Kristín: ÍBV þarf að vera með læti á Seltjarnanesi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2015 06:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar mark fyrir Gróttu gegn ÍBV en liðin mætast á ný í dag. vísir/valli Í dag ræðst hvaða lið leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en þá fara fram oddaleikir í báðum undanúrslitarimmum í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Kristín Guðmundsdóttir, leikstjórnandi Vals, gaf álit sitt á rimmunum fyrir Fréttablaðið. Fyrri leikur dagsins verður viðureign Fram og Stjörnunnar í Safamýri klukkan 14.00. Stjarnan knúði fram oddaleik með afar öruggum sigri í Mýrinni á fimmtudag. „Frammistaða Fram var arfaslök í þeim leik og þetta hefur verið aðeins of mikið svart og hvítt hjá þeim fyrir minn smekk,“ sagði Kristín en Valur féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Stjörnunni í oddaleik. „Framarar voru sjálfsagt með það í undirmeðvitundinni [á fimmtudagskvöldið] að þeir ættu alltaf einn leik eftir en nú er jöfn pressa á öllum. Ég vona að þetta verði jafn og spennandi leikur en ég gæti trúað því að reynsla Stjörnunnar skili sigrinum. Stjarnan er með fleiri leikmenn sem kunna að klára svona leiki.“ Deildarmeistarar Gróttu kvittuðu fyrir óvænt tap gegn ÍBV á heimavelli í þriðja leik liðanna með því að gersigra Eyjakonur í Eyjum á fimmtudag, 34-21. „Það er erfitt að vinna Gróttu en það er hægt, sérstaklega ef að hugarfarið klikkar hjá þeim. Breiddin er svo ekki það mikil að um leið og einn leikmaður byrjar að klikka þá gæti þetta orðið erfitt fyrir þær,“ segir Kristín sem hafði það á tilfinningunni fyrir úrslitakeppnina að ÍBV færi alla leið í úrslitin. „ÍBV þarf að mæta til leiks með mikil læti og sjálfstraustið í botni. Þá gætu þær komist á bragðið og leikurinn orðið spennandi. En ef að Grótta fær að spila sinn leik og fær bæði vörn og markvörsluna almennilega í gang þá gæti eftirleikurinn orðið auðveldur,“ segir Kristín. Leikur Gróttu og ÍBV hefst klukkan 16.00 í dag. Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Sjá meira
Í dag ræðst hvaða lið leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en þá fara fram oddaleikir í báðum undanúrslitarimmum í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Kristín Guðmundsdóttir, leikstjórnandi Vals, gaf álit sitt á rimmunum fyrir Fréttablaðið. Fyrri leikur dagsins verður viðureign Fram og Stjörnunnar í Safamýri klukkan 14.00. Stjarnan knúði fram oddaleik með afar öruggum sigri í Mýrinni á fimmtudag. „Frammistaða Fram var arfaslök í þeim leik og þetta hefur verið aðeins of mikið svart og hvítt hjá þeim fyrir minn smekk,“ sagði Kristín en Valur féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Stjörnunni í oddaleik. „Framarar voru sjálfsagt með það í undirmeðvitundinni [á fimmtudagskvöldið] að þeir ættu alltaf einn leik eftir en nú er jöfn pressa á öllum. Ég vona að þetta verði jafn og spennandi leikur en ég gæti trúað því að reynsla Stjörnunnar skili sigrinum. Stjarnan er með fleiri leikmenn sem kunna að klára svona leiki.“ Deildarmeistarar Gróttu kvittuðu fyrir óvænt tap gegn ÍBV á heimavelli í þriðja leik liðanna með því að gersigra Eyjakonur í Eyjum á fimmtudag, 34-21. „Það er erfitt að vinna Gróttu en það er hægt, sérstaklega ef að hugarfarið klikkar hjá þeim. Breiddin er svo ekki það mikil að um leið og einn leikmaður byrjar að klikka þá gæti þetta orðið erfitt fyrir þær,“ segir Kristín sem hafði það á tilfinningunni fyrir úrslitakeppnina að ÍBV færi alla leið í úrslitin. „ÍBV þarf að mæta til leiks með mikil læti og sjálfstraustið í botni. Þá gætu þær komist á bragðið og leikurinn orðið spennandi. En ef að Grótta fær að spila sinn leik og fær bæði vörn og markvörsluna almennilega í gang þá gæti eftirleikurinn orðið auðveldur,“ segir Kristín. Leikur Gróttu og ÍBV hefst klukkan 16.00 í dag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Sjá meira