekki útilokað framboð en virðist þó almennt ekki talinn líklegur til að taka slaginn. Og ætti ekkert endilega mikla möguleika á móti Clinton, að minnsta kosti eins og staðan er nú. Tveir demókratar hafa sýnt töluverðan áhuga á framboði en virðast samt fyrirfram dæmdir til að tapa gegn Clinton. Annar þeirra er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, sem virðist fyrst og fremst ætla í framboð gegn Clinton til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri við kjósendur. Hinn er Jim Webb, sem er ekki sami haukurinn í utanríkismálum og Clinton og myndi höfða til frjálslyndari demókrata en hún.Fyrsta konan Hillary Clinton yrði fyrsta konan sem settist á forsetastól í Bandaríkjunum, og á eftir Barack Obama, sem varð fyrsti þeldökki maðurinn til að hreppa þetta valdamesta embætti heims. Bill Clinton, fyrrverandi forseti, yrði þá kominn í sömu stöðu og eiginkona hans var árin 1993 til 2000, sem maki forseta Bandaríkjanna. Hún tilkynnti um framboð sitt á vefsíðu sinni nú í vikunni en sagði lítið annað en að hún ætlaði að bjóða sig fram. Hún boðar hins vegar fyrsta kosningafundinn í New Hampshire strax eftir helgina. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Hillary Clinton virðist nokkuð örugg með að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningum í Bandaríkjunum haustið 2006. Langt er að vísu til kosninga þannig að enn er ekki hægt að útiloka neitt í þeim efnum. Mikil óvissa ríkir hins vegar í herbúðum repúblikana. Enginn sterkur frambjóðandi virðist í boði, nema þá helst Jeb Bush, Scott Walker eða jafnvel Chris Christie. Bush er vel þekktur, bæði sem fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída og sem bróðir og sonur tveggja fyrrverandi forseta. Walker hefur vakið athygli meðal eindreginna íhaldsmanna fyrir baráttu sína gegn verkalýðshreyfingunni, en Christie þykir mikill dugnaðarforkur þótt ekki sé hann allra. Þrír repúblikanar eru strax búnir að tilkynna um framboð, þeir Ted Cruz, Paul Rand og Marco Rubio. Allir hafa þeir tengst hinni herskáu teboðshreyfingu innan Repúblikanaflokksins, sem virðist þó hafa verið að missa flugið undanfarið. Rick Santorum hefur sömuleiðis lýst yfir framboði og náði þokkalegum árangri í forkosningum flokksins árið 2012. Rick Perry þykir afar líklegur til að taka slaginn aftur, en hann náði sömuleiðis býsna langt síðast. Óvíst er hins vegar hvort Mike Huckabee láti reyna á gæfuna í þetta sinn, en hann var ekki með árið 2012 þótt hann hafi náð góðum árangri 2008, þegar hann tapaði á endanum fyrir John McCain.Yfirburðastaða Clinton Hvað demókratana varðar þá hafa nokkrir verið nefndir sem líklegir mótframbjóðendur Clinton. Á meðal þeirra er hin skelegga Elizabeth Warren, sem hefur þó fyrir löngu tekið af skarið og útilokað framboð. Clinton hefur borið mikið lof á Warren og vonast væntanlega eftir stuðningi hennar. Joe Biden, sem er varaforseti Baracks Obama, hefur ekki útilokað framboð en virðist þó almennt ekki talinn líklegur til að taka slaginn. Og ætti ekkert endilega mikla möguleika á móti Clinton, að minnsta kosti eins og staðan er nú. Tveir demókratar hafa sýnt töluverðan áhuga á framboði en virðast samt fyrirfram dæmdir til að tapa gegn Clinton. Annar þeirra er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, sem virðist fyrst og fremst ætla í framboð gegn Clinton til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri við kjósendur. Hinn er Jim Webb, sem er ekki sami haukurinn í utanríkismálum og Clinton og myndi höfða til frjálslyndari demókrata en hún.Fyrsta konan Hillary Clinton yrði fyrsta konan sem settist á forsetastól í Bandaríkjunum, og á eftir Barack Obama, sem varð fyrsti þeldökki maðurinn til að hreppa þetta valdamesta embætti heims. Bill Clinton, fyrrverandi forseti, yrði þá kominn í sömu stöðu og eiginkona hans var árin 1993 til 2000, sem maki forseta Bandaríkjanna. Hún tilkynnti um framboð sitt á vefsíðu sinni nú í vikunni en sagði lítið annað en að hún ætlaði að bjóða sig fram. Hún boðar hins vegar fyrsta kosningafundinn í New Hampshire strax eftir helgina.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira