Tölfræðingurinn úr Moneyball kominn í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2016 13:00 Paul DePodesta. Vísir/Getty NFL-liðið Cleveland Browns ætlar að leita á óhefðbundnar slóðir til að koma liðinu sínu aftur á beinu brautina en félagið hefur ráðið Paul DePodesta til félagsins. DePodesta á langan feril að baki sem starfsmaður hafnaboltaliða en hann er fyrst og fremst þekktur sem tölfræðingurinn sem kynnti nýjar aðferðir til að meta hafnaboltaleikmenn í kvikmyndinni Moneyball. Jonah Hill lék persónu í kvikmyndinni sem var að hluta byggður á DePodesta og notkun hans á ítarlegri tölfræðigreiningu til að finna leikmenn og greina þá. Myndin kom út árið 2011 og byggir á samnefndri bók sem kom út árið 2003. Cleveland hefur gengið illa undanfarin ár og lét á dögunum þjálfarann Mike Pettine fara eftir að liðið vann aðeins þrjá af sextán leikjum sínum á nýliðnu tímabili. Cleveland komst vitanlega ekki í úrslitakeppnina sem hefst um helgina.Brad Pitt og Jonah Hill léku aðalhlutverkin í Moneyball.Vísir/GettyÞrettán ár eru liðin síðan að Cleveland komst í úrslitakeppnina og hefur undanfarin ár fengið að velja snemma í nýliðivalinu hvert ár vegna lélegs árangurs tímabilið á undan. Engu að síður hafa þeir leikmenn sem liðið hefur valið sér skilað litlu og má áætla að leitað verði til Depodesta, sem fær það hlutverk að móta stefnu félagsins, að koma þeim málum í betri farveg. Liðið skortir þó sárlega leikstjórnanda en fyrir tveimur árum valdi liðið Johnny Manziel í nýliðavalinu sem átti að verða nýr leiðtogi liðsins inni á vellinum. Hann hefur þó ítrekað komið sér í vandræði fyrir hegðun sína utan vallar og er nú efast um að hann eigi sér framtíð hjá Cleveland Browns.Sjá einnig: Djammaði í Vegas með hárkollu og gerviskegg Tölfræði í amerískum fótbolta er ekki jafn ítarleg og í hafnabolta og hefur frekar verið stuðst við líkamlega burði og auga njósnara fyrir hæfileikaríkum leikmönnum þegar lið velja sér leikmenn. Innkoma DePodesta í NFL-deildina gæti breytt þeirri nálgun. NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
NFL-liðið Cleveland Browns ætlar að leita á óhefðbundnar slóðir til að koma liðinu sínu aftur á beinu brautina en félagið hefur ráðið Paul DePodesta til félagsins. DePodesta á langan feril að baki sem starfsmaður hafnaboltaliða en hann er fyrst og fremst þekktur sem tölfræðingurinn sem kynnti nýjar aðferðir til að meta hafnaboltaleikmenn í kvikmyndinni Moneyball. Jonah Hill lék persónu í kvikmyndinni sem var að hluta byggður á DePodesta og notkun hans á ítarlegri tölfræðigreiningu til að finna leikmenn og greina þá. Myndin kom út árið 2011 og byggir á samnefndri bók sem kom út árið 2003. Cleveland hefur gengið illa undanfarin ár og lét á dögunum þjálfarann Mike Pettine fara eftir að liðið vann aðeins þrjá af sextán leikjum sínum á nýliðnu tímabili. Cleveland komst vitanlega ekki í úrslitakeppnina sem hefst um helgina.Brad Pitt og Jonah Hill léku aðalhlutverkin í Moneyball.Vísir/GettyÞrettán ár eru liðin síðan að Cleveland komst í úrslitakeppnina og hefur undanfarin ár fengið að velja snemma í nýliðivalinu hvert ár vegna lélegs árangurs tímabilið á undan. Engu að síður hafa þeir leikmenn sem liðið hefur valið sér skilað litlu og má áætla að leitað verði til Depodesta, sem fær það hlutverk að móta stefnu félagsins, að koma þeim málum í betri farveg. Liðið skortir þó sárlega leikstjórnanda en fyrir tveimur árum valdi liðið Johnny Manziel í nýliðavalinu sem átti að verða nýr leiðtogi liðsins inni á vellinum. Hann hefur þó ítrekað komið sér í vandræði fyrir hegðun sína utan vallar og er nú efast um að hann eigi sér framtíð hjá Cleveland Browns.Sjá einnig: Djammaði í Vegas með hárkollu og gerviskegg Tölfræði í amerískum fótbolta er ekki jafn ítarleg og í hafnabolta og hefur frekar verið stuðst við líkamlega burði og auga njósnara fyrir hæfileikaríkum leikmönnum þegar lið velja sér leikmenn. Innkoma DePodesta í NFL-deildina gæti breytt þeirri nálgun.
NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira