Mannréttindamál að fá undanþágu frá verkfalli Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2015 07:00 Inga segir að hún sé upp á starfsfólk sitt komin. Fréttablaðið/Ernir „Ég er algerlega upp á aðra komin með að komast á milli staða,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir, nemi við Háskóla Íslands. Inga nýtir sér notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, og er upp á starfsmenn sína komin með athafnir í sínu daglega lífi. Starfsmenn NPA-miðstöðvarinnar eru hluti af Eflingu stéttarfélagi og að öllu óbreyttu stefna þeir í verkfall 6. júní. „Þetta er auðvitað erfitt mál því að maður vill betri kjör fyrir starfsfólkið, en í þessu tilfelli snýst þetta um mannréttindi okkar þar sem við reiðum okkur að öllu leyti á aðstoð þeirra,“ sagði Inga, sem veit ekki hvernig fer ef verkfall skellur á. Hún getur ekki með góðri samvisku sótt um sumarstörf þar sem hún viti ekki hvort hún verði í aðstöðu til að sinna starfi án aðstoðarmanna sinna. „Ég væri alveg ósjálfbjarga heima fyrir og þyrfti að reiða mig á aðstoð vina og ættingja sem er erfitt þar sem fólk er í vinnu og skóla. Ef ég þigg aðstoð frá öðrum og aðrir ganga í verkefnin er það tæknilega séð verkfallsbrot. Til dæmis þarf ég aðstoð við að útbúa mat og ég verð auðvitað að nærast einhvern veginn þannig að verkfallsbrot væru óumflýjanleg.“ Inga hefur sótt um undanþágu til Eflingar stéttarfélags vegna þessa en hefur enn ekki fengið svör. Ragnar Gunnar Þórhallsson, ritari stjórnar NPA-miðstöðvarinnar, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem miðstöðin þurfi að taka á máli af þessum toga og því sé erfitt að spá fyrir um hvað gerist. „Okkar fólk sem er í Eflingu mun koma til með að taka þátt í allsherjarverkfalli 6. júní ef til þess kemur. Þetta mun í rauninni skapa neyðarástand hjá okkar notendum en þar er það ekki þannig að það sé hægt að deila starfsmönnum á milli þeirra,“ segir Ragnar. Hann gerir ráð fyrir að það séu um 200 starfsmenn sem starfa við NPA á Íslandi og um fimmtíu notendur sem verkföllin gætu bitnað á. „Það hefur aðeins verið nefnt að sækja um undanþágur en það er í raun og veru ekki hægt fyrr en eftir að atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur.“ „Það hefur ekkert verið ákveðið til að gefa yfirlýsingu út um,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, um hugsanlegar undanþágur vegna yfirvofandi verkfalls. „Það er í raun ekki mitt að taka afstöðu til þess. Við erum með nefnd sem tekur á þessum málum og þau vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Ég geri ráð fyrir í tilfelli sem þessu að þá yrði tekið jákvætt í beiðnina.“ Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Ég er algerlega upp á aðra komin með að komast á milli staða,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir, nemi við Háskóla Íslands. Inga nýtir sér notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, og er upp á starfsmenn sína komin með athafnir í sínu daglega lífi. Starfsmenn NPA-miðstöðvarinnar eru hluti af Eflingu stéttarfélagi og að öllu óbreyttu stefna þeir í verkfall 6. júní. „Þetta er auðvitað erfitt mál því að maður vill betri kjör fyrir starfsfólkið, en í þessu tilfelli snýst þetta um mannréttindi okkar þar sem við reiðum okkur að öllu leyti á aðstoð þeirra,“ sagði Inga, sem veit ekki hvernig fer ef verkfall skellur á. Hún getur ekki með góðri samvisku sótt um sumarstörf þar sem hún viti ekki hvort hún verði í aðstöðu til að sinna starfi án aðstoðarmanna sinna. „Ég væri alveg ósjálfbjarga heima fyrir og þyrfti að reiða mig á aðstoð vina og ættingja sem er erfitt þar sem fólk er í vinnu og skóla. Ef ég þigg aðstoð frá öðrum og aðrir ganga í verkefnin er það tæknilega séð verkfallsbrot. Til dæmis þarf ég aðstoð við að útbúa mat og ég verð auðvitað að nærast einhvern veginn þannig að verkfallsbrot væru óumflýjanleg.“ Inga hefur sótt um undanþágu til Eflingar stéttarfélags vegna þessa en hefur enn ekki fengið svör. Ragnar Gunnar Þórhallsson, ritari stjórnar NPA-miðstöðvarinnar, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem miðstöðin þurfi að taka á máli af þessum toga og því sé erfitt að spá fyrir um hvað gerist. „Okkar fólk sem er í Eflingu mun koma til með að taka þátt í allsherjarverkfalli 6. júní ef til þess kemur. Þetta mun í rauninni skapa neyðarástand hjá okkar notendum en þar er það ekki þannig að það sé hægt að deila starfsmönnum á milli þeirra,“ segir Ragnar. Hann gerir ráð fyrir að það séu um 200 starfsmenn sem starfa við NPA á Íslandi og um fimmtíu notendur sem verkföllin gætu bitnað á. „Það hefur aðeins verið nefnt að sækja um undanþágur en það er í raun og veru ekki hægt fyrr en eftir að atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur.“ „Það hefur ekkert verið ákveðið til að gefa yfirlýsingu út um,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, um hugsanlegar undanþágur vegna yfirvofandi verkfalls. „Það er í raun ekki mitt að taka afstöðu til þess. Við erum með nefnd sem tekur á þessum málum og þau vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Ég geri ráð fyrir í tilfelli sem þessu að þá yrði tekið jákvætt í beiðnina.“
Verkfall 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira