Óværð á mörkuðum fyrstu viku ársins Sæunn Gísladóttir skrifar 8. janúar 2016 07:00 Kauphöllum var lokað tvisvar sinnum í vikunni í Kína eftir að hlutabréf hríðféllu. vísir/getty Viðskipti Miklar sveiflur hafa átt sér stað á hlutabréfamörkuðum heimsins þessa fyrstu viðskiptaviku ársins. Kauphallir í Kína lokuðu tvisvar sinnum, í síðara skipti eftir innan við hálftíma af viðskiptum þar sem hlutabréf höfðu fallið um sjö prósent. Eftir lokun kauphallanna á mánudaginn féllu hlutabréf víðs vegar um heiminn í verði, verst voru áhrifin í Þýskalandi þar sem þau féllu um 3,8 prósent. Rólegra var á þriðjudaginn og miðvikudaginn en eftir að mörkuðum í Kína var lokað aftur í gær lækkuðu evrópsk hlutabréf um tvö prósent. Hlutabréfagengi erlendis fór að hafa áhrif á íslenskum markaði í gær. Íslenska úrvalsvísitalan OMXI8 lækkaði um 1,24 prósent í gær. Rauður dagur var í Kauphöllinni þar sem meirihluti skráðra fyrirtækja lækkaði í verði. Hlutabréf í Marel lækkuðu mest eða um 2,18 prósent í 464 milljóna króna viðskiptum. „Íslenskt efnahagslíf og fyrirtæki eru ekki ónæm fyrir ástandi heimsmála. Minni eftirspurn í einu landi hefur áhrif á útflutning og þar með eftirspurn í öðru landi. Að lokum koma áhrifin fram í tekjum og afkomu félaga á Íslandi eins og í öðrum opnum hagkerfum. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn endurspeglar samt ekki nema að hluta til efnahagslíf í hinum stóra heimi. Íslenskir fjárfestar fylgjast að sjálfsögðu með því sem er að gerast á erlendum mörkuðum og ég á von á að þeir flestir taki tillit til erlendrar þróunar og breytinga á innbyrðis verðlagningu íslenskra og erlendra félaga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann segir þó aðra þætti hafa áhrif, t.d. lækkun eldsneytisverðs, vaxtaþróun, innflæði í sjóði, horfur um ríkisskuldir, verðbólgu og fjölda ferðamanna. „Þegar allt er dregið saman hafa fjárfestar á íslenska hlutabréfamarkaðinum greinilega komist að þeirri niðurstöðu á fyrstu dögum nýs árs að hér hafi aðstæður ekki versnað,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Viðskipti Miklar sveiflur hafa átt sér stað á hlutabréfamörkuðum heimsins þessa fyrstu viðskiptaviku ársins. Kauphallir í Kína lokuðu tvisvar sinnum, í síðara skipti eftir innan við hálftíma af viðskiptum þar sem hlutabréf höfðu fallið um sjö prósent. Eftir lokun kauphallanna á mánudaginn féllu hlutabréf víðs vegar um heiminn í verði, verst voru áhrifin í Þýskalandi þar sem þau féllu um 3,8 prósent. Rólegra var á þriðjudaginn og miðvikudaginn en eftir að mörkuðum í Kína var lokað aftur í gær lækkuðu evrópsk hlutabréf um tvö prósent. Hlutabréfagengi erlendis fór að hafa áhrif á íslenskum markaði í gær. Íslenska úrvalsvísitalan OMXI8 lækkaði um 1,24 prósent í gær. Rauður dagur var í Kauphöllinni þar sem meirihluti skráðra fyrirtækja lækkaði í verði. Hlutabréf í Marel lækkuðu mest eða um 2,18 prósent í 464 milljóna króna viðskiptum. „Íslenskt efnahagslíf og fyrirtæki eru ekki ónæm fyrir ástandi heimsmála. Minni eftirspurn í einu landi hefur áhrif á útflutning og þar með eftirspurn í öðru landi. Að lokum koma áhrifin fram í tekjum og afkomu félaga á Íslandi eins og í öðrum opnum hagkerfum. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn endurspeglar samt ekki nema að hluta til efnahagslíf í hinum stóra heimi. Íslenskir fjárfestar fylgjast að sjálfsögðu með því sem er að gerast á erlendum mörkuðum og ég á von á að þeir flestir taki tillit til erlendrar þróunar og breytinga á innbyrðis verðlagningu íslenskra og erlendra félaga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann segir þó aðra þætti hafa áhrif, t.d. lækkun eldsneytisverðs, vaxtaþróun, innflæði í sjóði, horfur um ríkisskuldir, verðbólgu og fjölda ferðamanna. „Þegar allt er dregið saman hafa fjárfestar á íslenska hlutabréfamarkaðinum greinilega komist að þeirri niðurstöðu á fyrstu dögum nýs árs að hér hafi aðstæður ekki versnað,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira