Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 27-26 | Ester hetja ÍBV Guðmundur Tómas Sigfússon. skrifar 10. janúar 2016 15:30 Ester Óskarsdóttir. Vísir/Vilhelm Eyjastúlkur unnu í dag sterkan eins marks sigur á Fram í leik um annað sætið í Eyjum. Leiknum lauk 27-26 en hann var mjög kaflaskiptur og í raun spennandi fram á síðustu sekúndu. Fyrir leikinn voru liðin í fjórða og fimmta sæti deildarinnar en með sigrinum lyfti ÍBV sér upp í 2. sætið. Ég held að það sé auðvelt að fullyrða það að ég hef aldrei séð jafn léleg gæði í upphafi leiks og í dag. Skotnýtingin var vægast sagt ömurleg og tæknifeilar á hverju strái. Eftir rúmt korter var Fram fjórum mörkum yfir en þá hafði Guðrún Ósk Maríasdóttir verið gjörsamlega frábær í markinu. Hún hélt uppteknum hætti út allan leikinn og varði alls 26 skot og þar af tvö vítaköst. ÍBV saxaði hægt og þétt á forskotið og með sterkari vörn tókst þeim að jafna leikinn þegar gengið var til búningsherbergja. ÍBV átti frábæran kafla undir lok fyrri hálfleiks og hélt sá kafli áfram í upphafi síðari hálfleiks. Liðið var komið fjórum mörkum yfir eftir 35 mínútur og virtist ekki ætla láta forystuna af hendi. Ester Óskarsdóttir átti frábæran leik hjá ÍBV og var oft lausn ÍBV eftir langar sóknir. Hún gerði tíu mörk í leiknum og fiskaði tvö vítaköst. Ragnheiður Júlíusdóttir var alls ekki síðri hjá Fram en hún gerði þrettán mörk í leiknum og mörg hver af rúmum tíu metrum. Hún kom Fram yfir 25-26 en þá var rúm mínúta eftir og í fyrsta skiptið sem Fram var yfir í síðari hálfleik. Greta Kavaliuskaite fiskaði eitt af sínum þremur vítaköstum í dag í næst síðustu sókn ÍBV en þar skoraði Vera Lopes og jafnaði metin. Það var síðan Ester Óskarsdóttir sem vann leikinn í síðustu sókn ÍBV undir lokin þegar höndin var komin upp hjá dómurum leiksins. Fram náði ekki að jafna metin í síðustu sókn leiksins en þar varði Erla Rós Sigmarsdóttir fjórtánda skot sitt eftir að Ragnheiður Júlíusdóttir stökk upp á þrettán metrunum. ÍBV því eins og áður segir komið upp í 2. sætið en Fram situr enn í fimmta sætinu eftir sigur á Val í síðustu umferð.Hrafnhildur er að gera góða hluti í Eyjum.vísir/valliHrafnhildur Ósk: Hefði verið mér að kenna ef við hefðum tapað „Frábær sigur og þetta varð ótrúlega spennandi, við lendum undir eftir að við erum búnar að koma okkur í þægilega stöðu þá misstum við það niður aftur,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV eftir nauman eins marks sigur á Fram. „Þetta var mjög sveiflukenndur leikur þar sem bæði lið voru með marga tæknifeila og glötuð 100% færi en samt gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stórleik í marki Fram og varði 26 skot, ÍBV átti í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá henni. „Sem betur fer fyrir okkur var Erla frábær hjá okkur líka og það bjargar þessu. Klárlega dagur markvarðanna þær voru frábærar báðar tvær.“ Hrafnhildur var skælbrosandi á hliðarlínunni allan leikinn, hvers vegna? „Stebbi er alltaf í ruglinu þarna hinum megin og alltaf eitthvað að kynda undir og gera grín þannig það var Stebba að þakka held ég.“ „Þetta er búin að vera frábær vika, ég var hrædd um að ég hafi keyrt þær of mikið út og þær yrðu þreyttar í dag. Ef við hefðum tapað hefði það pottþétt verið mér að kenna.“ „Ég er á leið á þjálfaranámskeið erlendis og missi af næsta leik og svo kem ég tvíefld til baka.“Stefán Arnarson: Ragnheiður stóð uppúr í dag „Hundsvekktur að tapa hérna, ég er ósáttur við fyrri hálfleikinn. við erum með yfirburði. Klikkum á níu sex metra færum, við hefðum átt að gera mun betur þar og þá er betri staða í hálfleik,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram eftir grátlegt eins marks tap í Eyjum. „ÍBV er sterkari lungað af síðari hálfleik, svo komum við til baka og ég er þokkalega sáttur við það en við áttum að gera betur í dag.“ Fram fékk fimm tveggja mínútna brottvísanir í leiknum en ÍBV ekki eina einustu. Finnst Stefáni halla á Fram í dómgæslu í dag? „Anton og Jónas eru frábærir dómarar en það segir sig sjálft, þegar tvö jöfn lið eru að mætast. Ef þú ert í tíu mínútur einum færri og hitt liðið aldrei þá hefur það klárlega áhrif á leikinn. ÍBV liðið kemst yfir á þessum kafla sem við erum færri,“ sagði Stefán en við þetta má bæta að ÍBV fékk sjö víti gegn einungis þremur hjá Fram. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði þrettán mörk í dag og hélt Fram inni í leiknum á löngum kafla. „Ragnheiður var mjög flott, við erum með marga flotta leikmenn og hún stóð uppúr í dag, það hefðu kannski fleiri leikmenn mátt stíga upp því við getum betur en í dag.“ „Guðrún er búin að eiga frábært tímabil en það dugar ekki þegar við töpum leikjum, sérstaklega á móti sterkari liðunum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira
Eyjastúlkur unnu í dag sterkan eins marks sigur á Fram í leik um annað sætið í Eyjum. Leiknum lauk 27-26 en hann var mjög kaflaskiptur og í raun spennandi fram á síðustu sekúndu. Fyrir leikinn voru liðin í fjórða og fimmta sæti deildarinnar en með sigrinum lyfti ÍBV sér upp í 2. sætið. Ég held að það sé auðvelt að fullyrða það að ég hef aldrei séð jafn léleg gæði í upphafi leiks og í dag. Skotnýtingin var vægast sagt ömurleg og tæknifeilar á hverju strái. Eftir rúmt korter var Fram fjórum mörkum yfir en þá hafði Guðrún Ósk Maríasdóttir verið gjörsamlega frábær í markinu. Hún hélt uppteknum hætti út allan leikinn og varði alls 26 skot og þar af tvö vítaköst. ÍBV saxaði hægt og þétt á forskotið og með sterkari vörn tókst þeim að jafna leikinn þegar gengið var til búningsherbergja. ÍBV átti frábæran kafla undir lok fyrri hálfleiks og hélt sá kafli áfram í upphafi síðari hálfleiks. Liðið var komið fjórum mörkum yfir eftir 35 mínútur og virtist ekki ætla láta forystuna af hendi. Ester Óskarsdóttir átti frábæran leik hjá ÍBV og var oft lausn ÍBV eftir langar sóknir. Hún gerði tíu mörk í leiknum og fiskaði tvö vítaköst. Ragnheiður Júlíusdóttir var alls ekki síðri hjá Fram en hún gerði þrettán mörk í leiknum og mörg hver af rúmum tíu metrum. Hún kom Fram yfir 25-26 en þá var rúm mínúta eftir og í fyrsta skiptið sem Fram var yfir í síðari hálfleik. Greta Kavaliuskaite fiskaði eitt af sínum þremur vítaköstum í dag í næst síðustu sókn ÍBV en þar skoraði Vera Lopes og jafnaði metin. Það var síðan Ester Óskarsdóttir sem vann leikinn í síðustu sókn ÍBV undir lokin þegar höndin var komin upp hjá dómurum leiksins. Fram náði ekki að jafna metin í síðustu sókn leiksins en þar varði Erla Rós Sigmarsdóttir fjórtánda skot sitt eftir að Ragnheiður Júlíusdóttir stökk upp á þrettán metrunum. ÍBV því eins og áður segir komið upp í 2. sætið en Fram situr enn í fimmta sætinu eftir sigur á Val í síðustu umferð.Hrafnhildur er að gera góða hluti í Eyjum.vísir/valliHrafnhildur Ósk: Hefði verið mér að kenna ef við hefðum tapað „Frábær sigur og þetta varð ótrúlega spennandi, við lendum undir eftir að við erum búnar að koma okkur í þægilega stöðu þá misstum við það niður aftur,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV eftir nauman eins marks sigur á Fram. „Þetta var mjög sveiflukenndur leikur þar sem bæði lið voru með marga tæknifeila og glötuð 100% færi en samt gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stórleik í marki Fram og varði 26 skot, ÍBV átti í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá henni. „Sem betur fer fyrir okkur var Erla frábær hjá okkur líka og það bjargar þessu. Klárlega dagur markvarðanna þær voru frábærar báðar tvær.“ Hrafnhildur var skælbrosandi á hliðarlínunni allan leikinn, hvers vegna? „Stebbi er alltaf í ruglinu þarna hinum megin og alltaf eitthvað að kynda undir og gera grín þannig það var Stebba að þakka held ég.“ „Þetta er búin að vera frábær vika, ég var hrædd um að ég hafi keyrt þær of mikið út og þær yrðu þreyttar í dag. Ef við hefðum tapað hefði það pottþétt verið mér að kenna.“ „Ég er á leið á þjálfaranámskeið erlendis og missi af næsta leik og svo kem ég tvíefld til baka.“Stefán Arnarson: Ragnheiður stóð uppúr í dag „Hundsvekktur að tapa hérna, ég er ósáttur við fyrri hálfleikinn. við erum með yfirburði. Klikkum á níu sex metra færum, við hefðum átt að gera mun betur þar og þá er betri staða í hálfleik,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram eftir grátlegt eins marks tap í Eyjum. „ÍBV er sterkari lungað af síðari hálfleik, svo komum við til baka og ég er þokkalega sáttur við það en við áttum að gera betur í dag.“ Fram fékk fimm tveggja mínútna brottvísanir í leiknum en ÍBV ekki eina einustu. Finnst Stefáni halla á Fram í dómgæslu í dag? „Anton og Jónas eru frábærir dómarar en það segir sig sjálft, þegar tvö jöfn lið eru að mætast. Ef þú ert í tíu mínútur einum færri og hitt liðið aldrei þá hefur það klárlega áhrif á leikinn. ÍBV liðið kemst yfir á þessum kafla sem við erum færri,“ sagði Stefán en við þetta má bæta að ÍBV fékk sjö víti gegn einungis þremur hjá Fram. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði þrettán mörk í dag og hélt Fram inni í leiknum á löngum kafla. „Ragnheiður var mjög flott, við erum með marga flotta leikmenn og hún stóð uppúr í dag, það hefðu kannski fleiri leikmenn mátt stíga upp því við getum betur en í dag.“ „Guðrún er búin að eiga frábært tímabil en það dugar ekki þegar við töpum leikjum, sérstaklega á móti sterkari liðunum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira