„Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2015 12:00 María segist finna fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu. vísir/eurovisiontv Hin 22 ára María Ólafsdóttir er fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision í ár. Hún lýsir sjálfri sér sem rólegri, feiminni og hlédrægri stúlku sem njóti sín best á sviði. Söngur er hennar líf og yndi og hún segist vart geta beðið eftir að fá að syngja fyrir alþjóð. Hana hefur dreymt um að fá tækifæri til að taka þátt í keppninni frá því hún var sex ára gömul. Tilfinningin sem fylgdi því að stíga á sviðið í fyrsta sinn hafi því verið mjög sérstök. María bjó fyrstu ár ævi sinnar á Blönduósi en sjö ára gömul flutti hún í Mosfellsbæ. Hún gekk í Verzlunarskólann og þaðan lá leið hennar í Kennaraháskóla Íslands. Hún tók sér frí frá kennaranáminu vegna keppninnar og hefur enn ekki ákveðið hvort náminu verði fram haldið. „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu og ég ætla að taka mér góðan tíma eftir þetta ævintýri til að ákveða mig með framhaldið. Þetta hefur allt verið svo óvænt og ég get í augnablikinu ekki hugsað lengra en Eurovision,“ segir María. Hún bætir við að keppnin hafi þegar opnað henni fjölmargar dyr og vonast til að fá fleiri tækifæri til að syngja og leika en hún hefur látið töluvert að sér kveða í leikhúsum undanfarin ár.Íslenski Eurovision-hópurinn áður en hann hélt til Vínarborgar.vísir/gvaLítið einkalíf María segir lífið hafa breyst á örskotsstundu eftir sigurinn í Söngvakeppni sjónvarpsins. „Mitt persónulega líf hefur breyst þar sem allt í einu þekkja mig allir og ég ræð mér ekki alveg sjálf lengur. Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig. Mjög margir hafa skoðanir á því sem ég er að gera,“ segir hún. María segir það þó ekki einungis bundið við Ísland því úti í Vín virðast flestir kannast við hana. „Hér úti eru allir að mynda mann og með útprentaðar myndir af mér hvar sem ég kem. Þetta er skrítið en vonandi venst ég því.“ Hún segist jafnframt finna fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu og finnst mikilvægt að vera góð fyrirmynd. „Börn herma mjög mikið eftir þekktu fólki, eins og ég sjálf hermdi mikið eftir Birgittu Haukdal á sínum tíma. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig fólk eins og ég hagar sér og kemur fram við annað fólk.“ María og Gunnar Leó kynntust nýlega. Þau eru bæði í tónlist og spila mikið saman að sögn Maríu. Gunnar Leó verður með Maríu í Vínarborg.Blaðamennirnir ágengir Dagskrá Maríu í Vínarborg er þaulskipulögð frá morgni til kvölds. Dagurinn er tekinn snemma og honum lýkur seint. Hún hefur því lítinn tíma fyrir sjálfa sig. Sem dæmi má nefna að hún gleymdi að borða fyrir fyrstu æfinguna á stóra sviðinu og endaði í blóðsykursfalli. Öllum blaðamannaviðtölum þurfti því að aflýsa þann dag. „Þegar ég kom út og sá hvað allt er stórt og hvað blaðamennirnir eru aggressívir þá fékk ég smá sjokk,“ segir hún. Nýfundin ást María segist hafa orðið vör við gagnrýni en lætur það lítið á sig fá. Hún sé með fagfólk allt í kringum sig sem gefi henni góð ráð. Það hafi gagnast henni mikið. Fjölskylda hennar standi einnig þétt við bakið á henni. Þá verður kærasti hennar henni einnig til halds og trausts. Honum kynntist hún nýverið en það er Gunnar Leó Pálsson trommari. „Við spilum stundum saman og stefnum að því að gera meira,“ segir hún. Tilhlökkunin er mikil að sögn Maríu því gamall draumur er að rætast. „Mig hefur dreymt um að standa á þessu stóra sviði síðan ég sá Selmu árið 1999, þegar ég var sex ára. Það var því mjög sérstök tilfinning að standa á sviðinu á æfingu.“ Hún vonast til að fá að kynnast öðrum listamönnum í keppninni og segist ætla að nýta þetta stóra tækifæri sem best. „Einnig ætla ég að njóta mín á sviðinu því þetta er tækifæri sem ég mun geyma sem minningu um alla ævi,“ segir hún, glöð í bragði. Eurovision Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Hin 22 ára María Ólafsdóttir er fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision í ár. Hún lýsir sjálfri sér sem rólegri, feiminni og hlédrægri stúlku sem njóti sín best á sviði. Söngur er hennar líf og yndi og hún segist vart geta beðið eftir að fá að syngja fyrir alþjóð. Hana hefur dreymt um að fá tækifæri til að taka þátt í keppninni frá því hún var sex ára gömul. Tilfinningin sem fylgdi því að stíga á sviðið í fyrsta sinn hafi því verið mjög sérstök. María bjó fyrstu ár ævi sinnar á Blönduósi en sjö ára gömul flutti hún í Mosfellsbæ. Hún gekk í Verzlunarskólann og þaðan lá leið hennar í Kennaraháskóla Íslands. Hún tók sér frí frá kennaranáminu vegna keppninnar og hefur enn ekki ákveðið hvort náminu verði fram haldið. „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu og ég ætla að taka mér góðan tíma eftir þetta ævintýri til að ákveða mig með framhaldið. Þetta hefur allt verið svo óvænt og ég get í augnablikinu ekki hugsað lengra en Eurovision,“ segir María. Hún bætir við að keppnin hafi þegar opnað henni fjölmargar dyr og vonast til að fá fleiri tækifæri til að syngja og leika en hún hefur látið töluvert að sér kveða í leikhúsum undanfarin ár.Íslenski Eurovision-hópurinn áður en hann hélt til Vínarborgar.vísir/gvaLítið einkalíf María segir lífið hafa breyst á örskotsstundu eftir sigurinn í Söngvakeppni sjónvarpsins. „Mitt persónulega líf hefur breyst þar sem allt í einu þekkja mig allir og ég ræð mér ekki alveg sjálf lengur. Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig. Mjög margir hafa skoðanir á því sem ég er að gera,“ segir hún. María segir það þó ekki einungis bundið við Ísland því úti í Vín virðast flestir kannast við hana. „Hér úti eru allir að mynda mann og með útprentaðar myndir af mér hvar sem ég kem. Þetta er skrítið en vonandi venst ég því.“ Hún segist jafnframt finna fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu og finnst mikilvægt að vera góð fyrirmynd. „Börn herma mjög mikið eftir þekktu fólki, eins og ég sjálf hermdi mikið eftir Birgittu Haukdal á sínum tíma. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig fólk eins og ég hagar sér og kemur fram við annað fólk.“ María og Gunnar Leó kynntust nýlega. Þau eru bæði í tónlist og spila mikið saman að sögn Maríu. Gunnar Leó verður með Maríu í Vínarborg.Blaðamennirnir ágengir Dagskrá Maríu í Vínarborg er þaulskipulögð frá morgni til kvölds. Dagurinn er tekinn snemma og honum lýkur seint. Hún hefur því lítinn tíma fyrir sjálfa sig. Sem dæmi má nefna að hún gleymdi að borða fyrir fyrstu æfinguna á stóra sviðinu og endaði í blóðsykursfalli. Öllum blaðamannaviðtölum þurfti því að aflýsa þann dag. „Þegar ég kom út og sá hvað allt er stórt og hvað blaðamennirnir eru aggressívir þá fékk ég smá sjokk,“ segir hún. Nýfundin ást María segist hafa orðið vör við gagnrýni en lætur það lítið á sig fá. Hún sé með fagfólk allt í kringum sig sem gefi henni góð ráð. Það hafi gagnast henni mikið. Fjölskylda hennar standi einnig þétt við bakið á henni. Þá verður kærasti hennar henni einnig til halds og trausts. Honum kynntist hún nýverið en það er Gunnar Leó Pálsson trommari. „Við spilum stundum saman og stefnum að því að gera meira,“ segir hún. Tilhlökkunin er mikil að sögn Maríu því gamall draumur er að rætast. „Mig hefur dreymt um að standa á þessu stóra sviði síðan ég sá Selmu árið 1999, þegar ég var sex ára. Það var því mjög sérstök tilfinning að standa á sviðinu á æfingu.“ Hún vonast til að fá að kynnast öðrum listamönnum í keppninni og segist ætla að nýta þetta stóra tækifæri sem best. „Einnig ætla ég að njóta mín á sviðinu því þetta er tækifæri sem ég mun geyma sem minningu um alla ævi,“ segir hún, glöð í bragði.
Eurovision Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira