Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2016 12:30 Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður R-2, deildar hjá lögreglu sem rannsakar fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi. Vísir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Aldís Hilmarsdóttir verði færð úr stöðu sinni sem yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu á næstum dögum. Deildin er í upplausn en tveir starfsmenn deildarinnar sæta rannsókn saksóknara, ríkissaksóknara annars vegar og héraðssaksóknara hins vegar, en báðir eru grunaðir um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Samkvæmt heimildum Vísis var Aldísi í desember boðið að flytja sig til í starfi og hefja störf hjá héraðssaksóknara. Hún hafnaði hins vegar boði um flutning. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki véfengt fréttir þess efnis að Aldís standi tæpt. Aldís var skipuð í starf yfirmanns fíkniefnadeildar í apríl 2014 en skipunin vakti nokkra athygli enda hafði hún litla reynslu af götunni og því síður af fíkniefnamálum og rannsókn þeirra. Aldís og lögreglufulltrúinn unnu náið saman í daglegum verkefnum og ein ástæða þess að lögreglumenn treystu sér ekki til að leita til hennar með athugasemdir sínar.Vísir/GVA Reynd í efnahagsbrotamálum Aldís er hins vegar reynslumikil þegar kemur að efnahagsbrotum en hún starfaði við efnahagsbrotadeild hjá ríkislögreglustjóra frá 2003 til 2008 þegar hún hóf störf hjá Deloitte. Þá var hún í fjármunadeild lögreglu frá 2008-2011 og svo starfsmaður sérstaks saksóknara frá 2011 þar til hún var skipuð yfirmaður R-2, deildar sem rannsakar fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi. Embætti héraðssaksóknara tók til starfa um áramót en um leið var embætti sérstaks saksóknara lagt niður. Nýja embættið tekur við hlutverki þess gamla og má því segja að Aldís hafi hafnað boði um að snúa aftur á sinn heimavöll. Ólafur Þór Hauksson er yfirmaður nýja embættisins líkt og þess gamla. Aldís sagðist í viðtali við Vísi á föstudag hafa óskað eftir fundi með innanríkisráðherra skömmu fyrir jól. Var það eftir að þrýstingur hafði verið settur á hana að færa sig um set. Hún vildi ekki upplýsa hvað fór fram á fundi með ráðherra sem fór fram á föstudaginn. Heimildir fréttastofu herma að Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn og Jón H.B. Snorrason hafi verið andvígir því að Aldís yrði færð til í starfi. Friðrik Smári neitar að tjá sig um hvort hann hafi fengið athugasemdir við störf lögreglufulltrúans utan þess þriggja vikna tímabils sem hann tilgreindi í yfirlýsingu sinni.Vísir/Anton Brink Treystu sér ekki til að leita til Aldísar Fram hefur komið að meirihluti fíkniefnadeildar kom athugasemdum á framfæri við ríkislögreglustjóra síðastliðið vor eftir að hafa fengið lítil viðbrögð við athugasemdum sínum hjá yfirmanni sínum, Friðriki Smára Björgvinssyni. Í yfirlýsingu sem Friðrik Smári sendi Vísi á föstudag kom fram að tveir lögreglumenn hefðu gert athugasemdir við störf fulltrúans á þriggja vikna tímabili í mars í fyrra. Viðurkenndi hann svo í samtali við Vísi að annar þeirra hefði vissulega komið á hans fund sem fulltrúi fleiri lögreglumanna í deildinni. Starfsmennirnir leituðu þó ekki til Aldísar með umkvörtunarefni sín. Samstarf Aldísar og lögreglufulltrúans var afar gott og ein ástæða þess að þeir treystu sér ekki til að fara með málið á hennar borð. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Svarar því ekki hver seinasta skipun var áður en sendisveinninn var handtekinn við Hótel Frón Friðrik Smári Björgvinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi verið meðvitaður um ásakanir á hendur lögreglufulltrúa utan þess tíma sem hann tilgreinir í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér. 15. janúar 2016 15:46 Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Aldís Hilmarsdóttir verði færð úr stöðu sinni sem yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu á næstum dögum. Deildin er í upplausn en tveir starfsmenn deildarinnar sæta rannsókn saksóknara, ríkissaksóknara annars vegar og héraðssaksóknara hins vegar, en báðir eru grunaðir um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Samkvæmt heimildum Vísis var Aldísi í desember boðið að flytja sig til í starfi og hefja störf hjá héraðssaksóknara. Hún hafnaði hins vegar boði um flutning. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki véfengt fréttir þess efnis að Aldís standi tæpt. Aldís var skipuð í starf yfirmanns fíkniefnadeildar í apríl 2014 en skipunin vakti nokkra athygli enda hafði hún litla reynslu af götunni og því síður af fíkniefnamálum og rannsókn þeirra. Aldís og lögreglufulltrúinn unnu náið saman í daglegum verkefnum og ein ástæða þess að lögreglumenn treystu sér ekki til að leita til hennar með athugasemdir sínar.Vísir/GVA Reynd í efnahagsbrotamálum Aldís er hins vegar reynslumikil þegar kemur að efnahagsbrotum en hún starfaði við efnahagsbrotadeild hjá ríkislögreglustjóra frá 2003 til 2008 þegar hún hóf störf hjá Deloitte. Þá var hún í fjármunadeild lögreglu frá 2008-2011 og svo starfsmaður sérstaks saksóknara frá 2011 þar til hún var skipuð yfirmaður R-2, deildar sem rannsakar fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi. Embætti héraðssaksóknara tók til starfa um áramót en um leið var embætti sérstaks saksóknara lagt niður. Nýja embættið tekur við hlutverki þess gamla og má því segja að Aldís hafi hafnað boði um að snúa aftur á sinn heimavöll. Ólafur Þór Hauksson er yfirmaður nýja embættisins líkt og þess gamla. Aldís sagðist í viðtali við Vísi á föstudag hafa óskað eftir fundi með innanríkisráðherra skömmu fyrir jól. Var það eftir að þrýstingur hafði verið settur á hana að færa sig um set. Hún vildi ekki upplýsa hvað fór fram á fundi með ráðherra sem fór fram á föstudaginn. Heimildir fréttastofu herma að Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn og Jón H.B. Snorrason hafi verið andvígir því að Aldís yrði færð til í starfi. Friðrik Smári neitar að tjá sig um hvort hann hafi fengið athugasemdir við störf lögreglufulltrúans utan þess þriggja vikna tímabils sem hann tilgreindi í yfirlýsingu sinni.Vísir/Anton Brink Treystu sér ekki til að leita til Aldísar Fram hefur komið að meirihluti fíkniefnadeildar kom athugasemdum á framfæri við ríkislögreglustjóra síðastliðið vor eftir að hafa fengið lítil viðbrögð við athugasemdum sínum hjá yfirmanni sínum, Friðriki Smára Björgvinssyni. Í yfirlýsingu sem Friðrik Smári sendi Vísi á föstudag kom fram að tveir lögreglumenn hefðu gert athugasemdir við störf fulltrúans á þriggja vikna tímabili í mars í fyrra. Viðurkenndi hann svo í samtali við Vísi að annar þeirra hefði vissulega komið á hans fund sem fulltrúi fleiri lögreglumanna í deildinni. Starfsmennirnir leituðu þó ekki til Aldísar með umkvörtunarefni sín. Samstarf Aldísar og lögreglufulltrúans var afar gott og ein ástæða þess að þeir treystu sér ekki til að fara með málið á hennar borð.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Svarar því ekki hver seinasta skipun var áður en sendisveinninn var handtekinn við Hótel Frón Friðrik Smári Björgvinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi verið meðvitaður um ásakanir á hendur lögreglufulltrúa utan þess tíma sem hann tilgreinir í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér. 15. janúar 2016 15:46 Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23
„Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30
Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00
Svarar því ekki hver seinasta skipun var áður en sendisveinninn var handtekinn við Hótel Frón Friðrik Smári Björgvinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi verið meðvitaður um ásakanir á hendur lögreglufulltrúa utan þess tíma sem hann tilgreinir í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér. 15. janúar 2016 15:46
Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29