Að svindla á prófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2015 14:30 Nemendur í útskriftarárgangi menntaskóla í borginni liggja sumir hverjir undir feldi. Greint var frá því í vikunni að níu þeirra hefðu verið staðnir að verki við svindl á stúdentsprófinu í þýsku. Flestir eru víst „fyrirmyndarnemendur“ en ekki á barmi falls. Níumenningarnir fá ekki að útskrifast með samnemendum sínum en þeim stendur þó til boða að ljúka námi á næstu vikum gangi þeir að tilboði skólastjóra. Þvílík óheppni að vera böstaður á stúdentsprófinu korteri fyrir útskrift. Hverjar eru líkurnar? Líkurnar eru reyndar ágætar ef yfirsetumaðurinn tekur hlutverk sitt alvarlega. Það hefur hins vegar aldrei verið tilfellið í neinu prófi sem ég hef þreytt. Skipta prófin fleiri hundruðum. Blíðu gömlu yfirsetukonurnar í HÍ voru ekki líklegar til að standa górillu með talstöð að verki. Fastlega má gera ráð fyrir að nemandi sem er staðinn að verki í stúdentsprófi hafi svindlað áður, og örugglega oftar en einu sinni. Ef þú hefur aldrei svindlað á prófi, ert heiðarleikinn uppmálaður, myndirðu taka áhættuna á stúdentsprófinu? Ég leyfi mér að stórefast um það. Sjaldan hefur mér blöskrað jafnmikið og að loknu skyndiprófi í meistaranáminu í burðarþolsfræði. Nemendur standa á fætur og ganga með úrlausn sína í átt til kennarans. Samnemandi spyr mig hvernig ég hafi leyst spurningu sem líklega gilti 2%. Ég svaraði án þess að hugsa enda öllum ljóst að prófinu væri lokið. „Já!“ sagði viðkomandi, settist niður aftur og breytti svarinu. Hann lét sem hann heyrði ekki athugasemdir mínar. Ég svekkti mig lengi, velti því fyrir mér að fara á fund prófessorsins og var rétt að jafna mig í jólaprófunum. Heimapróf, sólarhringur og öll gögn leyfð. Eina skilyrðið var engin samvinna. Þegar sami nemandi hringdi í mig til að fá svörin við „bara einni spurningu“, og var svo yfir sig hneykslaður á því að ég vildi ekki hjálpa honum, var mér öllum lokið. Ætli þetta hafi verið einu skiptin sem hann, nú reyndur byggingaverkfræðingur, svindlaði? Ekki séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Nemendur í útskriftarárgangi menntaskóla í borginni liggja sumir hverjir undir feldi. Greint var frá því í vikunni að níu þeirra hefðu verið staðnir að verki við svindl á stúdentsprófinu í þýsku. Flestir eru víst „fyrirmyndarnemendur“ en ekki á barmi falls. Níumenningarnir fá ekki að útskrifast með samnemendum sínum en þeim stendur þó til boða að ljúka námi á næstu vikum gangi þeir að tilboði skólastjóra. Þvílík óheppni að vera böstaður á stúdentsprófinu korteri fyrir útskrift. Hverjar eru líkurnar? Líkurnar eru reyndar ágætar ef yfirsetumaðurinn tekur hlutverk sitt alvarlega. Það hefur hins vegar aldrei verið tilfellið í neinu prófi sem ég hef þreytt. Skipta prófin fleiri hundruðum. Blíðu gömlu yfirsetukonurnar í HÍ voru ekki líklegar til að standa górillu með talstöð að verki. Fastlega má gera ráð fyrir að nemandi sem er staðinn að verki í stúdentsprófi hafi svindlað áður, og örugglega oftar en einu sinni. Ef þú hefur aldrei svindlað á prófi, ert heiðarleikinn uppmálaður, myndirðu taka áhættuna á stúdentsprófinu? Ég leyfi mér að stórefast um það. Sjaldan hefur mér blöskrað jafnmikið og að loknu skyndiprófi í meistaranáminu í burðarþolsfræði. Nemendur standa á fætur og ganga með úrlausn sína í átt til kennarans. Samnemandi spyr mig hvernig ég hafi leyst spurningu sem líklega gilti 2%. Ég svaraði án þess að hugsa enda öllum ljóst að prófinu væri lokið. „Já!“ sagði viðkomandi, settist niður aftur og breytti svarinu. Hann lét sem hann heyrði ekki athugasemdir mínar. Ég svekkti mig lengi, velti því fyrir mér að fara á fund prófessorsins og var rétt að jafna mig í jólaprófunum. Heimapróf, sólarhringur og öll gögn leyfð. Eina skilyrðið var engin samvinna. Þegar sami nemandi hringdi í mig til að fá svörin við „bara einni spurningu“, og var svo yfir sig hneykslaður á því að ég vildi ekki hjálpa honum, var mér öllum lokið. Ætli þetta hafi verið einu skiptin sem hann, nú reyndur byggingaverkfræðingur, svindlaði? Ekki séns.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun