Dagurinn hans Doumbia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 08:00 Hjörvar býst við miklu af þeim Ólafi Karli Finsen hjá Stjörnunni og Kassim Doumbia hjá FH í leiknum í kvöld. Vísir/Daníel „Leikir þessara tveggja liða í fyrra fara í sögubækurnar. Atvik sem lítið var talað um í fyrri leiknum var mark Stjörnunnar sem var dæmt inni. Ég er ekki enn þá sannfærður um að sá bolti hafi verið inni. Svo er þessi lygilegi fótboltaleikur 4. október þegar úrslitin réðust,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, um leikinn í kvöld þegar Stjarnan og FH mætast að nýju. Stjarnan tók Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan nefið á FH-ingum á þeirra eigin heimavelli og sá leikur hafði mikil eftirmál. FH-ingar fóru ekki vel út úr því hvað varðar sektir, leikbönn og annað en núna er komið að hefndarstund. „Það eykur líka á dramatíkina og spennuna í kringum þennan leik að Doumbia er að fara að spila sinn fyrsta leik og það á eitthvað eftir að gerast í kringum Doumbia í þessum leik,“ segir Hjörvar en hann spáir því að Doumbia komi inn eftir fjögurra leikja bann. „Ef við skoðum leikjadagskrána þá er þetta fyrsta stóra prófið fyrir Stjörnuliðið,“ segir Hjörvar. Eftir tvo jafnteflisleiki í röð býst Hjörvar við því að Veigar Páll Gunnarsson komi inn í byrjunarliðið á kostnað Arnars Más Björgvinsson og að Halldór Orri Björnsson fari fyrir vikið framar á völlinn. „Halldór Orri þarf að spila ofar á vellinum að mínu mati. Mér finnst Pablo Punyed vera algjör lykilmaður í þessu liði og myndi alltaf vilja hafa hann í liðinu,“ segir Hjörvar. „Ég held að FH-liðið hafi fundið taktinn í síðasta leik og það sem sameinaði þá var einhver smáfrétt um Bjarna Þór Viðarsson. Það var mikill samhugur í FH-liðinu og FH-ingar hefðu alveg eins getað unnið Skagamenn 7-1 eins og 4-1,“ segir Hjörvar. „Það er bara tímaspursmál hvenær kviknar á leikmanni eins og Steven Lennon. Þeir bræður, Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir, mynda líka óheyrilega öflugt tvíeyki á miðsvæðinu. Ég held að Heimir hafi fundið liðið sitt í síðasta leik og að hann sé sáttur við það,“ segir Hjörvar. „Stjarnan hefur ekki tapað fótboltaleik á Íslandsmóti síðan 2013 og það er erfitt að spá þeim tapi. Maður heldur alltaf að þeir séu að fara að tapa en alltaf lengist biðin. Ef eitthvað lið er að fara að vinna þá þá eru það Hafnfirðingarnir,“ segir Hjörvar. „Það eru svo margir leikmenn í þessum báðum liðum sem geta gert út um leikinn. Í Stjörnunni eru það Ólafur Karl, Veigar Páll, Jeppe og Halldór Orri en hjá FH ertu með Atla Viðar Björnsson, Atla Guðnason og Steven Lennon,“ segir Hjörvar. „Þrátt fyrir alla snillingana þá er eitthvað sem segir mér að Doumbia verði í aðalhlutverki. Doumbia er búinn að bíða eftir þessum degi síðan 4. október. Hann á eftir að skora sigurmarkið eða fá rautt spjald því þetta verður aldrei einhver meðalleikur hjá honum. Hann verður annaðhvort stórkostlegur eða slakur og mun hafa afgerandi áhrif á útkomuna,“ segir Hjörvar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
„Leikir þessara tveggja liða í fyrra fara í sögubækurnar. Atvik sem lítið var talað um í fyrri leiknum var mark Stjörnunnar sem var dæmt inni. Ég er ekki enn þá sannfærður um að sá bolti hafi verið inni. Svo er þessi lygilegi fótboltaleikur 4. október þegar úrslitin réðust,“ segir Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Pepsi-markanna, um leikinn í kvöld þegar Stjarnan og FH mætast að nýju. Stjarnan tók Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan nefið á FH-ingum á þeirra eigin heimavelli og sá leikur hafði mikil eftirmál. FH-ingar fóru ekki vel út úr því hvað varðar sektir, leikbönn og annað en núna er komið að hefndarstund. „Það eykur líka á dramatíkina og spennuna í kringum þennan leik að Doumbia er að fara að spila sinn fyrsta leik og það á eitthvað eftir að gerast í kringum Doumbia í þessum leik,“ segir Hjörvar en hann spáir því að Doumbia komi inn eftir fjögurra leikja bann. „Ef við skoðum leikjadagskrána þá er þetta fyrsta stóra prófið fyrir Stjörnuliðið,“ segir Hjörvar. Eftir tvo jafnteflisleiki í röð býst Hjörvar við því að Veigar Páll Gunnarsson komi inn í byrjunarliðið á kostnað Arnars Más Björgvinsson og að Halldór Orri Björnsson fari fyrir vikið framar á völlinn. „Halldór Orri þarf að spila ofar á vellinum að mínu mati. Mér finnst Pablo Punyed vera algjör lykilmaður í þessu liði og myndi alltaf vilja hafa hann í liðinu,“ segir Hjörvar. „Ég held að FH-liðið hafi fundið taktinn í síðasta leik og það sem sameinaði þá var einhver smáfrétt um Bjarna Þór Viðarsson. Það var mikill samhugur í FH-liðinu og FH-ingar hefðu alveg eins getað unnið Skagamenn 7-1 eins og 4-1,“ segir Hjörvar. „Það er bara tímaspursmál hvenær kviknar á leikmanni eins og Steven Lennon. Þeir bræður, Davíð Þór og Bjarni Þór Viðarssynir, mynda líka óheyrilega öflugt tvíeyki á miðsvæðinu. Ég held að Heimir hafi fundið liðið sitt í síðasta leik og að hann sé sáttur við það,“ segir Hjörvar. „Stjarnan hefur ekki tapað fótboltaleik á Íslandsmóti síðan 2013 og það er erfitt að spá þeim tapi. Maður heldur alltaf að þeir séu að fara að tapa en alltaf lengist biðin. Ef eitthvað lið er að fara að vinna þá þá eru það Hafnfirðingarnir,“ segir Hjörvar. „Það eru svo margir leikmenn í þessum báðum liðum sem geta gert út um leikinn. Í Stjörnunni eru það Ólafur Karl, Veigar Páll, Jeppe og Halldór Orri en hjá FH ertu með Atla Viðar Björnsson, Atla Guðnason og Steven Lennon,“ segir Hjörvar. „Þrátt fyrir alla snillingana þá er eitthvað sem segir mér að Doumbia verði í aðalhlutverki. Doumbia er búinn að bíða eftir þessum degi síðan 4. október. Hann á eftir að skora sigurmarkið eða fá rautt spjald því þetta verður aldrei einhver meðalleikur hjá honum. Hann verður annaðhvort stórkostlegur eða slakur og mun hafa afgerandi áhrif á útkomuna,“ segir Hjörvar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira