Teiknimynd sem fer öll í rugl Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2015 08:30 Ýr situr nú við og er að klára verkið Obscure Moment auk búninganna sem hljómsveitin Dent mun klæðast á opnunarhátíðinni. Vísir/AndriMarinó „Þegar teiknimynd færist yfir í 3d þá fer allt í rugl í smástund og verkið verður eiginlega eins og það,“ segir Ýr Jóhannsdóttir, textílhönnunarnemi og listakona, sem verður einn aðallistamanna á textílsýningunni A Feminist Fiber Art um verkið Obscure Moment sem hún sýnir þar. Ýr vinnur verk sín undir listamannsnafninu Ýrúrarí og prjónar þau á prjónavél en einnig er hluti verkanna handprjónaður. Ýr nemur textílhönnun í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem sýningin er haldin, en að henni stendur textíllistakonan Iris Nectar sem setti sig í samband við Ýri eftir að hafa fylgst með henni á Tumblr-síðu Ýrar um nokkurt skeið. „Hún ætlaði að halda litla sýningu fyrst en hafði opið fyrir umsóknir til að taka þátt í sýningunni,“ segir Ýr glöð í bragði, en hún er ein af fáum listakonum sem fengu boð um að koma á sýninguna og fer hún út til Boston í byrjun ágúst og mun dvelja í nokkra daga á sýningunni. „Það var lokað fyrir umsóknir 31. júní og það sóttu 140 um að vera með og þá var sýningin stækkuð og mun halda áfram í nokkra mánuði,“ segir Ýr. Sýningin mun ferðast um og verður haldið lifandi með því að kynna ný verk og listakonur til leiks. Sýningin verður opnuð í Boston þann 14. ágúst næstkomandi. Einungis kvenkyns listamenn sýna á sýningunni og verður einblínt á textíllist þar sem listamaðurinn vinnur með þræði, náttúrulega eða úr gerviefni. Hugmyndin að sýningunni kviknaði út frá verkum listahópsins Guerrilla Girls sem skipaður er femínistum og kvenkyns listamönnum og hefur það að markmiði að berjast gegn kynjamisrétti og kynþáttafordómum innan listaheimsins og vill Iris Nectar skapa vettvang fyrir kvenkyns listamenn til að sýna verk sín. Ýr vinnur með prjón og tók meðal annars þátt í sýningunni Sköpun/Genitalia á síðastliðnum HönnunarMars þar sem hún sýndi typpatrefil og prjónaðar kynfærabuddur. Nú vinnur hún að nýjum verkum og auk þess að sýna eigið verk mun hún gera búninga fyrir pönkmetal hljómsveitina Dent sem spilar við opnun sýningarinnar. „Búningarnir tengjast inn í sýninguna, bara einfaldari útgáfa. Þeir verða blanda af spandex og prjóni,“ segir hún en talsverður tími fer í að skapa hvert og eitt verk og flík. Ýr er að vonum spennt fyrir sýningunni en meðal þeirra sem taka þátt er ein uppáhaldslistakona Ýrar, Sally Hewett, sem vinnur útsaums- og saumaverk. Tíska og hönnun Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Þegar teiknimynd færist yfir í 3d þá fer allt í rugl í smástund og verkið verður eiginlega eins og það,“ segir Ýr Jóhannsdóttir, textílhönnunarnemi og listakona, sem verður einn aðallistamanna á textílsýningunni A Feminist Fiber Art um verkið Obscure Moment sem hún sýnir þar. Ýr vinnur verk sín undir listamannsnafninu Ýrúrarí og prjónar þau á prjónavél en einnig er hluti verkanna handprjónaður. Ýr nemur textílhönnun í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem sýningin er haldin, en að henni stendur textíllistakonan Iris Nectar sem setti sig í samband við Ýri eftir að hafa fylgst með henni á Tumblr-síðu Ýrar um nokkurt skeið. „Hún ætlaði að halda litla sýningu fyrst en hafði opið fyrir umsóknir til að taka þátt í sýningunni,“ segir Ýr glöð í bragði, en hún er ein af fáum listakonum sem fengu boð um að koma á sýninguna og fer hún út til Boston í byrjun ágúst og mun dvelja í nokkra daga á sýningunni. „Það var lokað fyrir umsóknir 31. júní og það sóttu 140 um að vera með og þá var sýningin stækkuð og mun halda áfram í nokkra mánuði,“ segir Ýr. Sýningin mun ferðast um og verður haldið lifandi með því að kynna ný verk og listakonur til leiks. Sýningin verður opnuð í Boston þann 14. ágúst næstkomandi. Einungis kvenkyns listamenn sýna á sýningunni og verður einblínt á textíllist þar sem listamaðurinn vinnur með þræði, náttúrulega eða úr gerviefni. Hugmyndin að sýningunni kviknaði út frá verkum listahópsins Guerrilla Girls sem skipaður er femínistum og kvenkyns listamönnum og hefur það að markmiði að berjast gegn kynjamisrétti og kynþáttafordómum innan listaheimsins og vill Iris Nectar skapa vettvang fyrir kvenkyns listamenn til að sýna verk sín. Ýr vinnur með prjón og tók meðal annars þátt í sýningunni Sköpun/Genitalia á síðastliðnum HönnunarMars þar sem hún sýndi typpatrefil og prjónaðar kynfærabuddur. Nú vinnur hún að nýjum verkum og auk þess að sýna eigið verk mun hún gera búninga fyrir pönkmetal hljómsveitina Dent sem spilar við opnun sýningarinnar. „Búningarnir tengjast inn í sýninguna, bara einfaldari útgáfa. Þeir verða blanda af spandex og prjóni,“ segir hún en talsverður tími fer í að skapa hvert og eitt verk og flík. Ýr er að vonum spennt fyrir sýningunni en meðal þeirra sem taka þátt er ein uppáhaldslistakona Ýrar, Sally Hewett, sem vinnur útsaums- og saumaverk.
Tíska og hönnun Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira