Michael Jordan áfram númer eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 14:30 Michael Jordan. Vísir/Getty Michael Jordan heldur toppsætinu sem besti íþróttamaður sögunnar í Bandaríkjunum en Harris Poll gaf út nýja könnun sína um þessi áramót. Tveir nýir íþróttamenn koma nú inn á topp tíu listann. Það eru liðin sex ár síðan að Harris Poll gerði samskonar könnun meðal bandarísku þjóðarinnar þar sem spurt var hver sér besti íþróttamaður Bandaríkjanna frá upphafi. ESPN segir frá niðurstöðunni. Kylfingurinn Tiger Woods var í öðru sætinu fyrir sex árum en hann dettur nú alla leið niður í áttunda sætið. Nú er hafnarboltaleikmaðurinn Babe Ruth í öðru sæti og boxarinn Muhammad Ali í því þriðja. Þeir hækkuðu báðir um eitt sæti á listanum. Tenniskonan Serena Williams og NFL-leikmaðurinn Tom Brady komust bæði inn á topp tíu í fyrsta sinn. Serena fór alla leið upp í fjórða sæti og er efsta og eina konan á listanum en Brady í því níunda. Þeir sem duttu út af topp tíu listanum voru NFL-leikmaðurinn Brett Favre (var númer fimm) og hafnarboltamaðurinn Ted Williams (var númer átta). Körfuboltamaðurinn LeBron James skipti um sæti við íshokkí-goðsögnina Wayne Gretzky og hoppaði alla leið upp í sjöunda sætið en hann situr nú í næsta sæti á eftir NFL-goðsögninni Joe Montana. Gretzky er í 10. sæti á þessum nýja lista. James er einn af fimm á topp tíu listanum sem er enn að spila. Serena er efst af þeim sem eru enn á fullu í sínum greinum en NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning er efstu af þeim karlmönnum sem eru enn að spila. Peyton Manning er í fimmta sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti.Tíu bestu íþróttamennirnir í sögu Bandaríkjanna: 1. Michael Jordan, körfubolti (Númer 1 árið 2009) 2. Babe Ruth, hafnarbolti (3) 3. Muhammad Ali, box (4) 4. Serena Williams, tennis (-) 5. Peyton Manning, amerískur fótbolti (8) 6. Joe Montana, amerískur fótbolti (6) 7. LeBron James, körfubolti (10) 8. Tiger Woods, golf (2) 9. Tom Brady, amerískur fótbolti (-) 10. Wayne Gretzky, íshokkí (7)Michael Jordan og Charles Barkley.Vísir/Getty Aðrar íþróttir Íþróttir NBA NFL Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Michael Jordan heldur toppsætinu sem besti íþróttamaður sögunnar í Bandaríkjunum en Harris Poll gaf út nýja könnun sína um þessi áramót. Tveir nýir íþróttamenn koma nú inn á topp tíu listann. Það eru liðin sex ár síðan að Harris Poll gerði samskonar könnun meðal bandarísku þjóðarinnar þar sem spurt var hver sér besti íþróttamaður Bandaríkjanna frá upphafi. ESPN segir frá niðurstöðunni. Kylfingurinn Tiger Woods var í öðru sætinu fyrir sex árum en hann dettur nú alla leið niður í áttunda sætið. Nú er hafnarboltaleikmaðurinn Babe Ruth í öðru sæti og boxarinn Muhammad Ali í því þriðja. Þeir hækkuðu báðir um eitt sæti á listanum. Tenniskonan Serena Williams og NFL-leikmaðurinn Tom Brady komust bæði inn á topp tíu í fyrsta sinn. Serena fór alla leið upp í fjórða sæti og er efsta og eina konan á listanum en Brady í því níunda. Þeir sem duttu út af topp tíu listanum voru NFL-leikmaðurinn Brett Favre (var númer fimm) og hafnarboltamaðurinn Ted Williams (var númer átta). Körfuboltamaðurinn LeBron James skipti um sæti við íshokkí-goðsögnina Wayne Gretzky og hoppaði alla leið upp í sjöunda sætið en hann situr nú í næsta sæti á eftir NFL-goðsögninni Joe Montana. Gretzky er í 10. sæti á þessum nýja lista. James er einn af fimm á topp tíu listanum sem er enn að spila. Serena er efst af þeim sem eru enn á fullu í sínum greinum en NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning er efstu af þeim karlmönnum sem eru enn að spila. Peyton Manning er í fimmta sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti.Tíu bestu íþróttamennirnir í sögu Bandaríkjanna: 1. Michael Jordan, körfubolti (Númer 1 árið 2009) 2. Babe Ruth, hafnarbolti (3) 3. Muhammad Ali, box (4) 4. Serena Williams, tennis (-) 5. Peyton Manning, amerískur fótbolti (8) 6. Joe Montana, amerískur fótbolti (6) 7. LeBron James, körfubolti (10) 8. Tiger Woods, golf (2) 9. Tom Brady, amerískur fótbolti (-) 10. Wayne Gretzky, íshokkí (7)Michael Jordan og Charles Barkley.Vísir/Getty
Aðrar íþróttir Íþróttir NBA NFL Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira