ISIS-liðar hafa gengið berserksgang í Ramadi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. maí 2015 07:00 Einungis lítill hluti flóttamanna frá Ramadi gistir nú í tjöldum. Meirihlutinn sefur undir berum himni. Nordicphotos/AFP Eftir langa orrustu hopuðu lögregla og herlið írösku ríkisstjórnarinnar frá borginni Ramadi undan látlausri sókn hersveita Íslamska ríkisins, ISIS, á sunnudag. Ramadi er höfuðborg Anbar-héraðs sem er fjölmennasta hérað Íraks. Íslamska ríkið ræður nú yfir um helmingi héraðsins. Frá því Íslamska ríkið tók borgina hefur ástandið þar valdið flótta um 25 þúsund manns. Margir velja frekar að sofa undir berum himni utan borgarinnar án matar en að hætta á að vera eftir í borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að koma flóttamönnunum til bjargar en fjármagnið er af skornum skammti enda hefur þörfin lengi verið mikil. ISIS-liðar hafa gengið um borgina og kveikt í húsum og verslunum fólks sem hliðhollt er ríkisstjórn Íraks. Að auki hafa ISIS-liðar opnað dyr fangelsa borgarinnar og frelsað um fjögur hundruð bræður sína og systur. Íbúar borgarinnar segjast einnig hafa séð liðsmenn Íslamska ríkisins fleygja þeim látnu í ána Efrat sem borgin stendur við. Íraska ríkisstjórnin vann borgina Tikrit aftur á sitt band í síðasta mánuði og hefur síðan þá gengið vel að herja á svæði Íslamska ríkisins. Fall Ramadi er því stórt tap fyrir Írak. Íraska ríkisstjórnin er tilbúin til samstarfs við herskáar uppreisnarsveitir sjíamúslima austan borgarinnar til þess að ná borginni aftur af ISIS. Íbúar í Ramadi, sem flestir eru súnnímúslimar, hræðast sveitir sjíamúslima til jafns við Íslamska ríkið. „Ef sveitir sjíamúslima komast inn í Ramadi munu þær gera það sama og ISIS-liðar gera nú,“ hefur fréttaveita AP eftir búðareigandanum Abu Ammar. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Elissa Smith, segir fall borgarinnar ekki marka viðsnúning í stríðinu gegn Íslamska ríkinu en játar að það muni þó ýta hressilega undir áróðursvél ríkisins. Íslamska ríkið berst nú víðs vegar um Miðausturlönd og hefur upp á síðkastið unnið stóra sigra í Líbíu, Írak, Sýrlandi og Líbanon. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan helstu stjórnarbyggingu Ramadi áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu. 15. maí 2015 12:48 Hafa náð völdum í Ramadi Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks. 18. maí 2015 07:00 Ramadi fellur undan sókn ISIS Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn. 17. maí 2015 22:14 Tugþúsundir hafa flúið Ramadi Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir. 19. maí 2015 08:32 ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21 Ráðast gegn ISIS í Ramadi Hryðjuverkasamtökin náðu borginni á sitt vald í gær. 18. maí 2015 07:02 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Eftir langa orrustu hopuðu lögregla og herlið írösku ríkisstjórnarinnar frá borginni Ramadi undan látlausri sókn hersveita Íslamska ríkisins, ISIS, á sunnudag. Ramadi er höfuðborg Anbar-héraðs sem er fjölmennasta hérað Íraks. Íslamska ríkið ræður nú yfir um helmingi héraðsins. Frá því Íslamska ríkið tók borgina hefur ástandið þar valdið flótta um 25 þúsund manns. Margir velja frekar að sofa undir berum himni utan borgarinnar án matar en að hætta á að vera eftir í borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að koma flóttamönnunum til bjargar en fjármagnið er af skornum skammti enda hefur þörfin lengi verið mikil. ISIS-liðar hafa gengið um borgina og kveikt í húsum og verslunum fólks sem hliðhollt er ríkisstjórn Íraks. Að auki hafa ISIS-liðar opnað dyr fangelsa borgarinnar og frelsað um fjögur hundruð bræður sína og systur. Íbúar borgarinnar segjast einnig hafa séð liðsmenn Íslamska ríkisins fleygja þeim látnu í ána Efrat sem borgin stendur við. Íraska ríkisstjórnin vann borgina Tikrit aftur á sitt band í síðasta mánuði og hefur síðan þá gengið vel að herja á svæði Íslamska ríkisins. Fall Ramadi er því stórt tap fyrir Írak. Íraska ríkisstjórnin er tilbúin til samstarfs við herskáar uppreisnarsveitir sjíamúslima austan borgarinnar til þess að ná borginni aftur af ISIS. Íbúar í Ramadi, sem flestir eru súnnímúslimar, hræðast sveitir sjíamúslima til jafns við Íslamska ríkið. „Ef sveitir sjíamúslima komast inn í Ramadi munu þær gera það sama og ISIS-liðar gera nú,“ hefur fréttaveita AP eftir búðareigandanum Abu Ammar. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Elissa Smith, segir fall borgarinnar ekki marka viðsnúning í stríðinu gegn Íslamska ríkinu en játar að það muni þó ýta hressilega undir áróðursvél ríkisins. Íslamska ríkið berst nú víðs vegar um Miðausturlönd og hefur upp á síðkastið unnið stóra sigra í Líbíu, Írak, Sýrlandi og Líbanon.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan helstu stjórnarbyggingu Ramadi áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu. 15. maí 2015 12:48 Hafa náð völdum í Ramadi Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks. 18. maí 2015 07:00 Ramadi fellur undan sókn ISIS Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn. 17. maí 2015 22:14 Tugþúsundir hafa flúið Ramadi Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir. 19. maí 2015 08:32 ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21 Ráðast gegn ISIS í Ramadi Hryðjuverkasamtökin náðu borginni á sitt vald í gær. 18. maí 2015 07:02 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan helstu stjórnarbyggingu Ramadi áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu. 15. maí 2015 12:48
Hafa náð völdum í Ramadi Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks. 18. maí 2015 07:00
Ramadi fellur undan sókn ISIS Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn. 17. maí 2015 22:14
Tugþúsundir hafa flúið Ramadi Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir. 19. maí 2015 08:32
ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21