Góða fólkið og Mjelítan Hugleikur Dagsson skrifar 7. janúar 2016 07:00 Síðasta ár komst skemmtilegt orðasamband í tísku. Vinsælt meðal bloggara (já, þeir eru enn þá til), Útvarps Sögu hlustenda (þeir eru líka til, ekki karakterar eftir Jón Gnarr) og jafnvel stjórnmálamanna. Hugtakið sem um er rætt er „góða fólkið“. Hljómar saklaust. „Allir eiga að vera góðir,“ sagði Jesús. Eða Súpermann, ég man það ekki. En vinsælasta notkun hugtaksins er nú helst notuð í íronískri merkingu. Kaldhæðið skot á ákveðið mengi fólks, sem þykjast vera gott bara svo að allir sjái hvað þau eru góð. Þetta poppaði upp bæði í umræðu um Ísrael/Palestínu og sýrlenska flóttafólkið. Þeir sem vildu styðja Palestínu eða flóttafólkið var þá uppnefnt sem góða fólkið. „Haha, greinilegt að góða fólkið vill bara hjálpa deyjandi börnum svo að allir sjái hvað þau eru góð!“ Já, það er vissulega tilgerðarleg leið til að láta gott af sér leiða, en allavega betra en að vera vonda fólkið. En ég vil ekki kalla notendur hugtaksins „vonda fólkið“. Út af þremur ástæðum. 1) Af því að enginn er vondur eða góður. Lífið er ekki barnabók. 2) Af því að það minnir of mikið á vonda kallinn í bíómyndum. Og vondu kallarnir eru alltaf svo kúl. Ég vil ekki líkja þessu fólki við Jókerinn eða Svarthöfða. Og 3) Ég er með miklu betra orð yfir þau: „Mjelítan“. Mjelítan er hópur fólks sem er alltaf á internetinu að segja: „mje mje mje góða fólkið mje mje rétttrúnaðarkirkjan mje mje mje málfrelsi mje.“ Að lokum vil ég koma skilaboðum til mjelítunnar: Góða fólkið er ekki til. Ekki frekar en álfar, tröll eða menntaelítan. Þetta er bara ímyndaður óvinur. Eins og vindmyllurnar í Don Kíkóta. Og mjelítan er elliær riddari með þröngan hjálm sem er erfitt að sjá út um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun
Síðasta ár komst skemmtilegt orðasamband í tísku. Vinsælt meðal bloggara (já, þeir eru enn þá til), Útvarps Sögu hlustenda (þeir eru líka til, ekki karakterar eftir Jón Gnarr) og jafnvel stjórnmálamanna. Hugtakið sem um er rætt er „góða fólkið“. Hljómar saklaust. „Allir eiga að vera góðir,“ sagði Jesús. Eða Súpermann, ég man það ekki. En vinsælasta notkun hugtaksins er nú helst notuð í íronískri merkingu. Kaldhæðið skot á ákveðið mengi fólks, sem þykjast vera gott bara svo að allir sjái hvað þau eru góð. Þetta poppaði upp bæði í umræðu um Ísrael/Palestínu og sýrlenska flóttafólkið. Þeir sem vildu styðja Palestínu eða flóttafólkið var þá uppnefnt sem góða fólkið. „Haha, greinilegt að góða fólkið vill bara hjálpa deyjandi börnum svo að allir sjái hvað þau eru góð!“ Já, það er vissulega tilgerðarleg leið til að láta gott af sér leiða, en allavega betra en að vera vonda fólkið. En ég vil ekki kalla notendur hugtaksins „vonda fólkið“. Út af þremur ástæðum. 1) Af því að enginn er vondur eða góður. Lífið er ekki barnabók. 2) Af því að það minnir of mikið á vonda kallinn í bíómyndum. Og vondu kallarnir eru alltaf svo kúl. Ég vil ekki líkja þessu fólki við Jókerinn eða Svarthöfða. Og 3) Ég er með miklu betra orð yfir þau: „Mjelítan“. Mjelítan er hópur fólks sem er alltaf á internetinu að segja: „mje mje mje góða fólkið mje mje rétttrúnaðarkirkjan mje mje mje málfrelsi mje.“ Að lokum vil ég koma skilaboðum til mjelítunnar: Góða fólkið er ekki til. Ekki frekar en álfar, tröll eða menntaelítan. Þetta er bara ímyndaður óvinur. Eins og vindmyllurnar í Don Kíkóta. Og mjelítan er elliær riddari með þröngan hjálm sem er erfitt að sjá út um.