500 milljónir gufa upp með Smáþjóðaleikum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. maí 2015 07:00 íney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir leikana fellda niður komist gestir ekki burt af landinu vegna verkfalls starfsfólks í flugafgreiðslu. Vísir/Valli „Það er mikið í húfi en við höldum okkar dampi á meðan það eru ekki meira afgerandi fréttir af kjaraviðræðum,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem heldur í vonina um að þeim ljúki fyrir 31. maí en á þeim degi er von á 1.200 manns til landsins vegna Smáþjóðaleikanna sem verða haldnir í Reykjavík dagana 1. til 6. júní. Ef starfsfólk flugafgreiðslu semur ekki fyrir 31. maí koma gestir leikanna ekki til landsins. Verkfall þeirra er boðað ótímabundið frá 6. júní. „Ef deilan leysist ekki fyrir 31. maí er tvísýnt um að fólk komist burt frá landinu eftir að leikum er lokið og ef það er staðan þá kemur fólk ekki. Það bíða hreinlega allir eftir því hvernig málin þróast,“ segir Líney og segir tjónið geta orðið mikið ef allt fer á versta veg. „Það fer eftir því út úr hvaða skuldbindingum við getum komið okkur en heildarvelta leikanna er 500 milljónir. Við reynum að halda haus en vissulega er þetta erfið bið því undirbúningur að leikunum hefur staðið yfir frá árinu 2013 og síðustu mánuði hefur hann verið stífur.“ Enginn gesta hefur afboðað komu sína vegna þeirrar óvissu sem ríkir. „Fólk fylgist vel með stöðunni og við reynum bara að vera bjartsýn.“ Verkföll standa yfir hjá hótelstarfsfólki 30. og 31. maí, Líney segist ekki telja að það verkfall hafi afgerandi áhrif á Smáþjóðaleikana. „Verkfallinu lýkur á miðnætti 31. maí, flestir gesta okkar koma á þeim degi. Það verður að koma betur í ljós hvaða áhrif það hefur.“ En er eitthvert plan B? „Nei, það er í raun ekkert plan B. Ef verkfalli starfsfólks í flugafgreiðslu er ekki lokið þá verða leikarnir líklega felldir niður. Það er ekki hægt að fresta þeim. Hótelherbergi voru bókuð fyrir tveimur árum. Það er búið að leggja mikla vinnu í framkvæmd leikanna.“Nokkrir punktarSmáþjóðaleikarnir eru haldnir 1.-6. júní.1.200 gestir eru á leið til landsins, flestir þann 31. maí en nokkrir fyrr.Meðal gesta er Albert fursti af Mónakó.Verkfall starfsfólks í flugafgreiðslu hefst 6. júní og er ótímabundið.Verkfall starfsfólks rútufyrirtækja er boðað 28. og 29.maí.Verkfall hótelstarfsfólks er boðað 30. og 31. maí. Verkfall 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
„Það er mikið í húfi en við höldum okkar dampi á meðan það eru ekki meira afgerandi fréttir af kjaraviðræðum,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem heldur í vonina um að þeim ljúki fyrir 31. maí en á þeim degi er von á 1.200 manns til landsins vegna Smáþjóðaleikanna sem verða haldnir í Reykjavík dagana 1. til 6. júní. Ef starfsfólk flugafgreiðslu semur ekki fyrir 31. maí koma gestir leikanna ekki til landsins. Verkfall þeirra er boðað ótímabundið frá 6. júní. „Ef deilan leysist ekki fyrir 31. maí er tvísýnt um að fólk komist burt frá landinu eftir að leikum er lokið og ef það er staðan þá kemur fólk ekki. Það bíða hreinlega allir eftir því hvernig málin þróast,“ segir Líney og segir tjónið geta orðið mikið ef allt fer á versta veg. „Það fer eftir því út úr hvaða skuldbindingum við getum komið okkur en heildarvelta leikanna er 500 milljónir. Við reynum að halda haus en vissulega er þetta erfið bið því undirbúningur að leikunum hefur staðið yfir frá árinu 2013 og síðustu mánuði hefur hann verið stífur.“ Enginn gesta hefur afboðað komu sína vegna þeirrar óvissu sem ríkir. „Fólk fylgist vel með stöðunni og við reynum bara að vera bjartsýn.“ Verkföll standa yfir hjá hótelstarfsfólki 30. og 31. maí, Líney segist ekki telja að það verkfall hafi afgerandi áhrif á Smáþjóðaleikana. „Verkfallinu lýkur á miðnætti 31. maí, flestir gesta okkar koma á þeim degi. Það verður að koma betur í ljós hvaða áhrif það hefur.“ En er eitthvert plan B? „Nei, það er í raun ekkert plan B. Ef verkfalli starfsfólks í flugafgreiðslu er ekki lokið þá verða leikarnir líklega felldir niður. Það er ekki hægt að fresta þeim. Hótelherbergi voru bókuð fyrir tveimur árum. Það er búið að leggja mikla vinnu í framkvæmd leikanna.“Nokkrir punktarSmáþjóðaleikarnir eru haldnir 1.-6. júní.1.200 gestir eru á leið til landsins, flestir þann 31. maí en nokkrir fyrr.Meðal gesta er Albert fursti af Mónakó.Verkfall starfsfólks í flugafgreiðslu hefst 6. júní og er ótímabundið.Verkfall starfsfólks rútufyrirtækja er boðað 28. og 29.maí.Verkfall hótelstarfsfólks er boðað 30. og 31. maí.
Verkfall 2016 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira