Kæra sig ekki um þjóðhátíð á Flatey Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 09:00 Það er alltaf fjör í Flatey. vísir/anton Flatey á Breiðafirði er lítil og afskekkt eyja sem rúmar ekki marga gesti. Þrátt fyrir það streyma ferðamenn þangað yfir frá Stykkishólmi með ferjunni Baldri á sumrin til þess að upplifa þessa einstöku eyju sem á engan sinn líka. Um verslunarmannahelgina var haldið lítið sveitaball en Ingibjörg Pétursdóttir, hótelstýra á Hótel Flatey, segir að ekki sé ætlunin að búa til einhvers konar hátíð. „Það er alltaf töluvert af fólki um verslunarmannahelgina en ég held að fólk sé aðallega að sækja hingað til þess að vera í ró og næði en samt skemmta sér vel. Við erum ekkert að auglýsa dagskrána því að við viljum halda þessu litlu þar sem fólkið sem kemur hingað er ekki að leita eftir hamagangi,“ segir Ingibjörg en um helgina komu fram Sigríður Thorlacius, Gunnar Óskar og sönghópurinn Olga Vocal Ensemble. Hótelið var opnað fyrir tíu árum en þá voru það nær eingöngu Íslendingar sem gistu þar. Nú er öldin önnur. „Þetta hefur verið að breytast smátt og smátt. Þetta var hótel sem Íslendingar sóttu mikið í og við erum aðallega með dagskrá fyrir þá. Útlendingarnir taka ekki þátt í henni og ég man ekki eftir að hafa séð einn ferðamann á tónleikunum núna um helgina þrátt fyrir að öll herbergin hafi verið bókuð af þeim.“ Það varð svokölluð ferðamannabóla á Flatey eftir að kvikmyndin Brúðguminn eftir Baltasar Kormák kom út en hún er að mestu tekin upp þar. „Stundum komu um 300 manns á dag í dagsferð um eyjuna. Það var full mikið enda er eyjan pínu lítið og rúmar ekki marga. Í dag er ekki jafn mikið brjálæði en samt erum við með uppbókaðar gistingar nánast allt sumarið.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýr Baldur kominn til landsins Ný Breiðafjarðarferja, sem mun leysa Baldur af hólmi er komin til Reykjavíkur og fer væntanlega í slilpp í dag. Ferjan , sem er keypt notuð frá Noregi er breiðari og lengri en Baldur og lofthæð á bílaþilfari er meiri og í takt við nútímakröfur. 15. október 2014 08:24 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Flatey á Breiðafirði er lítil og afskekkt eyja sem rúmar ekki marga gesti. Þrátt fyrir það streyma ferðamenn þangað yfir frá Stykkishólmi með ferjunni Baldri á sumrin til þess að upplifa þessa einstöku eyju sem á engan sinn líka. Um verslunarmannahelgina var haldið lítið sveitaball en Ingibjörg Pétursdóttir, hótelstýra á Hótel Flatey, segir að ekki sé ætlunin að búa til einhvers konar hátíð. „Það er alltaf töluvert af fólki um verslunarmannahelgina en ég held að fólk sé aðallega að sækja hingað til þess að vera í ró og næði en samt skemmta sér vel. Við erum ekkert að auglýsa dagskrána því að við viljum halda þessu litlu þar sem fólkið sem kemur hingað er ekki að leita eftir hamagangi,“ segir Ingibjörg en um helgina komu fram Sigríður Thorlacius, Gunnar Óskar og sönghópurinn Olga Vocal Ensemble. Hótelið var opnað fyrir tíu árum en þá voru það nær eingöngu Íslendingar sem gistu þar. Nú er öldin önnur. „Þetta hefur verið að breytast smátt og smátt. Þetta var hótel sem Íslendingar sóttu mikið í og við erum aðallega með dagskrá fyrir þá. Útlendingarnir taka ekki þátt í henni og ég man ekki eftir að hafa séð einn ferðamann á tónleikunum núna um helgina þrátt fyrir að öll herbergin hafi verið bókuð af þeim.“ Það varð svokölluð ferðamannabóla á Flatey eftir að kvikmyndin Brúðguminn eftir Baltasar Kormák kom út en hún er að mestu tekin upp þar. „Stundum komu um 300 manns á dag í dagsferð um eyjuna. Það var full mikið enda er eyjan pínu lítið og rúmar ekki marga. Í dag er ekki jafn mikið brjálæði en samt erum við með uppbókaðar gistingar nánast allt sumarið.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýr Baldur kominn til landsins Ný Breiðafjarðarferja, sem mun leysa Baldur af hólmi er komin til Reykjavíkur og fer væntanlega í slilpp í dag. Ferjan , sem er keypt notuð frá Noregi er breiðari og lengri en Baldur og lofthæð á bílaþilfari er meiri og í takt við nútímakröfur. 15. október 2014 08:24 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Nýr Baldur kominn til landsins Ný Breiðafjarðarferja, sem mun leysa Baldur af hólmi er komin til Reykjavíkur og fer væntanlega í slilpp í dag. Ferjan , sem er keypt notuð frá Noregi er breiðari og lengri en Baldur og lofthæð á bílaþilfari er meiri og í takt við nútímakröfur. 15. október 2014 08:24