Barist um stoltið, söguna og milljarða Tómas Þór Þórðarso skrifar 2. maí 2015 08:00 Lengi hefur verið beðið eftir því að Mayweather og Pacquiao mætist í hringnum og nú verður af því eftir sex ára bið. vísir/Getty Eftir sex ára japl, jaml og fuður er loks komið að því: Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao mætast í hringnum. Þessir tveir stórkostlegu hnefaleikakappar berjast til síðasta blóðdropa í MGM Grand-höllinni í Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sögunnar. Hnefaleikarnir eiga margar stórar stundir í sögubókunum en þegar horft er til peninganna er enginn stærri en þessi. 38,6 milljarðar Búist er við að Mayweather og Pacquiao skipti á milli sín 300 milljónum dala. Mayweather fær 60 prósent eins og um er samið sem gerir 23,6 milljarða króna og Filippseyingurinn fær 40 prósent sem eru 15 milljarðar króna. Engin sultarlaun. Bardaginn mun mölbrjóta öll met yfir kaup á einstökum viðburði í sjónvarpi, svokallað Pay Per View. Ekki bara mun bardaginn aðeins brjóta metið heldur tvöfalda það. Til að horfa á bardagann í háskerpu í Bandaríkjunum þarf að borga 100 dali eða þrettán þúsund krónur. Hvergi annars staðar en á Íslandi verður hægt að sjá bardagann í áskriftarsjónvarpi, en Stöð 2 Sport sýnir bardagann í lýsingu Bubba Morthens og Ómars Ragnarssonar. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Miðarnir á bardagann kostuðu allt upp í 800 þúsund krónur en ríkustu menn Bandaríkjanna og fleiri landa buðu Bob Arum, þeim sem sér um að kynna bardagann, fleiri milljónir fyrir miða sem því miður fyrir þá voru ekki til. Engin Hollywood-stjarna fær frítt á bardagann eins og tíðkast, en kynningastjórarnir eru duglegir að fá frægasta fólkið í Bandaríkjunum í húsið með því að bjóða því ókeypis miða. Sú eina sem fær ókeypis miða er MMA-stjarnan Ronda Rousey, en Bob Arum sagðist ekki geta gert annað en gefa henni miða þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að eyða öllum tekjum sínum frá upphafi í UFC til að kaupa sér miða á svörtum markaði. Fyrsta tap Mayweathers? Það eru ekki bara peningarnir sem gera bardagann svo stóran þó þeir sýni svart á hvítu hversu ótrúlega stórt þetta er. Báðir eru kapparnir sem berjast ótrúlega hæfileikaríkir og tveir af bestu hnefaleikaköppum sögunnar. Mayweather er enn taplaus eftir 47 bardaga og hefur unnið í fimm þyngdarflokkum, en Manny hefur unnið í átta þyngdarflokkum, meira en nokkur annar maður. Hnefaleikaspekingar hafa velt sér mikið upp úr því hvor megi minna við tapi og eru flestir sammála um að það sé hinn kjaftfori Mayweather. Hann hefur sjálfur lýst sér sem besta bardagakappa sögunnar enda sé hann taplaus. Stór hluti af ímynd hans er að hann hefur aldrei tapað sem atvinnumaður. Tapi Mayweather verður umræðan um að hann handvelji sér bardaga sem mestar líkur eru á að hann vinni hverju sinni bara háværari. Það er allt undir og málið verður leyst í hringnum í nótt. Íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
Eftir sex ára japl, jaml og fuður er loks komið að því: Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao mætast í hringnum. Þessir tveir stórkostlegu hnefaleikakappar berjast til síðasta blóðdropa í MGM Grand-höllinni í Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sögunnar. Hnefaleikarnir eiga margar stórar stundir í sögubókunum en þegar horft er til peninganna er enginn stærri en þessi. 38,6 milljarðar Búist er við að Mayweather og Pacquiao skipti á milli sín 300 milljónum dala. Mayweather fær 60 prósent eins og um er samið sem gerir 23,6 milljarða króna og Filippseyingurinn fær 40 prósent sem eru 15 milljarðar króna. Engin sultarlaun. Bardaginn mun mölbrjóta öll met yfir kaup á einstökum viðburði í sjónvarpi, svokallað Pay Per View. Ekki bara mun bardaginn aðeins brjóta metið heldur tvöfalda það. Til að horfa á bardagann í háskerpu í Bandaríkjunum þarf að borga 100 dali eða þrettán þúsund krónur. Hvergi annars staðar en á Íslandi verður hægt að sjá bardagann í áskriftarsjónvarpi, en Stöð 2 Sport sýnir bardagann í lýsingu Bubba Morthens og Ómars Ragnarssonar. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Miðarnir á bardagann kostuðu allt upp í 800 þúsund krónur en ríkustu menn Bandaríkjanna og fleiri landa buðu Bob Arum, þeim sem sér um að kynna bardagann, fleiri milljónir fyrir miða sem því miður fyrir þá voru ekki til. Engin Hollywood-stjarna fær frítt á bardagann eins og tíðkast, en kynningastjórarnir eru duglegir að fá frægasta fólkið í Bandaríkjunum í húsið með því að bjóða því ókeypis miða. Sú eina sem fær ókeypis miða er MMA-stjarnan Ronda Rousey, en Bob Arum sagðist ekki geta gert annað en gefa henni miða þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að eyða öllum tekjum sínum frá upphafi í UFC til að kaupa sér miða á svörtum markaði. Fyrsta tap Mayweathers? Það eru ekki bara peningarnir sem gera bardagann svo stóran þó þeir sýni svart á hvítu hversu ótrúlega stórt þetta er. Báðir eru kapparnir sem berjast ótrúlega hæfileikaríkir og tveir af bestu hnefaleikaköppum sögunnar. Mayweather er enn taplaus eftir 47 bardaga og hefur unnið í fimm þyngdarflokkum, en Manny hefur unnið í átta þyngdarflokkum, meira en nokkur annar maður. Hnefaleikaspekingar hafa velt sér mikið upp úr því hvor megi minna við tapi og eru flestir sammála um að það sé hinn kjaftfori Mayweather. Hann hefur sjálfur lýst sér sem besta bardagakappa sögunnar enda sé hann taplaus. Stór hluti af ímynd hans er að hann hefur aldrei tapað sem atvinnumaður. Tapi Mayweather verður umræðan um að hann handvelji sér bardaga sem mestar líkur eru á að hann vinni hverju sinni bara háværari. Það er allt undir og málið verður leyst í hringnum í nótt.
Íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira