Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2016 09:01 "Ekki einn einasti einræðisherra er á móti þjóðaratkvæðagreiðslum svo lengi sem hann getur ákveðið sjálfur hvað fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvenær,“ segir Helgi. vísir/vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, segir ekkert kalla á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Nærri lagi væri að leggja tillöguna fram yfir höfuð og svo gæti þjóðin kosið um hana – ef hún sjálf kærði sig um það. Það á hins vegar að vera að kröfu þjóðarinnar, ekki forsætisráðherra. Þetta segir Helgi í færslu sem hann birti á vefsvæði Pírata í gærkvöldi. Tilefni færslunnar er orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem sagðist í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær vilja sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Hann sagðist jafnframt hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslu.Lykilatriði að þjóðin hafi frumkvæðið Helgi Hrafn segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá almenningi. Sé hún einungis haldin að frumkvæði ráðamanna verði hún fyrst og fremst að pólitísku vopni þeirra sjálfra til þess að búa til þrýsting sjálfum sér til stuðnings. „Það er ekki aukaatriði, heldur lykilatriði, að frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um mál á Alþingi komi frá þjóðinni en ekki ráðamönnum sjálfum. Ekki einn einasti einræðisherra er á móti þjóðaratkvæðagreiðslum svo lengi sem hann getur ákveðið sjálfur hvað fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvenær,“ segir Helgi. Hann segir mikilvægt að lýðræðislegir ferlar séu skýrir, formlegir, lögfestir og fyrirsjáanlegir. Þeir séu ekki til þess að ráðamenn geti notað þá til þess að afla sér vinsælda, heldur til þess að þjóðin sjálf geti ýmist tekið fyrir hendurnar á Alþingi eða knúið það til að fjalla um tiltekin mál.Minnir á málflutning um ESB viðræðurnar „Það sem þarf er að lýðræðisferlarnir sjálfir, sem eru í grunninn tilgreindir í stjórnarskrá, setji ákvörðunina um þjóðaratkvæðagreiðslur í hendur fólksins sjálfs og að slíkar ákvarðanir séu ekki bara raunhæfar, heldur niðurstaðan einnig bindandi.“ Helgi segir það jafnframt ágætt að forsætisráðherra segist hlynntur því að þjóðin hafi meiri rétt til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum. [E]n það verður líka að segjast eins og er, að sá málflutningur minnir óneitanlega á málflutning hans í sambandi við Evrópusambands-viðræðurnar fyrir kosningar. Ég hef nefnilega aldrei heyrt stjórnmálamann segjast vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslum, svo lengi sem þær annaðhvort eigi sér ekki stað eða skipti ekki máli.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, segir ekkert kalla á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Nærri lagi væri að leggja tillöguna fram yfir höfuð og svo gæti þjóðin kosið um hana – ef hún sjálf kærði sig um það. Það á hins vegar að vera að kröfu þjóðarinnar, ekki forsætisráðherra. Þetta segir Helgi í færslu sem hann birti á vefsvæði Pírata í gærkvöldi. Tilefni færslunnar er orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem sagðist í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær vilja sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Hann sagðist jafnframt hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslu.Lykilatriði að þjóðin hafi frumkvæðið Helgi Hrafn segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá almenningi. Sé hún einungis haldin að frumkvæði ráðamanna verði hún fyrst og fremst að pólitísku vopni þeirra sjálfra til þess að búa til þrýsting sjálfum sér til stuðnings. „Það er ekki aukaatriði, heldur lykilatriði, að frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um mál á Alþingi komi frá þjóðinni en ekki ráðamönnum sjálfum. Ekki einn einasti einræðisherra er á móti þjóðaratkvæðagreiðslum svo lengi sem hann getur ákveðið sjálfur hvað fari í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvenær,“ segir Helgi. Hann segir mikilvægt að lýðræðislegir ferlar séu skýrir, formlegir, lögfestir og fyrirsjáanlegir. Þeir séu ekki til þess að ráðamenn geti notað þá til þess að afla sér vinsælda, heldur til þess að þjóðin sjálf geti ýmist tekið fyrir hendurnar á Alþingi eða knúið það til að fjalla um tiltekin mál.Minnir á málflutning um ESB viðræðurnar „Það sem þarf er að lýðræðisferlarnir sjálfir, sem eru í grunninn tilgreindir í stjórnarskrá, setji ákvörðunina um þjóðaratkvæðagreiðslur í hendur fólksins sjálfs og að slíkar ákvarðanir séu ekki bara raunhæfar, heldur niðurstaðan einnig bindandi.“ Helgi segir það jafnframt ágætt að forsætisráðherra segist hlynntur því að þjóðin hafi meiri rétt til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum. [E]n það verður líka að segjast eins og er, að sá málflutningur minnir óneitanlega á málflutning hans í sambandi við Evrópusambands-viðræðurnar fyrir kosningar. Ég hef nefnilega aldrei heyrt stjórnmálamann segjast vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslum, svo lengi sem þær annaðhvort eigi sér ekki stað eða skipti ekki máli.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02