Þjóðaratkvæðagreiðsla um rýniskýrslu? 1. maí 2015 12:00 Með þingsályktun 16. júlí 2009 fól Alþingi ríkisstjórninni að „leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.“ Í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar um tillögu til ályktunar Alþingis segir m.a.: „Með aðildarviðræðum skýrist á ítarlegan hátt hvaða samningsgrundvelli Ísland getur náð svo þjóðin geti tekið ákvörðun um þetta stóra ágreiningsmál samtímans með allar forsendur þess ljósar.“ Í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem tók við völdum eftir kosningar til Alþingis 27. apríl 2013 kom fram að gera ætti úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Var Hagfræðistofnun HÍ falið að annast umrædda úttekt og skila um hana skýrslu. Í niðurstöðukafla skýrslunnar, sem gerð var opinber 17. feb. 2014, kemur m.a. fram að rýniskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um sjávarútvegsmál hafi ekki legið fyrir þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að fresta frekari viðræðum við ESB en þá var liðið vel á annað ár frá því að seinni rýnifundi samningsaðila um þetta efni lauk. Hvað sem líður stöðu Íslands sem umsóknarríkis verður þessi afstaða vart túlkuð á annan hátt en að viðræður hafi í reynd verið lagðar af. Lítil umræða um skýrsluna Nokkrum dögum eftir að Hagfræðistofnun skilaði af sér áðurnefndri skýrslu samþykkti ríkisstjórnin að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Við þetta færðist aukinn kraftur í kröfuna um að örlög viðræðnanna yrðu lögð í dóm þjóðarinnar. Lítil umræða varð á þingi um skýrslu Hagfræðistofnunar en þeim mun meiri um kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Þegar þingstörfum lauk vorið 2014 lá tillaga utanríkisráðherra um að draga ESB-umsókn Íslands til baka enn óafgreidd í nefnd og dagaði þar uppi. Á liðnum vikum hefur aftur lifnað yfir umræðunni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Þriðjudaginn 14. apríl mælti Katrín Jakobsdóttir (í fjarveru 1. flutningsmanns málsins, Árna Páls Árnasonar) fyrir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Auk Katrínar og Árna Páls standa Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir að tillögunni en þannig hafa stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði haldin 26. sept. nk. Málavextir eru þó augljóslega með þeim hætti að erfitt er að sjá að flutningsmönnum sé full alvara með tillögu sinni. Samkvæmt henni á að bera eftirfarandi spurningu undir þjóðaratkvæðagreiðslu: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Einhverjum kann að þykja sérstætt að stjórnmálaflokkar, sem stóðu að samþykkt um að hefja aðildarviðræður við ESB árið 2009, telji nú brýnt að þjóðin ákveði það í sérstakri atkvæðagreiðslu hvort „taka eigi upp þráðinn“ í viðræðum sem stofnað var til án þess að sú ákvörðun væri með nokkrum hætti borin undir þjóðina. Hér blasir enn fremur við að tillagan tekur með engum hætti mið af raunverulegri stöðu aðildarviðræðnanna. Spurningin sem leggja á fyrir þjóðina er orðuð þannig að ætla má að það sé á valdi Íslands að taka upp þráðinn í viðræðunum við ESB og þá væntanlega þar sem frá var horfið í kjölfar seinni rýnifundar um sjávarútvegskaflann sem lauk í mars 2011. Nú má að sjálfsögðu velta því fyrir sér fram og til baka hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki birt Íslendingum rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að framkvæmdastjórnin lét ekki verða af birtingu skýrslunnar og bjó því þannig um hnútana að viðræður um þennan mikilvægasta kafla aðildarviðræðnanna gátu ekki farið fram. Merkingarlaus spurning Nú er ekkert athugavert við að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, leggi til við Alþingi að það samþykki tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Í ljósi þess hve kröfunni um aukna möguleika þjóðarinnar á aðkomu að mikilvægum málum samfélagsins hefur vaxið fiskur um hrygg er dapurlegt að verða vitni að því að forystulið íslenskra stjórnmála skuli, að því er virðist, gera sér að leik að leggja til við aðra alþingismenn að þeir samþykki ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um spurningu sem er, eftir því sem best verður séð, fullkomlega merkingarlaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Með þingsályktun 16. júlí 2009 fól Alþingi ríkisstjórninni að „leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.“ Í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar um tillögu til ályktunar Alþingis segir m.a.: „Með aðildarviðræðum skýrist á ítarlegan hátt hvaða samningsgrundvelli Ísland getur náð svo þjóðin geti tekið ákvörðun um þetta stóra ágreiningsmál samtímans með allar forsendur þess ljósar.“ Í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem tók við völdum eftir kosningar til Alþingis 27. apríl 2013 kom fram að gera ætti úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Var Hagfræðistofnun HÍ falið að annast umrædda úttekt og skila um hana skýrslu. Í niðurstöðukafla skýrslunnar, sem gerð var opinber 17. feb. 2014, kemur m.a. fram að rýniskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um sjávarútvegsmál hafi ekki legið fyrir þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að fresta frekari viðræðum við ESB en þá var liðið vel á annað ár frá því að seinni rýnifundi samningsaðila um þetta efni lauk. Hvað sem líður stöðu Íslands sem umsóknarríkis verður þessi afstaða vart túlkuð á annan hátt en að viðræður hafi í reynd verið lagðar af. Lítil umræða um skýrsluna Nokkrum dögum eftir að Hagfræðistofnun skilaði af sér áðurnefndri skýrslu samþykkti ríkisstjórnin að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Við þetta færðist aukinn kraftur í kröfuna um að örlög viðræðnanna yrðu lögð í dóm þjóðarinnar. Lítil umræða varð á þingi um skýrslu Hagfræðistofnunar en þeim mun meiri um kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Þegar þingstörfum lauk vorið 2014 lá tillaga utanríkisráðherra um að draga ESB-umsókn Íslands til baka enn óafgreidd í nefnd og dagaði þar uppi. Á liðnum vikum hefur aftur lifnað yfir umræðunni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Þriðjudaginn 14. apríl mælti Katrín Jakobsdóttir (í fjarveru 1. flutningsmanns málsins, Árna Páls Árnasonar) fyrir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Auk Katrínar og Árna Páls standa Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir að tillögunni en þannig hafa stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði haldin 26. sept. nk. Málavextir eru þó augljóslega með þeim hætti að erfitt er að sjá að flutningsmönnum sé full alvara með tillögu sinni. Samkvæmt henni á að bera eftirfarandi spurningu undir þjóðaratkvæðagreiðslu: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Einhverjum kann að þykja sérstætt að stjórnmálaflokkar, sem stóðu að samþykkt um að hefja aðildarviðræður við ESB árið 2009, telji nú brýnt að þjóðin ákveði það í sérstakri atkvæðagreiðslu hvort „taka eigi upp þráðinn“ í viðræðum sem stofnað var til án þess að sú ákvörðun væri með nokkrum hætti borin undir þjóðina. Hér blasir enn fremur við að tillagan tekur með engum hætti mið af raunverulegri stöðu aðildarviðræðnanna. Spurningin sem leggja á fyrir þjóðina er orðuð þannig að ætla má að það sé á valdi Íslands að taka upp þráðinn í viðræðunum við ESB og þá væntanlega þar sem frá var horfið í kjölfar seinni rýnifundar um sjávarútvegskaflann sem lauk í mars 2011. Nú má að sjálfsögðu velta því fyrir sér fram og til baka hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki birt Íslendingum rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að framkvæmdastjórnin lét ekki verða af birtingu skýrslunnar og bjó því þannig um hnútana að viðræður um þennan mikilvægasta kafla aðildarviðræðnanna gátu ekki farið fram. Merkingarlaus spurning Nú er ekkert athugavert við að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, leggi til við Alþingi að það samþykki tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Í ljósi þess hve kröfunni um aukna möguleika þjóðarinnar á aðkomu að mikilvægum málum samfélagsins hefur vaxið fiskur um hrygg er dapurlegt að verða vitni að því að forystulið íslenskra stjórnmála skuli, að því er virðist, gera sér að leik að leggja til við aðra alþingismenn að þeir samþykki ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um spurningu sem er, eftir því sem best verður séð, fullkomlega merkingarlaus.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun