Guðjón Valur reiður eftir tapið í gær Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 18. janúar 2016 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson sést hér nýbúinn að þakka Hvít-Rússum fyrir leikinn í gær en svipur landsliðsfyrirliðans segir meira en mörg orð. Vísir/Valli Guðjón Valur Sigurðsson spilaði í gær sinn 50. leik á Evrópumóti. Hann hefur því náð þeim magnaða árangri að spila 50 leiki bæði á HM og EM. Hann skoraði líka sitt 1.700 mark fyrir landsliðið í gær. Því miður komu þessir glæstu áfangar í leik sem fyrirliðinn vill gleyma sem allra fyrst. „Ég er vonsvikinn með okkar leik. Allir leikmenn liðsins eru 20-30 prósentum frá sínu besta,“ sagði Guðjón Valur í leikslok og var reiður. Réttilega. Þessi mikli stríðsmaður kann því illa að tapa leikjum. Hann gat ekki gefið neinar haldgóðar útskýringar á þessum hörmulega varnarleik liðsins gegn Hvít-Rússum. „Við erum bara langt frá mönnum. Erum ekki að ná nógu mörgum stoppum eins og gegn Noregi. Það vantar allt frumkvæði í okkur. Þegar það vantar svona mikið upp á hjá okkur þá vinna þeir þetta hálfa skref sem er svo mikilvægt í lokin. Það er sama hvar er drepið niður fæti hjá okkur. Þetta er vont á bara alla línuna. Því miður.“ Þó að leikurinn hafi verið jafn þá var íslenska liðið skrefi á undan lengstum. Þegar þrettán mínútur voru eftir tókst Hvít-Rússunum að komast yfir og ná frumkvæðinu. „Ég missti aldrei trúna. Ég vonaðist alltaf til þess að þetta myndi koma. Við vorum að hlaupa og leggja helling á okkur. Það sést á því að við skoruðum 38 mörk og sóknarleikurinn var ekkert vandamál hjá okkur í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði fimm mörk í leiknum. „Í fyrri hálfleik eru þeir að keyra seinni bylgjuna og skora grimmt þannig. Við hleypum þeim síðan inn í leikinn með feilum er við komumst vel yfir. Svo í lokin þá skora þeir einfaldlega allt of auðveld mörk. Þegar við náum forskotinu þá köstum við boltanum frá okkur. Það eru vissulega allir að reyna og vilja en við erum ekki að taka skynsamlegar ákvaðanir og verðum að vera agaðri þar.“ Fyrirliðanum hefur oft orðið tíðrætt um á stórmótum að liðið sé komið með hlaupið í hnakkann. Það sé búið að koma sér í vonda stöðu sem það verði að vinna sig úr. Hann er líklega búinn að segja það oftar en hann vildi og þurfti að tala um það aftur í gær. Lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn feikisterku liði Króatíu. „Hlaupið verður kaldara og kaldara með hverri mínútunni.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00 Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16 Aron: Þurfum að gíra okkur upp í algjöran djöfulgang "Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson. 17. janúar 2016 18:40 Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34 Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson spilaði í gær sinn 50. leik á Evrópumóti. Hann hefur því náð þeim magnaða árangri að spila 50 leiki bæði á HM og EM. Hann skoraði líka sitt 1.700 mark fyrir landsliðið í gær. Því miður komu þessir glæstu áfangar í leik sem fyrirliðinn vill gleyma sem allra fyrst. „Ég er vonsvikinn með okkar leik. Allir leikmenn liðsins eru 20-30 prósentum frá sínu besta,“ sagði Guðjón Valur í leikslok og var reiður. Réttilega. Þessi mikli stríðsmaður kann því illa að tapa leikjum. Hann gat ekki gefið neinar haldgóðar útskýringar á þessum hörmulega varnarleik liðsins gegn Hvít-Rússum. „Við erum bara langt frá mönnum. Erum ekki að ná nógu mörgum stoppum eins og gegn Noregi. Það vantar allt frumkvæði í okkur. Þegar það vantar svona mikið upp á hjá okkur þá vinna þeir þetta hálfa skref sem er svo mikilvægt í lokin. Það er sama hvar er drepið niður fæti hjá okkur. Þetta er vont á bara alla línuna. Því miður.“ Þó að leikurinn hafi verið jafn þá var íslenska liðið skrefi á undan lengstum. Þegar þrettán mínútur voru eftir tókst Hvít-Rússunum að komast yfir og ná frumkvæðinu. „Ég missti aldrei trúna. Ég vonaðist alltaf til þess að þetta myndi koma. Við vorum að hlaupa og leggja helling á okkur. Það sést á því að við skoruðum 38 mörk og sóknarleikurinn var ekkert vandamál hjá okkur í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði fimm mörk í leiknum. „Í fyrri hálfleik eru þeir að keyra seinni bylgjuna og skora grimmt þannig. Við hleypum þeim síðan inn í leikinn með feilum er við komumst vel yfir. Svo í lokin þá skora þeir einfaldlega allt of auðveld mörk. Þegar við náum forskotinu þá köstum við boltanum frá okkur. Það eru vissulega allir að reyna og vilja en við erum ekki að taka skynsamlegar ákvaðanir og verðum að vera agaðri þar.“ Fyrirliðanum hefur oft orðið tíðrætt um á stórmótum að liðið sé komið með hlaupið í hnakkann. Það sé búið að koma sér í vonda stöðu sem það verði að vinna sig úr. Hann er líklega búinn að segja það oftar en hann vildi og þurfti að tala um það aftur í gær. Lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn feikisterku liði Króatíu. „Hlaupið verður kaldara og kaldara með hverri mínútunni.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00 Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16 Aron: Þurfum að gíra okkur upp í algjöran djöfulgang "Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson. 17. janúar 2016 18:40 Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34 Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00
Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16
Aron: Þurfum að gíra okkur upp í algjöran djöfulgang "Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson. 17. janúar 2016 18:40
Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34
Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45