Stærra fyrir okkur en ÓL fyrir Kína Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2015 06:30 Ísland á stóran hóp á Smáþjóðaleikunum. fréttablaðið/ernir Sextándu Smáþjóðaleikarnir voru settir í gærkvöldi í Laugardalshöll þar sem opnunarhátíðin fór fram. Þetta er í annað sinn sem Ísland er gestgjafinn, en síðast fór mótið fram hér á landi árið 1997. Keppni hefst nú í fyrramálið, en skotfimifólk fer af stað klukkan 9.00 og og klukkutíma síðar hefst keppni í tennis, borðtennis og í sundi. Frítt er inn á alla viðburði. „Það eru tæplega 800 keppendur á mótinu og með fylgdarmönnum og dómurum eru þetta um 1.500 manns,“ segir Ragna Ingólfsdóttir, kynningarstjóri Íþrótta- og Ólympíusambandsins, við Fréttablaðið. Fyrir utan keppendur þarf auðvitað sjálfboðaliða til að halda utan um mótið, en skráning til þessa tókst frábærlega. „Þegar við lokuðum skráningu vorum við nánast komin með þann fjölda sem við vonuðumst eftir sem eru 1.200 manns. Það eru margir búnir að vinna síðan í apríl og hafa verið alveg virkilega öflugir,“ segir Ragna. Nóg er einnig að gera hjá starfsfólkinu í aðdraganda leikanna. „Þetta hefur verið erfitt en tekst vonandi vel. Það er búið að undirbúa þetta í tvö og hálft ár þannig stressið er ekkert klikkað. En það þarf að ganga frá ýmsum lausum endum.“ Lokaundirbúningurinn hefur gengið vel, segir Ragna, en met var sett í að flytja allt íþróttafólkið og fararstjóra til landsins. „Það gekk alveg þvílíkt vel. Það voru aðeins sex töskur sem týndust, en talað var sérstaklega um að það væri nýtt met,“ segir Ragna og hlær. Ragna var lengi vel langfremsti badmintonspilari landsins og Ólympíufari, en hún tók við starfi kynningarfulltrúa ÍSÍ fyrir einu ári. „Það er talað um að ég sé komin með 7-8 ára reynslu eftir að hafa staðið í þessum undirbúningi. Þetta er náttúrlega alveg risastórt verkefni. Það var einhver um daginn sem reiknaði það út að þetta væri stærra verkefni fyrir Ísland heldur en Ólympíuleikarnir voru fyrir Kína þegar litið er á mannafla og kostnað,“ segir Ragna. Hún vonast auðvitað til að íslenska íþróttafólkið vinni til sem flestra verðlauna. „Við erum komin niður í annað sætið á verðlaunatöflunni. Það væri gaman að sjá okkur efst eftir þessa leika. Það má alveg gera kröfu um gott gengi,“ segir Ragna Ingólfsdóttir. Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sport Fleiri fréttir Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira
Sextándu Smáþjóðaleikarnir voru settir í gærkvöldi í Laugardalshöll þar sem opnunarhátíðin fór fram. Þetta er í annað sinn sem Ísland er gestgjafinn, en síðast fór mótið fram hér á landi árið 1997. Keppni hefst nú í fyrramálið, en skotfimifólk fer af stað klukkan 9.00 og og klukkutíma síðar hefst keppni í tennis, borðtennis og í sundi. Frítt er inn á alla viðburði. „Það eru tæplega 800 keppendur á mótinu og með fylgdarmönnum og dómurum eru þetta um 1.500 manns,“ segir Ragna Ingólfsdóttir, kynningarstjóri Íþrótta- og Ólympíusambandsins, við Fréttablaðið. Fyrir utan keppendur þarf auðvitað sjálfboðaliða til að halda utan um mótið, en skráning til þessa tókst frábærlega. „Þegar við lokuðum skráningu vorum við nánast komin með þann fjölda sem við vonuðumst eftir sem eru 1.200 manns. Það eru margir búnir að vinna síðan í apríl og hafa verið alveg virkilega öflugir,“ segir Ragna. Nóg er einnig að gera hjá starfsfólkinu í aðdraganda leikanna. „Þetta hefur verið erfitt en tekst vonandi vel. Það er búið að undirbúa þetta í tvö og hálft ár þannig stressið er ekkert klikkað. En það þarf að ganga frá ýmsum lausum endum.“ Lokaundirbúningurinn hefur gengið vel, segir Ragna, en met var sett í að flytja allt íþróttafólkið og fararstjóra til landsins. „Það gekk alveg þvílíkt vel. Það voru aðeins sex töskur sem týndust, en talað var sérstaklega um að það væri nýtt met,“ segir Ragna og hlær. Ragna var lengi vel langfremsti badmintonspilari landsins og Ólympíufari, en hún tók við starfi kynningarfulltrúa ÍSÍ fyrir einu ári. „Það er talað um að ég sé komin með 7-8 ára reynslu eftir að hafa staðið í þessum undirbúningi. Þetta er náttúrlega alveg risastórt verkefni. Það var einhver um daginn sem reiknaði það út að þetta væri stærra verkefni fyrir Ísland heldur en Ólympíuleikarnir voru fyrir Kína þegar litið er á mannafla og kostnað,“ segir Ragna. Hún vonast auðvitað til að íslenska íþróttafólkið vinni til sem flestra verðlauna. „Við erum komin niður í annað sætið á verðlaunatöflunni. Það væri gaman að sjá okkur efst eftir þessa leika. Það má alveg gera kröfu um gott gengi,“ segir Ragna Ingólfsdóttir.
Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sport Fleiri fréttir Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira