Hart deilt um þjóðarmorð Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. apríl 2015 07:00 Fjöldi fólks lagði leið sína að Tsitsernakaberd-minnismerkinu í Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær þar sem efnt var til minningarathafnar. fréttablaðið/EPA Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eru sögð hafa verið þjóðarmorð. Hugtakið þjóðarmorð hefur, þegar rætt er um þessa atburði, staðið bæði í tyrkneskum stjórnvöldum og leiðtogum fjölmargra annarra ríkja, sem ekki hafa viljað styggja Tyrki. Armenar segja að um ein og hálf milljón Armena hafi verið myrt eða hrakin frá Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað fallast á að þessir atburðir hafi verið þjóðarmorð og segja átökin milli Tyrkja og Armena hafa kostað mörg mannslíf úr röðum beggja. Töluvert munar þó um rödd Þjóðverja í þessu samhengi, þar sem Þýskaland er helsta viðskiptaland Tyrklands. Ekki er þó einhugur á meðal þýskra ráðamanna um þetta, því Frank Walter Steinmeir utanríkisráðherra segir ekki rétt að tala um þjóðarmorð: „Flóknar minningar er sjaldan hægt að setja undir eitt hugtak,“ sagði hann í tímaritinu Der Spiegel í gær. Forsetar Frakklands og Rússlands, þeir Francois Hollande og Vladimir Pútín, eru á meðal þeirra sem hafa hiklaust talað um þjóðarmorð á Armenum. Og báðir heimsóttu þeir minnismerki um þjóðarmorðið í Armeníu í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hins vegar viljað hlífa Tyrkjum við að tala um þjóðarmorð.Á fimmtudaginn flutti Joachim Gauck Þýskalandsforseti ræðu þar sem hann minntist fjöldamorðanna, sem hófust 24. apríl árið 1915 og stóðu yfir í nokkur ár. „Með því að minnast erum við ekki að setja neinn sem nú er á lífi á sakamannabekk,“ sagði Gauck. „En það sem afkomendur fórnarlambanna eiga rétt á að vonast til er viðurkenning á sögulegum staðreyndum og þar með einnig sögulegri sekt.“ Gauck minnti á að Adolf Hitler hefði í ágúst 1939, þegar hann gaf fyrirskipanir um að „senda án miskunnar pólskumælandi karla, konur og börn af pólsku ætterni í dauðann“, vísað máli sínu til stuðnings í atburðina í Tyrklandi tuttugu árum áður: „Hver talar enn í dag um útrýminguna á Armenum?“ Ræða hans var harðlega gagnrýnd í tyrkneskum fjölmiðlum í gær. Armenía Tyrkland Þýskaland Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eru sögð hafa verið þjóðarmorð. Hugtakið þjóðarmorð hefur, þegar rætt er um þessa atburði, staðið bæði í tyrkneskum stjórnvöldum og leiðtogum fjölmargra annarra ríkja, sem ekki hafa viljað styggja Tyrki. Armenar segja að um ein og hálf milljón Armena hafi verið myrt eða hrakin frá Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað fallast á að þessir atburðir hafi verið þjóðarmorð og segja átökin milli Tyrkja og Armena hafa kostað mörg mannslíf úr röðum beggja. Töluvert munar þó um rödd Þjóðverja í þessu samhengi, þar sem Þýskaland er helsta viðskiptaland Tyrklands. Ekki er þó einhugur á meðal þýskra ráðamanna um þetta, því Frank Walter Steinmeir utanríkisráðherra segir ekki rétt að tala um þjóðarmorð: „Flóknar minningar er sjaldan hægt að setja undir eitt hugtak,“ sagði hann í tímaritinu Der Spiegel í gær. Forsetar Frakklands og Rússlands, þeir Francois Hollande og Vladimir Pútín, eru á meðal þeirra sem hafa hiklaust talað um þjóðarmorð á Armenum. Og báðir heimsóttu þeir minnismerki um þjóðarmorðið í Armeníu í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hins vegar viljað hlífa Tyrkjum við að tala um þjóðarmorð.Á fimmtudaginn flutti Joachim Gauck Þýskalandsforseti ræðu þar sem hann minntist fjöldamorðanna, sem hófust 24. apríl árið 1915 og stóðu yfir í nokkur ár. „Með því að minnast erum við ekki að setja neinn sem nú er á lífi á sakamannabekk,“ sagði Gauck. „En það sem afkomendur fórnarlambanna eiga rétt á að vonast til er viðurkenning á sögulegum staðreyndum og þar með einnig sögulegri sekt.“ Gauck minnti á að Adolf Hitler hefði í ágúst 1939, þegar hann gaf fyrirskipanir um að „senda án miskunnar pólskumælandi karla, konur og börn af pólsku ætterni í dauðann“, vísað máli sínu til stuðnings í atburðina í Tyrklandi tuttugu árum áður: „Hver talar enn í dag um útrýminguna á Armenum?“ Ræða hans var harðlega gagnrýnd í tyrkneskum fjölmiðlum í gær.
Armenía Tyrkland Þýskaland Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira