Kjaraviðræður í ógöngum Þórarinn G. Pétursson skrifar 23. apríl 2015 00:01 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg. Kröfur eru uppi um mjög miklar hækkanir nafnlauna og gangi þær eftir og ná til stórs hluta vinnumarkaðarins er hætta á að þeim árangri sem náðst hefur við að koma verðbólgu og verðbólguvæntingum að verðbólgumarkmiði Seðlabankans sé stefnt í voða. Einnig er hætta á að launahækkanir sem eru langt umfram framleiðnivöxt valdi því að fyrirtæki leiti leiða til að draga úr launakostnaði, t.d. með því að hægja á ráðningum eða grípa til uppsagna. Samkeppnisábata sem þjóðarbúið hefur náð undanfarin misseri, og birtist m.a. í kröftugum útflutningsvexti þrátt fyrir slakan hagvöxt meðal helstu viðskiptalanda, yrði einnig teflt í tvísýnu. Mikil hækkun launakostnaðar væri því einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og þeim afgangi á viðskiptum við útlönd sem býr í haginn fyrir losun fjármagnshafta. Mat á þjóðhagslegum áhrifum mikilla launahækkana Til að reyna að leggja mat á þjóðhagsleg áhrif svo mikilla launahækkana er hér sýnt dæmi þar sem tekið er mið af þegar gerðum samningum og þeim kröfum sem komið hafa fram um svipaðar hækkanir hjá flestum stéttarfélögum á vinnumarkaði. Í dæminu er gert ráð fyrir að laun hækki samtals um u.þ.b. 30% í þriggja ára samningi sem tæki gildi um mitt þetta ár. Að viðbættu launaskriði felur þetta dæmi í sér að laun hækki um u.þ.b. 11% á ári að meðaltali til ársins 2018 sem er um tvöfalt meira en gert hefur verið ráð fyrir í síðustu spám Seðlabankans. Þar að auki er gert ráð fyrir að kjarasamningurinn verði töluvert framhlaðinn eins og þeir samningar sem hafðir eru til viðmiðunar. Hátt í helmingur hækkunar launa fellur því til á þessu ári og um tveir þriðju á þessu og næsta ári.Meðfylgjandi mynd sýnir möguleg áhrif slíkra launahækkana á helstu þjóðhagsstærðir. Áhrifin eru sýnd sem frávik frá grunnspá Seðlabankans fyrir árin 2014-2018. Sýnd eru tvenns konar dæmi sem metin eru út frá þjóðhagslíkönum Seðlabankans. Í fyrra dæminu heldur kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði Seðlabankans þannig að þótt þær aukist tímabundið með aukinni verðbólgu leita þær tiltölulega fljótt aftur í markmið. Í seinna dæminu grafa þessar miklu launahækkanir hins vegar undan markmiðinu og kjölfesta væntinga brestur um tíma. Við það verða áhrif launahækkana á verðbólgu mun þrálátari en í fyrra dæminu og erfiðara og kostnaðarsamara (í formi minni hagvaxtar og lægra atvinnustigs) verður að ná tökum á verðbólgunni á ný. Þótt nokkur óvissa sé um vöxt framleiðni á spátímanum er ljóst að svo miklar launahækkanir eru langt umfram það sem raunhæft er að gera ráð fyrir að framleiðnivöxtur standi undir. Kostnaðarþrýstingur af þeim mun því aukast mikið og einhver hluti hans mun koma fram í hækkun verðlags og þar með aukinni verðbólgu. Verðbólga gæti því orðið um 1 prósenti meiri en ella í ár, um 3 prósentum meiri á því næsta og hátt í 4 prósentum meiri árið 2017. Áhrifin eru enn meiri ef kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga brestur og gæti verðbólga þá orðið u.þ.b. 5 prósentum meiri en ella frá árinu 2017. Miðað við grunnspá Seðlabankans frá því í febrúar sl. gæti verðbólga því orðið hátt í 6% á næsta ári og ríflega 7% árið 2017. Meginástæða þess að verðbólga eykst ekki enn meira er að peningastefnan bregst við með hækkun vaxta. Með hærra vaxtastigi er dregið úr efnahagsumsvifum og stutt við gengi krónunnar. Þannig mun smám saman takast að draga úr verðbólgu á ný og tryggja að hún leiti aftur í markmið. Miðað við peningastefnureglu þjóðhagslíkana Seðlabankans gætu vextir bankans orðið um 1,5 prósentum hærri en ella í ár og um 3,5 prósentum hærri frá árinu 2017. Veikist kjölfesta verðbólguvæntinga hins vegar þannig að verðbólguvæntingar rísi hraðar og haldist háar lengur þurfa vextir að hækka enn meira og búa þannig til meiri slaka í þjóðarbúinu. Gætu þeir orðið ríflega 5 prósentum hærri en ella frá árinu 2017 sem þýddi miðað við núverandi vaxtastig að lykilvextir Seðlabankans væru komnir í u.þ.b. 10%. Þegar kemur að gengi krónunnar vegast á tvenns konar áhrif: mikil hækkun innlends kostnaðar leiðir til hækkunar raungengis sem skapar þrýsting á nafngengi krónunnar til lækkunar en á móti styðja hærri vextir við gengið. Heildaráhrifin eru þau að nafngengi krónunnar hækkar lítillega á þessu ári en tekur síðan að lækka og er orðið ríflega 8% lægra en ella árið 2018. Fyrirtæki bregðast við hærri kostnaði og vöxtum með því að draga úr fjárfestingum og vinnuaflsnotkun sem bæði stuðlar að því að draga úr innlendri eftirspurn og auka atvinnuleysi. Til að byrja með vegur hins vegar á móti aukin einkaneysla vegna hærri launatekna. Heildaráhrifin á hagvöxt eru þau að hann breytist lítið í ár en frá næsta ári dregur úr honum í samanburði við grunndæmið og árið 2017 er hann orðinn hátt í 2 prósentum minni en ella sem gæti samsvarað um 1% hagvexti árið 2017 í stað hátt í 3% í grunnspá bankans frá febrúar sl. Eins og sést á myndinni eru neikvæð áhrif á hagvöxt því meiri sem áhrif launahækkananna á langtímaverðbólguvæntingar eru meiri. Áhrifin mögulega vanmetinRétt er að ítreka að ofangreind lýsing er byggð á útkomum úr líkönum bankans sem óhjákvæmilega fela í sér einföldun á raunveruleikanum, auk þess sem slíkir útreikningar fela ávallt í sér ýmsar forsendur til einföldunar. Hér er t.d. horft fram hjá mögulegum áhrifum mikilla launahækkana á stöðu opinberra fjármála og á áhættuálag á innlendar fjáreignir og gengi krónunnar, t.d. í samhengi við áætlun um losun fjármagnshafta. Ofangreindir útreikningar gætu því vanmetið þrýstinginn sem yrði á gengi krónunnar og þar með neikvæð áhrif mikilla launahækkana á verðbólgu og efnahagsumsvif.Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd bankans. Þær skoðanir sem hér koma fram þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans eða annarra í nefndinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg. Kröfur eru uppi um mjög miklar hækkanir nafnlauna og gangi þær eftir og ná til stórs hluta vinnumarkaðarins er hætta á að þeim árangri sem náðst hefur við að koma verðbólgu og verðbólguvæntingum að verðbólgumarkmiði Seðlabankans sé stefnt í voða. Einnig er hætta á að launahækkanir sem eru langt umfram framleiðnivöxt valdi því að fyrirtæki leiti leiða til að draga úr launakostnaði, t.d. með því að hægja á ráðningum eða grípa til uppsagna. Samkeppnisábata sem þjóðarbúið hefur náð undanfarin misseri, og birtist m.a. í kröftugum útflutningsvexti þrátt fyrir slakan hagvöxt meðal helstu viðskiptalanda, yrði einnig teflt í tvísýnu. Mikil hækkun launakostnaðar væri því einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og þeim afgangi á viðskiptum við útlönd sem býr í haginn fyrir losun fjármagnshafta. Mat á þjóðhagslegum áhrifum mikilla launahækkana Til að reyna að leggja mat á þjóðhagsleg áhrif svo mikilla launahækkana er hér sýnt dæmi þar sem tekið er mið af þegar gerðum samningum og þeim kröfum sem komið hafa fram um svipaðar hækkanir hjá flestum stéttarfélögum á vinnumarkaði. Í dæminu er gert ráð fyrir að laun hækki samtals um u.þ.b. 30% í þriggja ára samningi sem tæki gildi um mitt þetta ár. Að viðbættu launaskriði felur þetta dæmi í sér að laun hækki um u.þ.b. 11% á ári að meðaltali til ársins 2018 sem er um tvöfalt meira en gert hefur verið ráð fyrir í síðustu spám Seðlabankans. Þar að auki er gert ráð fyrir að kjarasamningurinn verði töluvert framhlaðinn eins og þeir samningar sem hafðir eru til viðmiðunar. Hátt í helmingur hækkunar launa fellur því til á þessu ári og um tveir þriðju á þessu og næsta ári.Meðfylgjandi mynd sýnir möguleg áhrif slíkra launahækkana á helstu þjóðhagsstærðir. Áhrifin eru sýnd sem frávik frá grunnspá Seðlabankans fyrir árin 2014-2018. Sýnd eru tvenns konar dæmi sem metin eru út frá þjóðhagslíkönum Seðlabankans. Í fyrra dæminu heldur kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði Seðlabankans þannig að þótt þær aukist tímabundið með aukinni verðbólgu leita þær tiltölulega fljótt aftur í markmið. Í seinna dæminu grafa þessar miklu launahækkanir hins vegar undan markmiðinu og kjölfesta væntinga brestur um tíma. Við það verða áhrif launahækkana á verðbólgu mun þrálátari en í fyrra dæminu og erfiðara og kostnaðarsamara (í formi minni hagvaxtar og lægra atvinnustigs) verður að ná tökum á verðbólgunni á ný. Þótt nokkur óvissa sé um vöxt framleiðni á spátímanum er ljóst að svo miklar launahækkanir eru langt umfram það sem raunhæft er að gera ráð fyrir að framleiðnivöxtur standi undir. Kostnaðarþrýstingur af þeim mun því aukast mikið og einhver hluti hans mun koma fram í hækkun verðlags og þar með aukinni verðbólgu. Verðbólga gæti því orðið um 1 prósenti meiri en ella í ár, um 3 prósentum meiri á því næsta og hátt í 4 prósentum meiri árið 2017. Áhrifin eru enn meiri ef kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga brestur og gæti verðbólga þá orðið u.þ.b. 5 prósentum meiri en ella frá árinu 2017. Miðað við grunnspá Seðlabankans frá því í febrúar sl. gæti verðbólga því orðið hátt í 6% á næsta ári og ríflega 7% árið 2017. Meginástæða þess að verðbólga eykst ekki enn meira er að peningastefnan bregst við með hækkun vaxta. Með hærra vaxtastigi er dregið úr efnahagsumsvifum og stutt við gengi krónunnar. Þannig mun smám saman takast að draga úr verðbólgu á ný og tryggja að hún leiti aftur í markmið. Miðað við peningastefnureglu þjóðhagslíkana Seðlabankans gætu vextir bankans orðið um 1,5 prósentum hærri en ella í ár og um 3,5 prósentum hærri frá árinu 2017. Veikist kjölfesta verðbólguvæntinga hins vegar þannig að verðbólguvæntingar rísi hraðar og haldist háar lengur þurfa vextir að hækka enn meira og búa þannig til meiri slaka í þjóðarbúinu. Gætu þeir orðið ríflega 5 prósentum hærri en ella frá árinu 2017 sem þýddi miðað við núverandi vaxtastig að lykilvextir Seðlabankans væru komnir í u.þ.b. 10%. Þegar kemur að gengi krónunnar vegast á tvenns konar áhrif: mikil hækkun innlends kostnaðar leiðir til hækkunar raungengis sem skapar þrýsting á nafngengi krónunnar til lækkunar en á móti styðja hærri vextir við gengið. Heildaráhrifin eru þau að nafngengi krónunnar hækkar lítillega á þessu ári en tekur síðan að lækka og er orðið ríflega 8% lægra en ella árið 2018. Fyrirtæki bregðast við hærri kostnaði og vöxtum með því að draga úr fjárfestingum og vinnuaflsnotkun sem bæði stuðlar að því að draga úr innlendri eftirspurn og auka atvinnuleysi. Til að byrja með vegur hins vegar á móti aukin einkaneysla vegna hærri launatekna. Heildaráhrifin á hagvöxt eru þau að hann breytist lítið í ár en frá næsta ári dregur úr honum í samanburði við grunndæmið og árið 2017 er hann orðinn hátt í 2 prósentum minni en ella sem gæti samsvarað um 1% hagvexti árið 2017 í stað hátt í 3% í grunnspá bankans frá febrúar sl. Eins og sést á myndinni eru neikvæð áhrif á hagvöxt því meiri sem áhrif launahækkananna á langtímaverðbólguvæntingar eru meiri. Áhrifin mögulega vanmetinRétt er að ítreka að ofangreind lýsing er byggð á útkomum úr líkönum bankans sem óhjákvæmilega fela í sér einföldun á raunveruleikanum, auk þess sem slíkir útreikningar fela ávallt í sér ýmsar forsendur til einföldunar. Hér er t.d. horft fram hjá mögulegum áhrifum mikilla launahækkana á stöðu opinberra fjármála og á áhættuálag á innlendar fjáreignir og gengi krónunnar, t.d. í samhengi við áætlun um losun fjármagnshafta. Ofangreindir útreikningar gætu því vanmetið þrýstinginn sem yrði á gengi krónunnar og þar með neikvæð áhrif mikilla launahækkana á verðbólgu og efnahagsumsvif.Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd bankans. Þær skoðanir sem hér koma fram þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans eða annarra í nefndinni.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar